9.4.2010 | 21:52
Dagur 14.
Hæ hæ.
Jón Þór er en mjög slappur hann er að rjúka upp í hita og mókir bara. Eina breyringin er að hann er farinn að verkjastilla sig sjálfur og vonandi hressist hann aðeins og mókir minna á morgun. Blóðgildin eru enn við 0 en það ætti að fara að breytast upp úr þessu þegar þau hækka þá gerist það hratt.
Ég og Einar fórum í okkar daglegu gönguferð (ok næstum því daglegu) skelltum okkur í bæinn á kaffihús og fyrir valinu varð Starbucks við Elden Square sem er í hjarta bæjarins nei fyrirgefið borgarinnar. Þar fórum við og pöntuðum okkur kaffi í mestu makindum það er að segja þegar við vorum búin að tönglast á því að við værum Norsarar því inn hékk auglýsing með mynd þar sem auglýst var eftir Íslenskum bóndadurg sem hafði hnupplað drykkjarkönnum þar á síðasta ári . Það sem ég skammaðist mín.
Hér inni á stofunni hans Jón er angandi brunalykt, held að það sé að kvikna í loftræstikerfinu því hér inni er búið að vera hitabeltisloftslag síðan við komum fyri fjórum vikum, nei nei hjúkkan kom og sagði að öryggiseftirlitið hefði sagt okkur að það væri allt í lagi með allt saman.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Knús og kossar til þín Jón minn :)
Herdís Lína (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 22:26
Gangi ykkur sem allra best :O)
Helga Hallfríður (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 07:09
vonandi fer Jón að hressast.
Bestu kveðjur til ykkar allra :)
Guðrún Sonja (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 09:47
Baráttu kveðjur til ykkar, þið eruð ótrúlega dugleg, kv Anna (var á barnadeild Fsa í denn ;) )
Anna Lilja (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.