Gleðilega páska elsku börnin, fjölskylda og vinir okkar.

Hæ hæ.

Hér í Nawcastle er búið að vera páskaeggja fjör Jón Þór hefur aldrei á ævi sinni fengið svona mörg páskaegg ekki einu sinni þegar hann var um páska á sjúkrahúsinu á Akureyri og allir hrúguðu á hann páskaeggjum hann sem gat ekki borðað þá frekar en núna en það árið þ.e. 2000 fegu systkini hans og við páskaeggjaveislu um haustið, það er á hreinu að þetta árið berum við ekki eggin heim.
Kallinn er mjög slappur í dag slímhúðin í hálsinum er að kvelja hann hann getur ekki borðað og varla drukkið fyrir verkjum, hann þurfti einnig að fá blóðflögur í dag vonandi hressist hann aðeins við það. En við höldum að hann sé bara fúll yfir því að hafa verið ræstur klukkan tíu í morgun, hann fær að sofa til ellefu í fyrramálið.
Hjúkkurnar hér dældu páskaeggjum í krakkana og páskakanínan líka, þær voru með samkeppni um hver væri með flottasta hattinn,setjum inn myndir af þeim, einu áhyggjurnar sem þær höfðu var að hjúkkurnar heima heldu að þær væru eitthvað kúg,kú en ég sannfærði þær um að þær væru ekkert öðruvísi en heima.

Hef verið að reyna að setja inn myndir en ekkert hefur gengið ætla að prufa Albúmið í kvöld.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör og Einar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn eða góða kvöldið alles

og gleðilega páska erum nuna að gera klárt fyrir Pál Óskar hér svo það verður örugglega nóg að gera hér í nótt,. En hvað um það N'YI Jón væri nu goður sem dissari hjá honum hahahahaha og flottar myndir af hjúkkunum , er nu samt sammála að þær eru svo lítið skrítnar , neinei bara djok þær eru mjög flottar .

Kær kveðja frá snjókistunni Siglo city Halli Lóa og co

Halli og Lóa (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 22:19

2 identicon

Góðan daginn elskurnar og gleðilega páska. Vona að allt gangi vel hjá ykkur.

Knús, Jóhanna Hallb.

Jóhanna Hallbergsdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 11:49

3 identicon

Sæl öll, gleðilega páska.

Skoooo..... hérna ..... öööhhh....ehhhh ...veit ekki alveg hvernig ég á að segja þetta ........... en .........aaaaa sko í sambandi við húfuna sem Einar er með á myndinni ............. hérna, ekkert rosalega flott !!!!  Bara svona svo að þið vitið það!!!

Bestur kveðjur af Barnaspítalanum.

ÁH

Ásgeir Haraldsson (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 12:26

4 identicon

Gleðilega Páska

Sko hérna ég hef ekkert páskaegg fengið,gæðum lífsins er miskipt ég hélt ég hefði gefið upp heimilisfangið mitt póstbáturinn kom en enginn pakki til mín,mig langar svo í eitt lítið páskaegg.

Kazimes vélstjóri vinur minn gaf mér að vísu súkulaðistykki en það er bara ekki það sama,Páskar eru mikil hátíð hjá pólverjunum leggja mikið upp úr páska máltiðinni margir flottir réttir skreytt og alles.hér er bíð að vera algjör blíða hef bara aldrei verið á sjó i svona góðri tíð ádur og mokveidi bara bíða eftir vinslunni.Kær Páskakveðja til ykkar allra sérstaklega til sjóarans síkáta Jón Þórs en ég mun að sjálsögðu af minni fórnfísi hjápa þér með páskaeggin

Jói Polonus Lófóten Norge(svona ef einhverjum vantar heimilsfangið.

Johannes Þorvarðarson (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 13:22

5 identicon

gleðilega páska elskurnar, þó það sé seint.

var nefnilega á Sigló um páskana og engin tölva og ekkert net.

En elsku Jón Þór minn.  Heldurðu ekki að ég hafi fengið hraunmola handa þér, úr nýja eldgosinu.  Starfsmannastjórinn hér, yfirmaður minn, fór að gosstöðvunum á miðvikudaginn var og ég var búin að segja þeim hér í vinnunni að ég hefði ekki getað boðið  þér uppá neitt nema hraunmola frá Góu.  Henni fannst það ómögulegt svo hún tók með sér ekta hraunmola handa þér.  Nú þarf ég bara að finna góða öskju og koma þessu til þín minn kæri.  Einhversstaðar hér á síðunni var heimilisfangið á spítalanum.

Hafið það sem allra best elskurnar.

Kveðja,  Halla og Þórhallur

Halla Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband