Jón er kominn í einangrun.

Hæ hæ

Jón þór er byrjaður í einangruninni og fyrirbyggjandi meðferð er í fullum gangi hann er búin að fá ógleðistillandi, sveppalyf og sýklalyf þannig að allt er komið á fullt.  Hann er bara brattur og þokkalega undir þetta búin við erum búin að vera að tala við lækna í dag og það voru tekin 25 sýni af Jóni til að a.t.h. hvort hann hefði komið með einhverjar pöddur með sér. 

Það er verið að skipleggja tónleika sem eiga að vera í Fíladelfíu þann 30 Mars hún Íris hans Sindra (bróðir Einars) er hugurinn og höndin á bak við þá. Þetta eru bæði minningatónleikar um hann Valdimar okkar og styrktartónleikar fyrir Jón Þór yfirskrift tónleikana er Samferða og allir sem koma að þessu gefa vinnu sína og viljum við þakka þeim fyrir. Ég set dagskrána inn á bloggið þegar hún er fullmótuð. Í fyrramálið kl.7.30 verður Íris á Rás 2 í viðtali hjá Margréti Einarsdóttur um tónleikana og strákana. 

Heyrumst seinna kannski á Rás 2 í fyrramálið.

Kveðja Sævör

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið voruð flottar í útvarpinu þú og Íris. Glæsilegir tónleikar í farvatninu. Kveðjur til ykkar allra í Nýjakastala úr logninu í Grundó.

Sólrún (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 07:44

2 identicon

Hæ elskurnar mínar :)

það var æðislegt að heyra í útvarpinu í ykkur. Ég efa ekki að þessir tónleikar verða glæsilegir. Það er hægt að hlusta á þáttinn á netinu ef einhver hefur misst af viðtalinu og langar að heyra. http://dagskra.ruv.is/ras2/4520832/2010/03/18/

Kossar og knús til ykkar allra Guðrún Sonja

Guðrún Sonja (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 09:46

3 identicon

Jón Þór þú ert bestur :)

Marta Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 10:44

4 identicon

Fullt af kossum og knús til ykkar . Hlustaði á viðtalið og það var flott hjá ykkur .

Kær kveðja til ykkar allra Halli, Lóa og co á Sigló

Lóa og Halli (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 11:23

5 identicon

Gott að heyra í þér í útvarpinu Sævör.....

Er með ykkur í huga.

kveðja

Valdimar frændi á Skagaströnd (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 11:38

6 identicon

gangi ykkur vel  kæra fjölskylda

anna hermina (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 15:44

7 identicon

Sæl öll!

Flott viðtöl í morgun, ég veit hvar ég verð kvöldið 30. mars !!

Líka kúl myndir úr köfuninni!

Bestu kveðjur,

Ásgeir Haraldsson

Ásgeir Haraldsson (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 16:12

8 identicon

Elsku Jón Þór og fjölskylda, baráttukveðjur frá okkur öllum á 22-E. Við fylgjumst með og hugsum til ykkar. . .

22-E Barnadeild (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband