Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
13.2.2010 | 14:04
Newcastle á morgun.
Hæ hæ.
Það er komið að forskoðuninni fyrir mergskiptin við fljúgum út í fyrramálið og verðum fram á fimmtudag. Jón Þór kemur til með að hitta hina ýmsu sérfræðinga sem kanna líkamlegt ástand hans. Ég reikna með að við fáum endanlega dagsetningu úti en það var talað um 6 til 7 vikur frá forskoðun. Snædís verður hjá Önnu og Bjögga fósturforeldrum sínum í góðu yfirlæti og Gosi skellir sér í sveitasæluna.
Það verður skrítið að fara út aftur en það er engin sérstakur kvíði fyrir þessari ferð Jón Þór er reyndar búin að vera slappur en hann á örugglega eftir að komast í gegnum þetta.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör.
2.2.2010 | 20:51
Jón sleppur ekki alveg við hælið.
Hæ hæ.
Jón Þór er búin að vera slappur með verki þar sem brisið er en allar prufur eru fínar og engin Brisbólga í gangi sem er fínt, hugsanlega er hann með magabólgur og vonandi fer hann að hressast.
Við erum að fara út 14. feb til Newcastle í nokkra daga hann er að fara í forskoðun fyrir beinmergðskiptin og það er búið að velja fyrir hann gjafa sem er með nákvæmlega sömu vefjaflokka og hann, einnig búi að fá sömu veirur og allles. Sá besti sem er til fyrir hann.
Já og svo er þorrablótið um helgina er farinn að hlakka til.
Heyrums seinna.
Kveðja Sævör.
Vinir og fjölskylda | Breytt 4.2.2010 kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2010 | 15:38
Sævarður útskrifaður.
Hæ hæ.
Góð helgi er að baki, Sævarðu útskrifaðist með BS gráðu í Stærðfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Við samglöddumst með honum og fórum út að borða á Argentínu þvílík veisla. Gamla settið gisti á hóteli og alles. Kósí helgi.
Jón Þór og Snædís kusu frekar að fara að Gufuskálum með Pjakki (björgunarsveitinni) og æfa þar rústabjörgun og sig og áttu þau einnig góða helgi.
Jón Þór skráði sig í minni skipstjórnar réttindi í fjarnám og er svona að byrja í því, búin að viða að sér námsefni og kortum þannig að útgerðarstjórinn getur vonandi róið í sumar á strandveiðum.
Við vorum í borginni í gær, Snædís hjá tannlækni og Jón Þór hitti Ásgeir það voru teknar blóðprufur og svona smá tékk. Ásgeir segir að Newcastle menn vilja fá Jón út í rannsóknir eftir einhverjar vikur áður en hann fer í mergskiptinn en þetta kemur allt í ljós.
Heyrums seinna.
kveðja Sævör.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.1.2010 | 13:35
Ferðinni út frestað.
Hæ hæ.
Já það er búið að fresta ferðinni til Newcastle með Jón Þór við förum ekki fyrr en í Mars er talað um, engin ákveðin dagsetning. Jón Þór er byrjaður í skólanum (FSN) því það er ekki gott að hangsa og gera ekkert á meðan beðið er. Ástæðan er ágæt því það koma nokkrir merggjafar til greina og verið er að leita af besta mögulega gjafanum sem er neikvæður með ákveðnar veirur og bakkteríur.
Það er vika í að Sævarður útskrifist frá Háskóla Reykjavíkur með BS nám í stærðfræði. Gamlasettið skellir sér í borgina til að vera viðstödd útskrift frumburðarins en Jón Þór og Snædís kjósa frekar að fara að Gufuskálum með Pjakk.
Ég og Jón erum byrjuð í ræktinni, það er Jón fór með mig í ræktina þetta er bara fínt búin að fá þokkalegar harðsperrur og ég held að ég muni bara koma til ;) Heyrumst seinna.Kveðja Sævör
31.12.2009 | 14:50
Gleðileg Jól og farsælt komandi ár til ykkar.
Vinir og fjölskylda | Breytt 2.1.2010 kl. 02:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.12.2009 | 09:01
Það styttist í að Jón Þór fari út.
Hann Ásgeir hringdi í gær það var að koma póstur frá Newcastle Jón Þór fer út í beinmergsskiptin annað hvort 25 jan. eða 1 feb. og fær merginn 19 eða 26 feb við áttum eki von á að fara svona fljótt en ég er glöð að það líður ekki of langur tími því það tíminn skiptir ekki máli þetta verður alltaf erfitt og sérstalega að fara aftur út því það er svo stutt síðan Valdimar dó og sökknuðurinn er djúpur og sár.
Kveðja Sævör
11.11.2009 | 17:16
Á ekki að fara að blogga.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.9.2009 | 13:12
Valdimar er kominn heim.
Hæ hæ
Við fjölskyldan þökkum kærlega fyrir allar samúðarkveðjurnar frá ykkur.
Valdimar verður jarðsunginn á laugardaginn 26. sept. n.k. kl.14.00 frá Grundarfjarðarkirkju.
Kveðja frá fjölskyldunni.
Sævör, Einar, Sævarður, Jóhannes Fannar, Jón Þór og Snædís Ólafía.
Vinir og fjölskylda | Breytt 23.9.2009 kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
14.9.2009 | 20:23
Hann Valdi kallinn kvaddi okkur í dag.
Sum stríð eru erfiðari en önnur Valdimar kvaddi í dag þennan heim og héldur á vit nýrra ævintýra, hann var sáttur við sjálfan sig að hafa leitað eftir betra lífi og brosið á vörum hans í kvöld fullvissaði okkur um að ákvörðun hans væri sú eina rétta.
Við fjölskyldan þökkum kærlega fyrir skylaboðin, símhringingar, bænirnar og alla umhyggju fyrir okkur í þessu stríði.
Kveðja Sævör Einar og börn.
Valdimar hafði gaman af öllum athugasemdunum.
12.9.2009 | 20:06
Það er hátt fjall að klífa.
Hæ elsku fjölskylda, vinir og þið öll sem hugsið til okkar takk kærlega fyrir góðar kveðjur og takk fyrir að hugsa til okkar.
Valdimar er enn að berjast í gær þurfti hann að fara í aðgerð því það var búið að blæða aftur í þvagblöðruna, hann misti mikið blóð og er kominn á fullan stuðning öndunarvélarinnar aftur, honum er enn haldið sofandi og blóþrystingurinn er mjög óstöðugut. Það eru lika góðar fréttir beinmergurinn er 100% gjafans og það eru engin merki um höfnun á nokkurn hátt, það á smá saman að fara að minka ónæmisbælinguna þannig að mergurinn ætti að dafna betur og hjálpa til við sýkinguna sem eru í Valda núna. Kallinn er ekkert að gefast upp hann berst við hvert áfallið á eftir öðru.
Takk fyrir okkur.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör, Einar og Valdimar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar