16.4.2010 | 21:58
Jón hefur fengið að heyra það.
Hæ hæ.
Hér eru allir að tala um Ísland og eldgosið í Eyjafjallajökli. Dr. Cant kemst ekki til Luxemburg á ráðstefnu því ekkert flug er héðan og allir kvarta, nei nei þetta er nú ekkert alvarlegt allt í léttum dúr. Hraunmolinn vekur mikla eftirtekt sérstaklega núna og hafa sumir gert sér leið inn til Jóns eingöngu til að skoða hann.
Jón er þokkalegur Þurfti reyndar blóð í dag en mergurinn dafnar bara þokkalega nautrofílarnir eru komnir í 0,33 og hvítublóðkornin í 132 að mig mynni, allt á uppleið eins og það á að vera.
Hér var bara sól og blíða í dag en svo snjóar bara heima. Heyri að allir sem fara á Blúndubrókina sé ánægðir með söng og dansleikinn, vonandi fáum við senda upptöku af honum svo við getum notið hans með ykkur.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Viðskipti
- Bjartar horfur á innlendum markaði 2025
- Tala sama tungumál og viðskiptavinir
- Gengið vel að sækja tekjur
- Samningur um kaup Styrkáss á Krafti felldur niður
- Gervigreindin rétt að byrja
- OK og HP hlutskörpust í útboði Kópavogsbæjar
- Síðasta ár gott í ljósi aðstæðna
- Arion spáir 4,9% verðbólgu
- Fréttaskýring: Mestar varnir fyrir minnstan pening
- Breytingar á framkvæmdastjórn Skaga
Athugasemdir
Hæ hæ. Gott að heyra að Jón er allur á uppleið, hörkukall. Blúndubrókin var alveg frábær Snædís var rosa flott alveg upprennandi dansari og leikari. Ekki losnuðum við við Dóruna til Danaveldis, hún er föst á Djöflaeyjunni segir Leyfi. Og Jói kallanginn í reiðuleysi í Noregi og fékk bara kalda súpu í forrétt í kvöld. Gangi ykkur áfram vel og baráttukveðjur úr Gröf 1.
Sjöfn (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 22:56
Heilust öll þarna alltof langt í burtu,,, og kæmust ekki heim þó þið gætuð og vildu, pælið í því,,,,??? það er ný staða!!!
Dásamlegt að fá góðar fréttir af Nýja- Jóni því nóg hefur hann fyrir þessu blessaður drengurinn.
Það er óneitanlega farið að fara um mann við allar þessar fréttir af öskufallinu sem hefur svo víða áhrif á líf fólks og skepna. En ég má til að senda ykkur tvo góða brandara sem eru nú að ganga milli fólks hér heima,,,
Britain: WTF Iceland?!? Why did you send us volcanic ash? Our airspace has shut down.
Iceland: What? It's what you asked for isn't it?
No! Cash! Cash you dislexic fuck. CASH!
Iceland: Whoops . . . .
Memo to the British and Dutch Governments:
There is no C in the Icelandic alphabet, so when you ask for Cash, all you get is ash.
This is just a part of our master plan to get back at Holland and the UK for Icesave. First we melt our glaciers and sink Holland, then we starve the UK.
Kind regards,
Iceland
og líka þennan!
Fréttir herma að hið látna íslenska hagkerfi hafi átt þá síðustu ósk að öskunni verði dreift yfir Evrópu. Hafið það eins gott og þið mögulega getið og munið bara að vera ekkert að flagga því hvaðan þið komið, einmitt þessa stundina XXXHelga og Kalli (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 09:56
Hæ hæ, já nú kemst ég ekki af Djöflaeyjunni og aumingja mamma situr uppi með okkur Gerði litlu, meira ástandið. Held hreinlega að ég verði bara að sníkja far hjá Kollu frænku þinni með Dettifossi ef ástandið fer ekkert að lagast he he ! En ég fór á sýninguna hjá krökkunum á fimmtudagskvöldið og skemmti mér konunglega, Snædís er glæsileg og virkilega gaman að sjá hvað hún nýtur sín á sviðinu :) Gott að heyra að allt er í áttina hjá þér Jón minn. Við biðjum enn og aftur kærlega að heilsa héðan úr Gröf. Mamma greyið er hálf kvíðin með framhaldið og hvort hún losni yfir höfuð einhvern tímann við mig en við vonum það besta ;) Kv. Halldóra
Halldóra (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 11:35
Gott að allt gangi vel...planið hjá mér er að senda upptöku af blúndubrók og brilljantín á dvd disk :)
Herdís Lína (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 11:45
Sæl öll
Við fylgjumst hér vel með gosinu á mila.is og Lilja gefur okkur reglulega update ef bólstrarnir hafa hreyst eitthvað... mjög spennandi;)
Hér er sól og blíða en í frostmarki svo týpískt íslenskt gluggaveður en það kemur ekki að sök þar sem við erum einmitt í vinnunni...
Gott að heyra að það gengur vel, þokast allt í rétta átt.
Baráttukveðjur frá öllum hér,
kv. Hildur og Lilja H.
Stelpurnar af 22E (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 13:11
Hej her fra Danmark!
Det er dejligt at høre at Jón har fået det bedre. Vi kigger dagligt ind på bloggen for, at se hvordan det går hos jer. Vi lider de dag hvor Jón ikke har det så godt , men vi smiler også de dage hvor der er gode nyheder.
Vi føler med jer for det må være rigtig hår, at gennemgå det i gør så lang hjemme fra.
Jeg har ikke skrevet før fordi Lalli først har vist mig hvordan jeg gør.
Her er lidt nyheder fra DK. Vi har lige hentet vores nye campingvogn - den gamle brændte, men Lalli nåede heldigvis at slukke branden inden det gik galt - den stod lige ved siden af huset så det kunne have gået rigtig galt.
Vi skal til kåring med hingsten næste weekend så det var også på tide, at vi fik en campingvogn. Vi håber at det kommer til at gå rigtig godt til kåringen.
Jeg håber i kan læse min lille hilsen selvom den er skrevet på dansk.
Vi håber og krydser finger for en hurtig bedring.
De kærligste hilsner
Os i Danmark
Pia og Lalli (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 16:19
Hæ elskurnar, gott að allt gengur vel, hér hefur verið gott veður í dag, sól en kalt....... hafið það gott.
Kveðja Jóhanna Hallb.
Jóhanna Hallbergsd. (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 23:07
Hæ hæ mikið er nú gott að heyra að mergurinn sé farinn að taka við sér , Jón er soddan hörkukall . Já það snjóaði og snjóaði hér á föstudaginn verð nú að viðurkenna það að ér en allveg að fá nóg vil fara að fá vorið
Varðandi gosið þá held ég að maður geri sér enga grein fyrir því sem fólkið er að ganga í gegnum, öskufalliið er þvílíkt að það er eins og sé nótt allan sólahringin miða við fréttamyndirnar sem við höfum séð.
Gangi ykkur vel kæru vinir kveðja Gilla Árni og strákarnir.
gilla (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 10:08
Komið þið sæl englarnir mínir,það gleður mitt eldgamla hjarta að heyra að heilsa Jón Þórs sé á uppleið og ósk um áframhaldandi bata "stattu þig strákur minn ég veit þú getur það: Já jóa mínum hefur gengið illa að komast heim frá Noregi hann var nyrst í Noregi fyrir tveim dögum ætlaði þaðan með rútu til Tromsö síðan veit ég ekki meyra í bili, Kolla er fyrir austan fjall ég held nálægt Hellu í fermingarveislu.'Eg frétti af bleeesuðum drengnum mínum þegar hún kemur heim.Haha þar náði ég Halldóru því ég man ekki betur en kolla sé systir þín, allavega veitég fyrir víst að ég er mamma ykkar beggja en litla Gerður 'Osk er alger dúlla broshír og pattaraleg Sko dani komnir á netið, det var dejligt at se.Jáþað eru hörmungar sem dynja yfir bændur og aðra búendur á gossvæðinu,manni óar við fréttum og myndum í sjónvarpinu, í dag kom mynd frá bænum sem er næstur gossvæðinu og tekin út um eldhúsgluggann um miðjan dag það var algert mirkur og úti sá fólkið varla hvort annað öskumistrið var svo mykið,aumingja skepnurnar fá að fynna fyrir þessum ósköpum.Elskurnar mínar Jón þór,Sævör og Einar Guð gefi ykkur góða nótt.amma,mamma,tengdó.
Mamma (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.