Dagur 11.

 Hæ hæ.

Svona fyrir ykkur að glöggva ykkur er dagur 11 dagarnir síðan Jón fékk merginn.

Það er fínt að frétta af mér og Einari reyndar erum við ekki byrjuð á páskaeggjunum okkar en búin með hluta af eggjunum hans Jóns þannig að Jói minn þú færð ekkert hér, verður bara að láta Kollu gefa þér eitt þegar þú kemur heim.

Jón er óttaleg drusla núna hann getur hvorki borðað né drukkið þannig að í augnablikin er betra að fá hraunmolann frá þér Halla mín. Annars er hann komin með sondu þannig að hann nærist í gegnum slöngu núna á meðan slímhúðin er svona veik, nýrnastarfsemin er enn í ólagi og vonandi fer hún batnandi með meiri næringu og vökva í æð.

Annars er ég ánægð með hann frænda minn þótt hann hafi brotið páskaeggið sitt, hann getur vel við unað með dömuna og allan hennar landbúnaðar kvóta og hlunnindi.  

Já og Hulda til hamingj með afmælið í gær og Sindri til hamingju með daginn á morgun og Snædís til hamingju með skírnardaginn á morgun.

Heyrumst seinna.

Kveðja Sævör og Einar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðar kveðjur til ykkar,,, veit að þetta eru erfiðir dagar hjá honum Jóni núna en hugur minn og annarra Grundfirðinga er þarna úti hjá ykkur. Hér er bara búinn að vera hörkuvetur í dag. Takk fyrir að fá að fylgjast með.kv MH. 

Magga Hjálm,,,, (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 22:49

2 identicon

Hæ hæ elskurnar. Jæja Jón minn þú ert þá væntanlega ekki að hugsa um kleinur núna en það verður nú örugglega fljótlega höfum við trú á. Þetta kemur allt með þinni ótrulegu seiglu. Hér skín sól í dag í firðinum okkar fallega. Mamma þín virðist vera ánægð með kútinn okkar hann frænda þinn og skítt með helv........ eggið hahaha.Góðar kveðjur til ykkar.

kv frá Grafarliðinu.

Sjöfn (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 17:22

3 identicon

Hæ hæ kæru vinir

Var að spjalla við hann Jón á fésinu áðan og hann sagði mér að honum liði ekki nægilega vel það er nú leitt að heyra en vonandi fer þetta að ganga betur

Ég er að fara í borgina til að spila í úrslitum í blakinu og vonandi mun það ganga vel ,Jakob er að fara í Mosó til að keppa í babinton og Árni ætlar að vera með honum þar. Allt fínt að frétta héðan enda ekki yfir neinu að kvarta veðrið farið að skána og maður vonar bara að það snjói ekki meir . (allvega er ég búin að fá nóg af snjó í bili) hahahhaha........

Góðar kveðjur til ykkar Gilla,Árni og strákarnir..

gilla (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband