Mergjaður dagur í dag!

Hæ hæ.img_6126_974373.jpg

Já þetta er búinn að vera mergjaður dagur í dag Jón fékk nýja beinmerginn bleikan og fínan og búið að skilja rauðu blóðkornin frá. Jón strauk og klappaði pokanum með mergnum enda ánægður með hann,en okkur fannst frekar lítið í pokanum það voru ekki nema 70 ml. frekar nískulegt það, Þegar Valdimar fékk sinn merg voru það 1600 ml. enda voru blóðflögurnar saman við, en það er ekki magnið sem skiptir máli heldur gæðin.

Jón Þór kveikti á inn rennslinu rúmlega eitt með klappi og tilheyrandi fögnuði strjúkandi pokann og glaður enda tilefni til, dagur eitt að byrja með nýju upphafi.

Jón er að vanda forvitinn um alla hluti og vildi fá að vita hvort gjafinn væri karl eða kona og fékk hann að vita að gjafinn er karl og er í B blóðflokki hann vildi einnig fá að vita hve mikið magn af merg er í okkur og ætluðu hjúkkurnar að afla sér upplýsinga hjá læknunum því þær höfðu aldrei verið spurðar um það, vonandi fær hann svar við því.

Jón er búin að vera hátt uppi seinnipartinn hann er búin að vera í Wii tölvu í boxi við mömmu og tennis við pabba já  það var bara engin leggingur í dag.

Heyrums seinna.

Kveðja nýji Jón, mamma og pabbi. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ er með hugann hjá ykkur .Gangi ykkur vel og munið að það er skjalblökuhraði í þessu ferli öllu saman,  hjartans kveðjur .

magga Hjalm,,,,,, (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 00:50

2 identicon

Frábærar fréttir af ykkur og gott að sjá brosið á Jón Þóri. Húmorinn í lagi þar.

Gangi þér sem allra best vinur.

kveðja úr Kántrýbænum

Valdimar frændi á Skagaströnd (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 09:47

3 identicon

hæhæ gaman að sjá brosið hja þér jón þór þú ert nátturleg perla    viktoria unnur segir hæ hun situr herna og er eitthvad ad segja mer ad skirfa þetta og hitt hehehehe  og setja annan broskall hun valdi þetta fyrir þig jón þór en gangi ykkur vel við fylgjumst með ykkur alla daga    elskum ykkur rosalega mikið kv joa og co

Jóa,Halli,Viktoria,kleopatra og dexter (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 13:44

4 identicon

Góðar kveðjur til nýja Jóns :)

Kristin Pétursdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 15:09

5 identicon

Hæhæ

Mikið er gott hvað allt gengur vel hjá ykkur, góðar kveðjur til ykkar allra. :)

Baráttukveðjur :D

Ólöf Hallbergs (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 17:49

6 identicon

Frábæt að nýji mergurinn sé komin inn, gangi ykkur áfram alveg ofsalega vel

Jóhanna Þorvarðar (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 18:49

7 identicon

Gott að vel gengur, knús á ykkur öll.

Jóhanna Hallbergsd.

Jóhanna Hallbergsd. (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 09:49

8 identicon

Yndislegt hve vel gengur. Bestu kveðjur Hrönn Hafþórsd

Hrönn Hafþórsd (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband