Erfitt kvöld af baki.

Hæ hæ.

Jón var bara mjög slappur í gær og er enn, en í gærkveldi var sondan að gera hann vitlausan og hann endaði með því að kasta upp bæði því sem hann hafði fergið í magann og sondunni. Hann fékk nýja sondu aðeins minni þannig að vonandi verður hún til friðs. Hann er með hita og verki í skrokknum en slímhúðin í munninum virkaði betri í morgun, ég var hjá honum í nótt og við munum vera hjá honum til skiptis á meðan hann er svona slæmur. Kallin mun bara móka í dag því hann er á miklum verkjalyfjum og öðrum lyfjum sem gera hann dasaðan.

Við fengum pakka í dag, en ekki frá Íslandi, hann var frá fólki sem við kynntumst  þégar við vorum með Valdimar hér úti, þau búa í Edinborg og heita Paula, Crek og Ryan Smith. Ryan er rúmlega ársgamall og var í beinmergskiptum hér á síðasta ári, við deildum saman íbúð í haust. Já é veit ykkur langar að vita hvað var í pakkanum ha ha ha það var forláta gufu suðu pottur, verður fínt fyrir Einar að fá gufusoðið grænmeti hann er svo mikið fyrir Það. 

Jæja annars höfum við það bara ágætt held að sumarið sé komið allavegana er að hlýna og gróðurinn komin þokkalega vel á veg.

Heyrumst seinna.

Kveðja Sævör.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elskurnar

Er með hugan hjá ykkur eins og alla daga 

Kær kveðja og knus yfir hafið til ykkar allra Halli og Lóa

Halli og Lóa (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 12:10

2 identicon

Hugsa til ykkar, vona að strákurinn hressist bráðum

Knús

Jóhanna Þorvarðard. (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 12:56

3 identicon

Hér er líka komið vor, það er að segja hjá þeim sem eiga heima sunnan heiða hitastigið hangir réttu megin við núllið (7 stig í dag, hjúhú), alveg að koma tími á hjólatúra! úff! Hafðu ekki áhyggjur af honum Jóa það er enn til afgangur af páskaeggjum hér út um allt hús ..., ókei, ókei ég skal kaupa handa honum eitt Við erum að fara með unglingastigið í leikhús í kvöld að sjá Gauragang, vona að Snædís skemmti sér vel. 

bestu kveðjur til ykkar allra

Kolla

Kolbrún Reynisdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 13:25

4 identicon

Halló halló, aðallega bara að kvitta fyrir mig og til að senda hlýja strauma til ykkar. Ekki spurning að hann Jón Þór verður ekki lengi að hrista þennan slappleika af sér. kærar kveðjur til hans frá Fagurhólnum

Kristín (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 15:10

5 identicon

Bestu kveðjur til ykkar í úttlandinu :)

Luv ya

Rósa Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 16:02

6 identicon

hæ hæ

við hugsum mikið til ykkar elskurnar og sendum ykkur allar okkar bestu hugsanir og bænir. Við vonum líðanin fari að batna hjá Jóni.

bestu bata kveðjur og knús til ykkar :)

Guðrún Sonja (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 17:57

7 identicon

Hæhæ krúslurnar mínar
Er með hugann hjá ykkur, hér er vorið sko komið, 20 stiga hiti og voða næs. alltaf nóg að gera og nóg að versla (t.d. skór). Baráttukveðjur úr þýskalandinu Dísa Dröfn!

Hafdís Dröfn (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 21:10

8 identicon

Baráttukveðjur úr skólanum. Þið getið þetta. Þið eruð öll hetjur.

Við hugsum til ykkar. Það verður fínt fyrir Jón að fá gufusoðið grænmeti þegar hann losnar úr sondunnu ;) Það væri nú ekki efst á óskalistanum hjá okkur :) :) Frekar djúsí borgari, pizza og nammi..... það er nú frekar eitthvað til að hlakka til að borða.

Bestu kveðjur til ykkar allra,

Rúna og Lilja í FSN

Rúna og Lilja í FSN (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband