Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Hjúkka með tvö lömb. (Nurse gave birth to two lambs)

img_9038.jpg

Hæ hæ.Jón með Doktor Ásgeri og Professor Cant.

 

Hún Hjúkka (Nurse) kindin hans Valda var að bera í nótt. Hún bar tveimur lamb hrútum og það er búið að gefa þeim nafn.  Mórauði hrúturinn heitir Doktor Ásgeir en ljósi Prófessor Cant. Ég og Jón fórum að kíkja á hrútana og eru þetta hinir föngulegustu gripir.

Kveðja Sævör Hjúkka með Doktor Ásgeir og Professor Cant.


Nýi Jón 2 ára.

Til hamingju með daginn kúturinn minn.

Er ekki lifið ynimg_6116.jpgdisleg Jón tveggja ára og allt gengur vel. Hann var reyndar í ungbarna skoðun í morgun. Á eftir að fá staðfestan kílóa fjölda og hæð. Hugsanlega orðin 175 og 60 kg. Er það ekki bara gott hjáimg_1117.jpg 2 ára. Jón fer í eftirlit á þessu ári og ef allt gengur eftir ætti hann að útskrifast frá Newcastel á þessu ári.

 

Kveðja Sævör


Gleðileg jól.

Valdimar SH 250Ungarnir

Hæ hæ.

Gleðileg jól til ykkar.

Hér er allt fínt að frétta allir hafa það gott. Einar kom eim korter fyrir jól af sjónum. Sævarður fer til London eftir áramót í tvö próf. Jóhannes Fannar útskrifarst í febrúar 2012 með BS gráðu í Rafmagns og Tölvu verkfræði. Jóni Þór gengur vel í Tækniskólanum og Snædís var að klára fyrstu önnina í FSN. Ég tók sex fög í FSN og gekk bara vél.

Jón Þór fékk fínar prufur síðast og Jólasveininn gaf náttföt á línuna.Jón Þór Snædís og Gosiekkert hefur farið úrskeiðis hjá honum, allt á réttri leið.

Set inn hér nokkrar myndir af fjölskyldunni og Valdimar SGamla settiðH 250. 


Tíminn líður.

Hæ hæimg_0321.jpg

Hér er allt fínt að frétta, Jón Þór er fluttur í sódómuna og byrjaður í Tækniskólanm hann er í Grunnnámi Rafiðnaðar og er bara ánægður með lífið. Snædís varð 16 um daginn, ufffffffffff allir að verða fullorðnir. Nei það er bara yndislegt að geta fylgst með þeim fullorðnast og sjá hvað verður úr þeim. img_0131.jpg

Við hjónakornin erum að fara til London, það eru tæp 25 ár síðan við vorum það í brúðkaupsferð. Við ætlum að heimsækja Sævarð svona rétt áður en hann kemur heim. Hann fer að veða búin með Mastersnámið sitt. Aðalega ætlum við að njóta lífsins og hafa það gott.

Kveðja til ykkar.


5.ágúst í dag hefði Valdimar orðið 20 ára.

Hæ hæ allir.

Í dag 5 ágúst hefði Valdimar minn orðið 20 ára, ekki það að hann hefði haldið upp á hann eins og hinir sem veða tvítugir með því að skella sér í "búðina" því þangað ætlaði hann aldrey var hann búin að ákveða. Þeir sem þekktu hann vita að það hefði hann staðið við. Á svona dögum hugsar maður hvar ætli hann hefði verið og hvað væri hann að gera nú orðin fullorðinn.

Til hamingju með daginn elsku Valdimar minn.

Kveðja mamma

 


Nýi Jón 1.árs

Hæ þið kæru vinir.

Ég sem ætlaði að verða svo dugleg að blogga en þegar ég var að keyra Jón Þór og Snædísi á síðasta kvöldið í Dale Carnegie námskeiðinu velti ég mínum fjallabíl, en sem beturfer slasaðist engin nema ég og er mín búin að vera hálf ónýt síða. En jæja hér er allt búið að ganga vel hjá Jóni við fórum út til Newcastle í janúar í kík, já kíkk við stoppuðum í hálftíma hjá doktornum og Jón fékk fulla skoðun. 


Frábærir tónleikar á Rökkurdögum.

Hæ hæ.

Var að komaTertur í massa vís. af frábærum tónleikum hjá Tólistaskóla Grundarfjarðar. Margir efnilegir tónlistamenn komu fram þar á meðal hún Snædís mín sem spilaði á klarinettinn sinn með hljómsveit, glæsilegt hjá henni og síðan kom Lúðrasveit tólistaskólans fram í lokinn eins og að vanda stóði þau sig reglulega vel. Hlakka til tónleikanna sem verðSnædísa með þeim í Mars á næsta ári. Svo var líka þetta girnilega kaffihlaðborð sem lúðrasveitin bauð upp á.

 

 Snædís, Björg

 Baldur og lúðrasveitin

 

 

 

Jón skellti sér í borgina í lyfjagjöf vegna veðurs var hann sendur með flutninga bíl frá Ragnar og Ásgeir, var spurð hvor ég hafi sett hann í bóluplast en taldi nú enga þörf á því með þessum bílum. Hann var í blóðprufum líka en hann hefur ekki hugmynd um útkomuna. Karlmenn þeir vita aldey af hverju á að spyrja. 

Heyri í ykkur kveðja Sævör


Steininn hans Valda kominn upp.

Hæ hæ.

Við erum búin að setja steininn hans Valda á leiðið hjá honum og hér koma Undirbúningur fyrir að hífa upp.myndir af öllu saman. Þú gengur aldrey einn.Einn af steinunum sem við völdum.Stjáni að hífa.


Hér gengur allt vel.

Hæ hæ

Það er langt síðan ég hef bloggað og engin afsökun nema leti. Það er nóg um að vera hjá fjölskyldunni Snædís og Jón Þór eru á Dale Carnegie námskeiði á vegum Einstakra barna og eru mjög ánægð bæði tvö, við förum einu sinni í viku í borgina á námskeiðið. Einar fór með ungana í dag þannig að mín er bara ein heima og var að koma úr mat frá Jóa bró og Kollu sem ég snapaði mér í dag. Á borðum var samtíningur úr sjávar ríkinu t.d. Smokkfiskur, Þorskhaus, steikt Hrogn og Steiktur Karfi  já sérstakur samtíningur og misjafnlega gott.img_8319.jpg

Jón Þór hefur það gott og allar prufur fínar og ekkert komið upp á hjá honum. Hann fer í lyf þriðju hverja viku þannig að allt er í bestu málum hjá honum. Varð 17 ára núna 6 okt. er kominn með bílprófið og rúntar um á Pussunni.img_8320.jpg

Við þurfum að fara út til Newcastle núna í nóv. Jón á að fara í eftirlit hjá Doktorunum þar, vorum að vonast eftir að sleppa fram á næsta ár en það er engin miskunn frá þeim úti og kannski bara gott að vita að þeir vilja fylgja honum veimg_8330.jpgl eftir.

Gamla settið er búið að hafa í nógu að snúast þótt kallinn sé atvinnulaus, þessi elska vildi endilega smíða handa mér rauðvínspall þ.e. stækka svalirnar að framan og var það gert á rétt rúmlega viku og rauðvínspallurinn minn kominn upp nú get ég dreift úr mér þegar ég sit úti á kvöldin og virði fyrir mér kvöldsólina,Kirkjufellið já og yndislega fjörðinn minn

Valdimar minn fær nú upplyftingu líka því steinninn hans er tilbúinn og Einar náði í hann í dag. Hlakka til að sjá hann og vonandi getum við sett hann upp á morgun. Set inn mynd af honum þegar hann er kominn upp.

Mín er í skóla, já aðeins að hrista upp í heilanum á að vera að læra en fann mér annað betra að gera. Ég er í Ensku og Sögu og er búin að hafa gaman af svolítið erfitt að byrja því heilinn var orðinn hálf óvirkur, held að þegar maður er að hrærast í því sem við erum búin að upplifa síðustu ár verði hann það. Vonandi tekst mér að virkja hann betur.

Heyri í ykkur seinna og besta kveðja.

Sævör 

 


Komin heim.

Hæ hæ.

Við erum komin heim frá Newcastle Jón Þór fékk frábæra skoðun og allar prufur voru fínar. En T-sellur (það eru þær sem berjast á móti veirusýkingum) eru enn bara 10% gjafans en það er í lagi því þær voru heilbrigðar hjá honum. Neautrofílarnir (það eru þeir sem berjast á móti sýkingum) eru 100% gjafans sem er mjög gott því þeir voru ekki að vinn rétt í Jóni. Nú eru bara blóðprufur einu sinni í viku og í lok september má hann fara að lifa eðlilegu lífi það er borða allan mat og vera í fjölmenni. Bara góðar fréttir.

Valdimar minn hefði orðir 19 ára 5 ágúst daginn sem við flugum heim.

Við erum búin að vera í fjörunni á Bergi til að leita af steini handa Valda, erum komin með nokkra hérna á hlaðið. Það dugir ekkert minna en 2 tonn af grjóti (stuðlaberg) handa steinþursinum mínum.

Heyrumst, kveðja Sævör. 

 

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband