13.4.2010 | 08:49
Dagur 17 og tölur upp.
Hæ hæ.
Blóðprufur eru á uppleið, nautrofílar eru 0.02 smá ljós frammmundan. Ef þeir hækka ekki meira á morgun á að gefa honum lyf sem sparkar mergnum hans Jóns af stað. Hann er enn að fá hita og það er búið að breita sýklalyfjunum aftur og bæta við sveppalyfjum. það er ekki vitað afhverju hitinn er, en vonandi hættir hann að rjúka upp með nýjum lyfjum.
Jón var hress í morgun það var komið með þrekhjól inn í herbergið til hans markmiðið er að hjóla heim, held að það séu um 1000 km heðan og til Íslands hann er komin 2 km. á leið þetta kemur með aukinni orku.
Já ég átti að bera framm kvörtun frá Jóni hann er ekki búinn að fá neinn pakka frá Íslandi og ekkert kort eða...... en við erum búin að fá pakka frá Edinborg og líka búin að senda kort og pakka til Íslands.
Heyrumst einna.
kveðja Sævör
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kvörtun móttekin, það er langt síðan það var farið að spekúlera í pakka en svo varð svo flókið að borga og senda, en þetta reddast bráðum :-)
Marta Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 10:48
Pakkinn farinn af stað með hraunmolanum, vonandi kemst hann alla leið.
Gangi ykkur vel elskurnar.
Kv. Halla og Þórhallur
Halla Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 11:50
Komið sæll
Allt upp á við er gott.Ég á við sama vandamál hér enginn pakki kominn og nú er það of seint ég tek olíu i Honnigvag i Norður Noregi á fimtudag og skipti þar við Flosa kem heim á föstudagsmorgun og ætla að kaupa mér nammi bara fyrir mig i fríhöfninni.Það gæti verið að ég komi til Bretlands eftir rúma viku þarf kanski að taka Brekst skipstjórapróf á nýja skipið.Kanski maður geti komið við og fengið bita af páskaeggja hrúunni,annars goð kveðja er nuna i 71*05n 22*17e svona fyrir nýbakaða siglingafræðinginn
kv Jói
Johannes þorvarðarson (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 15:35
Hæ hæ kæru vinir
Ég skil vel að Jón sé orðin svektur að hafa ekki fengið pakka , það verður nú að bæta úr þessu og mér sýnast viðbrögðin vera á þá leiðina að nokkrir pakkar munu berast honum
Það er búið að vera yndislegt veður hér á Sigló í dag og maður sannfærðist um að vorið væri á næsta leiti þegar við vöknuðum við fuglasöng í morgun, bara frábært alveg komin með nóg af þessum snjó. Ég fór suður um helgina til að keppa í blaki við töpuðum báðum leikjunum en vorum samt bara nokkuð sáttar Jakob keppti í babinton og það var ekki heldur að ganga nógu vel hjá honum.
Við sendum kærleikskveðju til ykkar og vonandi fer batinn bara uppávið, Jón er soddan hörkukall. Gilla , Árni og strákarnir.
gilla (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 16:40
Hæ, þið "alltof langt í burtu"!
Baráttan heldur áfram hjá ykkur og Jón alltaf fremstur meðal jafningja. Hvað vegalengdina varðar þá hefst hvert ferðalag á einu skrefi, hvort sem það er leiðin heim aftur eða til heilsu. Það er bara að muna það Jón minn, í öllum þínum raunum að þetta hefst að lokum
Hér í Grundó er rigning og rok svo þið skuluð endilega halda áfram að spóka ykkur í góða veðrinu Sævör og Einar og afneita þjóðerni ykkar fram í rauðan,,,, ég hef sagt ykkur það áður, að vera ekkert að flagga því hvaðan þið komið á þessum viðsjárverðu tímum. Icelandig Viking,uhhhhh, nei!
Kalli er búinn að kaupa skýrsluna um bankahrunið og liggur yfir henni. Ekkert skemmtilefni þar á ferðinni og sorinn enn frekar dreginn fram í dagsbirtuna. Ég gleðst þeirri staðreynd að mínir vinir komu þarna hvergi nærri. Ég á bara góða og vandaða vini eins og t.d. ykkur, sannar hetjur og baráttujaxla.
Sendum ykkur okkar bestu saknaðarkveðjur,
Helga og Kalli
Helga og Kalli (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 21:12
Sendi mínar bestu hugsanir og kveðjur til hetjunnar sem berst nú eins og ljón við mein sín. Kv.
Unnur (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.