Hraunmolinn komin í hús.

Hæ hæ.
Hér gengur allt vel blóðprufur hjá Jóni á uppleið nauotrofíla komnir í 0.10 allt að ské. Hann er reyndar enn að rjúka upp í hita en læknarnir telja að það sé vegna baráttunnar í líkamanum því engin merki um sýkingu eru sjáanleg.
Það eru 1624 km. (bein lína)héðan og til Ísland þannig að þetta er sæmileg vegalengd að hjóla, Jón hefur verið latur við það enda með háan hita en Einar sér bara um það í staðin og gengur bara þokkalega er komin upp á Vatnaleið.
Það lyftist brúininn á Jóni þegar Einar kom með pakka til hans og reyf hann upp með látum, Halla takk fyrir frá Jóni hann er ánægður með hraunmolann og lyktin af honum er yndisleg fanst okkur, lykt af heiman.

Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör, Einar og Nýji Jón með nýja hraunmolann.
P.s. reyni að setja myndir í albúmið 2010


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Njóttu þess bara að skoða hann Jón minn, og lykta af honum og þið öll.

Bestu kveðjur og ósk um gott gengi.

Kv. Halla og Þórhallur

Halla Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 14:46

2 identicon

flott að allt gangi vel :) knúúús til þín jón ;* og ykkar !

Guðbjörg (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 16:22

3 identicon

Góðan daginn elsku dúllur hehe

þetta með hraunmolan er GAMALLT kominn nytt nuna hahaha en samt gott að þu fekkst hann svona fljott við sendum bara ösku til ykkar , er að blása núna kanski verður hann hjá þér á morgun.. en samt flottar myndir af þér og flýttu þér að hjóla heim átt smá spöl eftir !!!!!!! Kær kveðja til ykkar og knús á línuna Halli og Lóa

Halli og Lóa (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 10:48

4 identicon

Duglegur ertu Jón Þór, þú átt vona á pakka frá okkur vinunum á næstunni þegar við verðum búin að græa þetta ;)

Gott að allt gangi vel :)

knús og kossar

Herdís Lína (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 11:49

5 identicon

Hæ Jón Þór og Sævör og Einar.

Það er bara Ísland sem sendir ykkur ösku alla leið yfir hafið  Segðu svo að þú fáir ekki pakka að heiman. Vonandi gengur vel hjá ykkur. Gott að fá reglulega fréttir frá ykkur. Kveðja Hrafnhildur

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 17:03

6 identicon

Gott að fylgjast með ykkur og barátturkveðjur til Jóns og ykkar allra. Jón,  hún systir þín stóð sig alveg frábærlega  á sýningunni í gærkveldi, þetta var svaka flott hjá þeim öllum. Vel valin músík og allt. Þú hlýtur að fá sendan disk með upptökunni af sýningunni. Með rigingarkveðju úr Grundarfirðinum. kv.Hjödda

Hjördís Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 19:54

7 identicon

Hæ hæ kæra fjölskylda,gaman að lesa að allt gangi vel. Við fengum að fara og sjá for frumsýningu á Blúndubrók og brilljantín og hún stóð sig alveg með glæsibrag hún Snædís Ólafía. Við erum stodd hér í Florida í fríi og höfum það ægilega gott. Enn og aftur þá er þetta notalegt fyrir okkur að geta fylgst með hvernig gengur hjá Jóni því hugurinn er alltaf hjá honum sama hvar í heiminum maður er. Kær kveðja frá okkur hér Gústi, Maja, Systa og Bent.     

Anna María og allir (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband