18.3.2010 | 22:33
Niður brotið byrjað.
Hæ hæ.
Fyrsti skammtur af niðurbrotinu er kominn inn og Jón er með þekkta aukaverkun þ.e. háan hita, kuldahroll og slappur það eru til lyf við þessum aukaverkunum og er hitinn að fara niður í rólegheitum.
Íris er dugleg að auglýsa tónleikana og hún var í viðtali á Rás 2 í morgun og það var líka talað við mig ég veit alla vegana að hún stóð sig vel og á heiður skilinn eins og allir sem hafa stutt við bakið á okkur og eru þeir nú ófáir bæði í Grundarfirði og Siglufirði.
Takk fyrir okkur.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- City skoraði átta í nágrannaslagnum
- Kane skoraði sigurmark Bæjara
- Slot um unga strákinn: Hann var heppinn
- Dramatískt jafntefli Vals á Spáni
- Haukar yfir í einvíginu
- Elvar frábær í sigri
- Fjóla Íslandsmeistari í fimmtarþraut
- Díana Dögg öflug í sigri í Evrópudeildinni
- Aldís drjúg í Svíþjóð
- Chelsea áfram - Guðlaugur Victor vann Íslendingaslaginn
Athugasemdir
Gott að allt gangi vel :) !
Tónleikarnir verða örugglega mjög flottir! og ég ætla sko að mæta :)
Knús til ykkar ;*
Guðbjörg (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 22:59
Komið þið sæl kæra fjölskylda
Við erum búinn að flygjast með og gott að fá að vita hvernig gengur hjá ykkur
sendum hlyjar kveðjur til ykkar allra með von um að allt gangi vel
kveðja frá okkur Ásgeir, Þórey, og fjölskylda
Þórey Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 08:31
Komið öll sæl
Sérstaklega þú kollegi Jón skipstjórnarmaður með meiru,strandveiðarnar bíða eftir þér ég fæ kanski að koma með einn túr sem háseti svona gegnum klíku.af mér er það að frétta að við vorum að landa í cuxhaven við stoppuðum stutt svo ég hafði ekkert samband vi Hafdís frænku fyrirgefðu það hafdís mín ef þú lest þetta.Núna erum við á leið á lófóten svæðið við Noreg i þosk og einhavð af ufsa og ýsubland.Ég kemst ekki á tónleikana en kanski get ég fylskt með þeim á netinu.Þetta er glæsilegt frammtak.Sendi ykkur baráttukveðjur og hugsa til ykkar á hverjum degi eins og allir.
kveðja Jói
Jóhannes Þorvarðarson (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 13:11
gangi ér æðislega vel Jón, kossar og knús og hlýjar hugsanir.
Anna Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 14:50
Flott að þetta sé allt í rétta átt, gangi þér vel áfram kæri frændi og við sendum ykkur allar okkar hlýjustu hugsanir :)
Jóhanna Þorvarðard. (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 15:21
Hæ Jón, Sævør og Einar
Jón til hamingju med pungaprófid, get jég lika fengid plås i sumar, jeg er miklu duglegari en jói og fiskar meira en hann.
Jég vona ad alt gangi vel og Jón tú manst ad tú lofadir ad koma og heimsækja mig til Danmerkur jég tarf ad fá hjál i haust til ad gera mat fyrir alla fjølskylduna og dønsku drotninguna, ég filgist med ykkur hjerna á sidunni i komandi tid.
Kær kvedja frá okkur i Danmørku
Lalli, Pia, Johann og Anna Maria
Lalli Danski (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 16:51
Hæ hæ kæru vinir.......
Jón til lukku með pungaprófið , það þarf ekki að spyrja af dugnaðinum þegar þú ert annars vegar .Vonandi er allt að ganga vel hjá þér .
p.s. Mamma er hér hjá mér í pizzu og biður fyrir kveðju til ykkar allra.
Og við sendum auðvitað kærleikskveðju og knús til ykkar
Gilla,Árni og strákarnir.
gilla (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 19:49
Sæl kæra fjölskylda.
Flott viðtal við ykkur. Ég læt mig ekki vanta á tónleikana. BMB biður að heilsa ykkur og gangi ykkur allt í haginn.
Jón Þór, til lukku með pungaprófið. Þú ert alveg ótrúlegur, eins og fjölskyldan þín öll.
Kveðjur úr Hafnarfirðinum
Anna E. Svavarsd.
Anna E. Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 20:16
Hæ hæ öll sömul.
Gott að heyra að allt gengur vel. Sævör það var gaman að heyra í ykkur Írisi þið voruð bara flottar. Við hér í Gröf 1 ætlum að mæta á tónleikana. Jón minn gangi þér vel dugnaðarforkur. Baráttukveðjur. Sjöfn og Gréta.
Sjöfn (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 09:26
Sæl öllsömul !
Gott að heyra að allt gengur vel, ég hlustaði á viðtalið við ykkur Írisi um daginn á Rás tvö, mjög flott viðtal við ykkur báðar. Er viss um að tónleikarnir verði vel sóttir og glæsilegir, verst að geta ekki farið á þá ;) Jón Þór, til hamingju með pungaprófið, þú ert dugnaðarforkur eins og þú átt ætt til ! Ég held áfram að fylgjast með hér á síðunni og óska ykkur alls hins besta með framhaldið. Bestu kveðjur frá Álaborginni :)
Halldóra danska (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 14:09
Gangi ykkur vel,hugsa mikið til ykkar kær kveðja Björk.
Bjork Georgsdottir (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 17:36
Gott að heyra að allt gengur vel. þið voruð flottar í útvarpinu!
Ætli ég verði ekki að fyrirgefa Jóa þetta með að hringja ekki í mig hann er nú einn af uppáhaldsfrændum mínum.
Knús á ykkur öll, gangi ykkur vel.
Kveðjur úr Þýskalandinu.
Hafdís Dröfn (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 19:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.