20.3.2010 | 23:31
Hér er fínt að frétta.
Hæ hæ Hér í Newcastle gengur allt bara vel Jón er brattur og er buin að vera geggjaður í púsli í dag með smá hjálp frá mér;) Hann er ekkert orðin voða leiður á einangruninni og meðferðin gengur vel hann er núna að fá vægara niðurbrotslyfið og eru 6 dagar þangað til hann fær merginn. Blóðprufur sýna að hvítublóðkornin og allir sýtarnir (lymfo, nautro, og blablabla) eru á niður leið það er að 0 markinu sem er markmiðið með niðurbrotinu. Ég ætti kannski að útskýra aðeins einangrunina Jón Þór er lokaður inni í herbergi þar sem er yfirþrýstingur og ekkert loft kemst inn bara út, hann má eingöngu drekka stelit vatn og gerilsneidda mjólk ásamt drykkjum sem eru með miklu geimsluþoli, borða örbylgju mat sem hefur verið hitaður upp í 87*c+. Hann á að fara í sturtu á hverjum degi og skipt er um föt og á rúmi, tannbusta minst tvisvar á dag og eingöngu nota bustann einusinni. Þegr við komum förum við inn í forherbergi og þvoum okkur þar setjum á okkur hárnet og svuntu síðan inn í hans herbergi og skrúbbum okkur þar enda er ég orðin skinnlaus strax. Við meigum ekki faðma hann og kissa eða knúsa oooooooooo. en við meigum snerta hann sem betur fer. Heyrumst seinna. Kveðja Sævör
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 21.3.2010 kl. 12:27 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Knús og kveðjur til þín Jón minn :)
Herdís Lína (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 13:39
Hæ, þið í útlandinu!
Það má sjá það að ykkur er haldið hreinum og út af fyrir ykkur þarna úti! Sveitalúðarnir ykkar!!!
Ætli það sé nokkuð áhrifin út frá Icsave!!! Skyldi vera farið svona með alla Íslendinga eftir ránsferðir Baugsfeðgana þar ytra??? ;O)
Nei, auðvitað vitum við það að tilgangurinn helgar meðalið!
Gangi ykkur allt í haginn og þó að þið getið ekki mikið knúsast þessa dagana þá koma tímar , koma ráð! En við viljum senda ykkur fingurkossa og baráttukveðjur,
Helga og Kalli
Helga og Kalli (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 14:02
Hæ elsku Jón Þór okkar...og þið hin ;-)
Okkur langaði bara að kasta á þig kveðju, við erum með hugann hjá þér alla daga og vonum að allt gangi vel og líka í púslinu ;-)
TaTa for now...Sindri og Íris.
Sindri Guðmundsson, 21.3.2010 kl. 17:26
Hæ hæ kæru vinir
Mikið er nú gott að allt sé á réttri leið , við hugsum til ykkar öllum stundum ..
Svona til að færa ykkur einhverjar fréttir þá var Siglufjarðarmót í babinton í dag og Jakob Snær kom heim með 3 bikara ...var samt ekkert sérstaklega glaður þar sem hann þurfti lítið að hafa fyrir þessu ...tvo leiki gefins vegna veikinda
Knús og kram til ykkar Gill, Árni og strákarnir.
gilla (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 18:48
Hæ elsku fjölskylda
Vildum bara skilja eftir smá kveðju til ykkar allra í útlandinu, hugur okkar er hjá ykkur og vonum að allt gangi vel :)
koss og knús Magnea og Lilja
Anna Magnea (yngri) (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.