Einn dagur til stefnu.

Hæ hæ.

Á morgun er dagurinn, við vorum að spyrja læknana um í hvaða blóðflokki gjafinn er og hann er B en Jón Þór er A þannig að það þarf að skilja rauðu blóðkornin frá hvítu því hann má ekki fá rauðu beint í sig. Það getur verið að blóðflokkurinn hjá Jóni breytist en ekki víst það verður fylgst með því ef hann skyldi þurfa blóðgjöf seinna meir í ferlinu.

Það er alltaf veisla hjá mér og Einari í dag var þriðji í hakki, já Einar er glaður segir að þetta sé bara eins og um borð í Þorvarði á morgun verður eldaður Þorskur sem veiddur var um borð í Þorvarði.

Heyrumst seinna.

Sævör og Einar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komið þið sæl öll sömul, hér fylgist maður með á hverjum degi. Gaman að því hvað þið eruð dugleg að blogga. Þá er komið að stóru stundinni og Jón Þór tæklar þetta allt saman. Ég bara veit það, frábær strákur.  Yndislegt hjá ykkur að fá svona fjölbreytta fæðu , en það væri nú margur maðurinn í Newcastle sem vildi deila með ykkur matnum þegar þorskurinn fer á borð. Gangi ykkur rosalega vel í dag, verð með hugan hjá ykkur. Kv. Anna María og co

Anna María (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 08:42

2 identicon

Halló fjölskylda, bara að kvitta fyrir mig. fylgist með á hverjum degi. Ég væri nú svolítið þreytt á hakki tvo daga í röð :( Líst mun betur á þorskinn. Kærar kveðjur til Jóns Þórs.

Kristín Pétursdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 09:51

3 identicon

Halló öll sömul

verðum með hugan hjá ykkur í dag . Gangi þér vel elsku Jón Þór okkar 

kær kveðja Halli Lóa og co 

Halli og Lóa (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 10:57

4 identicon

Hæ,hæ - stór dagur í dag hjá ykkur sem og alla daga  - gangi ykkur sem allra allra best - Jón Þór með húmorinn í lagi búrinu sínu. Hann er greinilega ekkert að tapa honum. kv. Erla Gull á Siglufirði

Erla Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 13:24

5 identicon

Erum með hugann hjá ykkur. Gangi ykkur sem allra best. Bestu kveðjur frá okkur á Þingeyri

Lauga (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband