13.6.2010 | 22:28
Veisla á Hóli.
Hæ hæ.
Hér er búið að vera yndislegt, Þegar þau komu með lestinni var faðmast og kysst og skælt og hlegið. Það er gott að vera búin að fá hana Snæju mína til okkar. Við erum búin að hafa það gott, það var farið í bæinn í gær að rölta að sjálfsögðu Jón með okkur, það var farið í H&M eða eins og Jón segir m&m. Kallinn er lúinn í dag eftir
bæjarferðina og varð eftir heima þegar við hin skelltum okkur í göngu, fórum í Horn húsið (Corner house) horfðum á leik og fengum okkur öl. Að sjálfsögðu var rölt heim á leið í gegnum Paddy Fremann park, það er virkilega notalegt að ganga þar um maður fær aldrei leið því endalaust er hægt að finna nýjan stíg eða dásama gróðurinn og umhverfið þar.Gilla og Árni komu færandi hendi, bæði með risa pakka frá Lóu og Halla sem innihelt allt það sem Jón taldi bráð nauðsynlegt að fá af heiman, Kókosbollur, lakkrís, saltstangir og Voga ídýfu. Takk kærlega fyrir elsku vinir, hann ljómað þegar kassinn var opnaður. Þau komu með kort frá Mögnu kærum fyrrverandi nágranna, elskulega fjölskylda takk fyrir okkur og Ómar og Magna hafið það sem allra best þarna úti í Kína. Síðan komu Gilla og Árni með lambalæri og ekkert smá læri því það hefði verið hægt að fæða að minnstakosti sjö í viðbót með því.
Lærið var eldað í dag og var svona Sunnudags stemning á okkur, brúnaðar kartöflur og alles. Mmmmm.
Gilla handraði þennan frábæra eftirrétt með kókosbollum, marens og jarðaberjum, Já Jón tímdi kókosbollum í réttin því Lóa hafði bara sent 16 stykki til hans. Með fullan munninn sagði Jón er ekki 13 á morgun og við öll jánkuðum því, og hann segir, eigið þið ekki brúðkaupsafmæli 13, Snædís varð eitthvað hugsi og sagði síðan, það er 13 í dag, ég og Einar litum hvort á annað og fórum að hlægja því að hvorugt okkar hafði munað eftir deginum, hvað þá hugsað til hans. En í dag 13 Júní eigum við 23 ára brúðkaupsafmæli og það var haldin veisla án þess að við vissum með lambalæri og dýrindis eftirrétt. Já þetta var góður brúðkaupsdagur þótt við hefðum ekki munað eftir honum.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.6.2010 | 22:51
Kystu konuna þína.
- Hæ hæ.
Snædís kemur á morgun, það verður yndislegt að sjá hana, knúsa hana og kyssa. Það eru þrír mánuðir síðan við fórum út og við höfum bara heyrt í henni síðan. Þó að þetta sé langur tími hefur hann liðið ótrúlega, kannski ekki hratt en mjakast áfram. Við vorum að tala um það að á síðustu tólf mánuðum erum við, ég og Einar búin að vera 6 mánuði hér í Newcastle fyrst með Valdimari og síðan núna 3 mánuði með Jóni, við höfum flogið fimm sinnum út og eigum eftir að fara hugsanlega tvisvar í viðbót.
Jón er búinn að vera þokkalegur, fyrir utan verki og dofa í fótunum, það kíkti á hann taugasérfræðingur í gær og viðbrögð tauganna er aðeins minni í fótunum. Hann er byrjaður á lyfi við verkjunum og búið er að minka lyf sem talið er að valdi þessu (Ciclosporin).
Blóðprufurnar eru fínar og eru allar upp. Þeir hafa ekki viljað gefa okkur út hvort við förum heim um mánaðarmótin en við eigum að hitta prófessor Andrew Cant á miðvikudaginn eftir viku. Vonandi kemur ekkert upp þangað til en það hafa verið smá pústrar hjá Jóni, blóðið lækkaðu um síðustu helgi en er upp, creatínið hefur verið á niðurleið þessa viku og var 115 ( ekki verið svo lágt í 4 vikur) og dofinn og verkirnir í fótunum sem vonandi fara batnandi úr þessu með.
Sólrún, það fyrsta sem Einar gerði þegar gestirnir runnu úr hlaði var að byrja á bókinni frá þér. Ég held að Jói brói hafi nú ekki gleymt bókinni heima heldur hafi Kolla viljað að hann læsi hana. Já og Einar þakkar kærlega fyrir bókina og að sjálfsögðu ég líka, þessi elska er svoleiðis búin að dúlla við mig, alltaf að knúsa mig, færandi mér blóm, líka þetta venjulega, skúra, vaska upp og traaalalalalala.
Mæli með þessari bók er ekki búin að lesa hana sjálf og ætla ekki að gera það því ég elska að láta koma mér á óvart og Sórún ég ætla ekki að finna handa honum neitt annað hobbí en mig.
Kveðja úr kossaflensinu.
6.6.2010 | 21:52
Gestirnir kvaddir með Breskum morgunverði.
Hæ hæ.
Að baki er vel heppnuð sjómannahelgi. Við skemmtum okkur vel á föstudagskvöldinu, sjóararnir grilluðu hér nautalundir og rump steikur með öllu tilheyrandi og eftir matinn var byrjað á mikilli dagskrá sem við settum upp fyrir kvöldið.
Við fórum í ruslapokahlaup og mjótt var á mununum í úrslita hlaupi milli Sjafnar, Grétu og Einars og hafði Gréta betur því Einar er greinilega ekki í góðu formi og svindlaði líka ( hann gerði gat á pokann).
Næst var það kókosbollu át sem stóð til að fresta því Jón tímdi ekki kókosbollum í okkur öll en úr varð að hann og Gréta kepptu og urðu þau jöfn því þau tímdu ekki að háma þær í sig.
Svo var það skutlukeppnin og varð Einar aðal skutlan, áttum við að gera okkar eigin skutlu og reina á svifhæfileika hennar en eins og áður sagði vann Einar þessa keppni.
Fyrirhugað hafði verið að vera með netabætningar en við fundum hvergi netagirni þannig að keppt var í puttaprjóni, þar sem Gréta og Jón voru þau einu sem kunnu það kepptu þau sín á milli og prjónaði Jón lengst og hafði betur í prjónaskapnum, hann er svo handlagin þessi elska.
Og síðan var það Botsía að hætti Newcatle, kasta átti tennisboltum í átt að marki og ÉG VANN Botsíað, er hæfileikarík eins og hún móðir mín.
Gréta og Jón skipulögðu fatatleik, Óli Siggi og Einar kepptu og voru, já þeir voru eins og ......... og við hin lágum í hláturskrampa. Óli Siggi bar af í þessari keppni.
Keppt var í sjóara ruslakalli og vann ég eftir mikla keppni milli allra hinna því ég kláraði fyrst en Gréta heimsmeistari unglinga í ruslakalli var síðust.
Næstsíðasti dagskráliður hjá okkur var skotkeppni fullorðinna, og var keppnin milli mín og Sjafnar að sjálfsögðu vann hún mágkona mín ( hún er svo drykkfeld þessi elska).
Þá var komið að síðasta dagskrálið kvöldsins, heiðraðir voru aldraðir sjómenn fyrir vel unnin störf í þágu fjölskyldunnar. Þeir voru stoltir Sigurður Ólafur Þorvarðarson og Einar Guðmundsson er þeir tóku við medalíunum frá okkur og láku tár af hvörmum þeirra af stolti.
Síðan var verðlauna afhending, góð verðlaun voru veitt Epli, Appelsínur, Rúlluterta, Kleina og súkkulaði. Gott kvöld að baki með sprelli og hlátri, held að sjómannahelgin í Newcastle verði ein af eftirminnilegustu sjómanndags helgum okkar.
Takk fyrir skemmtilega daga kæra fjölskylda Óli Siggi, Sjöfn og Gréta og kvöddum við þau með staðgóðum Breskum morgunverði ( egg, beikon, kúrekabaunir, ristabrauð og nýpressaður appelsínusafi ) svo ferðin suður til London gengi betur.
Heyrumst seinna og sjómenn til hamingju með daginn.
Kveðja Sævör.
Það er eitthvað rugl með myndirnar, set inn fleiri á morgun.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.6.2010 | 18:09
Sjómannahelgin og húllumhæ.
Hæ hæ.
Hér er allt á fullu búið að versla steikurnar, nammi og alles. Kallarnir skelltu sér í verslun í morgun og Gréta með. Hún átti að sjá um að þeir versluðu enga vitleysu en þið getið ímyndað ykkur hvernig það fór.
Það var setið úti í sólinni í dag og haft það huggulegt. Óli Siggi var svo lífsreyndur eftir aksturinn í búðina að það var ákveðið að fara niður að Tynemouth ( mynni árinnar Tyne ) það var skoðaður kastali og skellt sér síðan á ströndina. Gréta, Sjöfn og Einar fóru í sjóinn á meðan Nýi Jón skimaði eftir berum stelpum. Kallinn er barasta að hressast.
Jón er með bátinn sinn í slipp núna því skipstjórinn ( Óli Siggi ) klessti svo hressilega að það kom gat á stefnið. Held að það ætti að endurskoða skipstjórnarréttindin hjá honum bróður mínum, veit ekki hvort ég þori að senda Einar með honum aftur á sjóinn. Eins og sjá má verður þessi bróðir minn bara í kaffi um helgina.
Gummi, Ása og Lovísa, Jón þakkar fyrir pakkann, þegar við komum upp á spítala beið hann þar og allt starfsfólið vildi fá að vita hvað væri í honum því á tollskýrslunni stóð ASH, ég sagði að þetta væri örugglega bara grín, ein hjúkkan var viss um að þetta væri eitthvað Íslenskt brauð. Þegar Jón opnaði pakkann og sá öskupokana var hlegið dátt og bréfið með var ánægjulegt. Hjúkkur og læknar komu að forvitnast um hvort þetta væri örugglega aska úr Eyjafjallajökli.
Má ekkert vera að þessu lengur sjómanna gleðin framundan og grillið að byrja.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör, hikk, hikk.
3.6.2010 | 23:12
Gestirnir hrúgast inn en við förum 25 júní.
Hæ hæ.
Hér eru frábærar fréttir við fáum að fara heim 25 jún. ef allt gengur vel. Creatínið ( nýrnastarfsemin ) hjá Jóni er aftur hækkuð en ef það fer niður aftur og helst þar er heimferð áætluð 25 jún. Tilhlökkunin er mikil og við með fiðring í maganum.
Gestirnir komust til okkar eftir smá hrakfarir, Óli Siggi og familí keyrðu nefnilega frá London. Smá örðuleikar með vinstri umferðina og aðstoðar bílstjórinn (Sjöfn ) dottaði ekki eina einustu mínútu, og unginn í aftursætinu alltaf að segja foreldrunum að róa sig. Jóa bróður var alla veganna sagt að þau hefðu lent í Edinborg gist þar og verið 12 tíma á leiðinni. Fyrirgefðu Jói minn og vonandi muntu trúa mér næst þegar ég segi þér einhverja skemmtilega sögu.
Við erum alveg dauðþreytt því þetta fólk er búið að vera vitlaus í búðum í allan dag og Jón er gengin upp að öxlum. Já hér er fjör hjá okkur en þau hanga nú samt yfir mér og ritskoða allt sem ég skrifa og segi.
Á morgun á að fara að skipuleggja sjómannagleðina okkar hér úti í Newcastle, það verður farið í leiki, t.d. reiptog, netabætning, kókosbolluát, skotkeppni ( ? ), ormakast ( hver fær besta smellinn með orminum hans Jóns ), kappát beint af grillinu en eins og við vitum er Óli Siggi sigurstranglegastur þar. Einar og Óli fara í Saynsburís að versla fyrir helgina meðan við hin tönum okkur á meðan, það á að ná í eitthvað gott á grillið, vökva og ekki má gleyma namminu handa Grétu og Nýa Jóni.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör, Eina,r Nýi Jón, Gréta, Sjöfn og Óli Siggi.
31.5.2010 | 20:16
Við fáum gesti.
Hæ hæ.
Það hrúgast bara inn á okkur gestir, yndislegt. Óli Siggi, Sjöfn og Gréta ætla að fljúga til London og keyra síðan upp til okkar. Harka í þeim samkvæmt gogglinu tekur það 4 tíma og 54 mín. að keyra þessa leið. Dagatalið hans Nýja Jón er eitthvað að klikka þar stendur 128 dagar í bílpróf, 66 dagar Nýi Jón, 11 dagar í gesti, búin að vera 78 daga í Bretlandi, 20 dagar heim eigum bókað far þá þurfum að breyta því. Vonandi fáum við fljótlega að vita með heimferðina því Ásgeir ætlar að senda póst á gengið hér.
Við förum á hælið í fyrramálið Jón á að fara í blóðprufur, svo er bara að sjá hvernig þær koma út.
Tengdadóttir okkar (tilvonandi) á afmæli í dag þessi elska. Til hamingju með daginn elsku Sigurlín ( og Fanney líka svo hún verði ekki fúl)
Heyrums seinna.
Kveðja Sævör.
P.S. Gamla settið er eins og brunarústir sátum úti í morgun og lásum. Já og Óli Siggi ætlar að koma með bókina frá Sólrúnu, spennandi að fá að vita hvaða bók þetta er.
28.5.2010 | 20:28
Gamli bara orðinn 51.
Hæ hæ.
Já hann Einar átti afmæli í gær, hér var haldið uppá það mér heljar veislu múgur og margmenni mætti. Ég og Jón Þór. Hann þurfti hvorki að skúra né vaska upp þessi elska og fékk sérmeðferð og afmælispakka stóran poka með mörgu í. Ég fór nefinilega í bæinn og skellti mér í pund búð, hann fékk skiptilykil, skrúfjárna sett með TOPPUM, Maltesér kúlur, Mentos, sokka Homer Simson, ausu, hálsmen gamalt sem hann átti fyrir en keðjan hafði verið slitin í nokkur ár, bjöllu sem á stendur Beer bell og er ég búin að vera sveitt síðan og á stanslausum hlaupum, bíðið aðeins það er hringt veð að þjóta. Úfffffffffffffffffffffffffff. Já og síðast en ekki síst fékk þessi elska Liverpool búning, hrikalega ánægður með sig. Gleymdi einu gaf honum þessa forlátu 20 ára Brandy flösku í trékassa, vá er ég ekki að vera búin að telja þetta upp. Hér var grillað ofan í alla veislugesti og bökuð Brownies. Bara yndislegt.
Annars fórum við upp á spítala í gærmorgun Nýji Jón fór í blóðprufu og fékk eitthvað lyf sem tekur þrjá tíma að renna inn. Mann ekkert hvað það heytir. Blóðprufur komu vel út Creatínið er komið niður í 125. Svo vonandi fer mergurinn að fara upp aftur. Neutrofílarnir eru í 1.59 og Lympositar í 0.69 það hrundi allt niður þegar nýrun fóru að vera með læti.
Já, var ég búin að segja ykkur að við eigum von á gestum, Snædís kemur með þeim þau verða í viku en Snædís í tvær og Sævarður og Jóhannes koma og veða í viku og fara með henni heim. Vikuna sem þau eru öll verður hér í Newcastel verður risa Tivoli ætli við skellum okkur ekki, já Jón verður bara með grímu.
Heyrumst seinna. Verð að hlaupa, bjallan hringir.
Kveðja Sævör.
24.5.2010 | 23:07
Jón er úti.
Hæ hæ.
Þetta er að verða eins og með alþingiskosningar, er Jón inni eða er hann úti? Allavegana er hann úti núna og veður í blóðprufum þétt til að fylgja eftir nýrnastarfseminni.
Við erum orðin spennt því við eigum von á gestum í Júní Gilla og Árni ætla að koma og Snædís kemur með þeim til okkar, farin að hlakka til.
Við sendum engin skeyti ( fengum ekki blaðið með nöfnunum til okkar) þannig að til hamingju öll fermingarbörn á Grundarfirði, Siglufirði, Egilstöðum og Skagaströnd, vonandi var dagurinn ánægjulegur hjá ykkur og fjölskyldum ykkar.
Kveðja frá okkur í Newcastel.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.5.2010 | 15:44
Hiti, hiti, hiti.
Hér er búið að vera dýrlegt sumarveður 28,5 stiga hiti. Jón mætti á hælið í blóðprufu og við í eftirdragi að sjálfsögðu. Það var ákveðið að skella sér út að St. Mary's ligthouse sem er við Whitley bay ströndina, þetta er viti með sögu frá 1700 og súrkál. Gengum eftir ströndinni og nutum blíðunnar og mannlífsins. Jón að sjálfsögðu kappklæddur til að klæða af sér sólina en við á sandölum, stuttbuxum og ermalausum bolum. Ég og kallinn erum steikt en Jón verður að vera með sólarvörn 30 til að hylja húðina því hún er svo viðkvæm eftir lyfjameðferðina.
Já og blóðprufurnar kom ekki vel út creatinið ( nýrnastarfsemin) er upp aftur og Jón þarf inn á spítala í vökvunn í nótt og sjá svo til hvernig prufurnar verða á morgun.
Gréta mín vonandi verður þú ekki með gifs þegar við komum heim því við þurfum að minnstakosti að vera hér í mánuð í viðbót.
Snædís elskan við söknum þín og elskum þig. Já ykkur líka strákar.
Kveðja frá okkur Sævör, Einar og Jón.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.5.2010 | 20:40
Jón er útskrifaður.
Hæ hæ.
Jón er útskrifaður af Breska hælinu (spítalanum) hann er bara hress og matarlystin er að koma. Við förum uppeftir í fyrramálið því Jón þaf að fara í blóðprufu og fylgjast með kallinum að hann drekki og nærist.
Sumarið er komið, yfir 20 stiga hiti og Einar sólbrunninn eftir sólbað í gær. Í dag fórum við í garðinn með bátana Einar er svo vonsvikinn með sinnað hann reyndi meira að segja að sökkva honum. Jón er aftur á móti glaður með sinn og stríðir börnunum í garðinum með því að láta bátinn frussa vatni yfir þau, ekki það að þeim leiðist neitt.
Í kvöl var grillið tekið út og grillaði hamborgarar, kallarnir sáu um það , það er að segja grillið (einnota grill úr Sainsbury's) og uppvaskið, mín sat bara, drakk rauðvín og gerði althitt.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar