28.3.2010 | 21:15
Hvað er klukkan.
Hæ hæ.
Þeir rugla mann nú alveg í rýminu þessir tjallar. Í morgun ætlaði gamla settið að mæta á sínum vanalega tíma og vissum við að það ætti að breyta blesssssssss. klukkunni þ.e. flýta henni um einn tíma en nei henni var seinkað þannig að við mættum ekki fyrr en kl. hálf tólf og fengum skammir fyrir bæði frá Jóni og hjúkkunni sem sá um hann ( Susan ) en það var nú allt saman í góðu.
Jón er bara hress hann er búin að vera að angra Susan í dag með því að halda niðri í sér andanum þannig að súrefnis mettun og púls er búin að vera í rugli en honum var hótað þannig að hann entist ekki lengi í því.
Jæja heyrumst seinna
Kveðja Sævör
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:17 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Mikið um hálkuslys og alvarleg brot
- Íslendingar ekki duglegir að fara í inflúensubólusetningar
- Kölluð út á mesta forgangi
- Valgeir færði Ingu textann úr Sigurjóni digra
- Til greina kemur að breyta íbúðunum
- Kölluðu til lögreglu á mótmæli Eflingar í Kringlu
- Titrings gætir einnig í Ráðhúsinu
- Svona eru tilviljanirnar fyndnar
Athugasemdir
HæHæ.
Frábært að heyra hvað allt gengur vél; Jón þú ert hetjan okkar og ekki er verra að hafa húmorinn í lægi, ekki slaka þar á. Hér í firðinum fallega er bara norðan garri og kalt,vorum að koma vestur af árshátíð Samherja sem haldin var í gærkvöldi, þar sem ég tók á móti viðurkenningu frá Samherja fyrir Einars hönd fyrir góða mætingu í starfi á liðnum árum.( ferðaávísun að verðmæti 100.000 kr frábært )
Baráttukveðjur frá Grafarliðinu.
ÓliSiggi (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 21:55
Hahah alveg kostulegt allt saman!! Hafið það gott :)
Marta Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 21:59
Dáltið líkt honum Jóni.
Vonandi breytist það ekki við nýja merginn, hehehehehe. Þó það sé annar blóðflokkur.
Gangi ykkur vel elskurnar
kveðja, Halla og Þórhallur
Halla Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 10:37
hahahha jón þór :D ! þú ert æði!
Guðbjörg (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 18:07
Haha alveg típíst Jón, alltaf jafn stríðin :D
En gott að allt gengur vel..knús og kossar til þín Jón minn ;)
Herdís Lína (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 19:11
Frábært að allt skuli ganga svona vel. Kveðjur til ykkar úr kuldanum. Systa
Systa (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 21:46
Hæ hæ kæru vinir
Það er nú gott að allt gangi vel og gott hjá þér Jón að stríða þessum hjúkkum aðeins
Ég og Jakob vorum í borgini um helgina og tölvulaus........já það er furðulegt að segja frá því að það var ekki farið í tölvu alla helgina . Jakob stóð sig vel með þjóðlagasveitinni en þau unnu engin verðlaun að þessu sinni.
Jakob er ekki smá ánægður með nýju takkaskóna og hlakkar mikið til að geta prófað þá koss til ykkar frá honum..
Jæja knús til ykkar kærleikskveðja Gilla Árni og strákarnir.
p.s. Árni er að vinna í Búðardal núna og kemst vonandi heim á morgun.
gilla (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 21:50
hehe, góður Jón, um að gera og finna hvaða afsökun sem þú getur til að eiða tímanum. en ég sé þig allveg fyrir mér að gera þetta. fyndið, allt á fullu að pípa :P
vona að þér leiðist ekki of mikið. :* kossar og knús frá Íslandi
Anna Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.