20.4.2010 | 10:54
100% Nýji Jón dagur 25
Hæ hæ
Það eru bara góðar fréttir frá okkur hér í Newcastle, Neutrofílarnir eru með 100% virkni þannig að mergur gjafans er að virka í Jóni og það verður seinna staðfest með DNA prófi. Þannig að Jón er ekki lengur með Chronic Granulomatous Disease CGD. yndislegar fréttir og þökk sé læknavísindunum. Fleiri góðar fréttir Neutrofílarnir eru komnir í 1.54 og einangruninni er breitt í fjólubláa þannig að það verður gönguferð úti í dag og kallinn fær að anda að sér fersku lofti vel varinn með grímu fyrir vitunum sólarvörn á öllum berum blettum, sólgleraugu og derhúfu eða húfu, það er kalt en sólin skín og dagurinn á bara eftir að vera góður.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör
Set inn myndir í kvöld af Jóni í gönguferð.Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:04 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með þessar frábæru fréttir, gangi ykkur allt í haginn þarna úti, biðjum innilega að heilsa Jóni hér frá skólanum.
kv.Lilja
Lilja Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 11:05
Vá hvað það er gott að heyra :) til hamingju með góðu fréttirnar!
knús til þín jón! ;*
Guðbjörg (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 11:19
Kæri Nýi Jón. Innilega til hamingju Alveg frábærar fréttir og við á Fagurhólnum samgleðjumst þér innilega. Kærar kveðjur, Kristín og co.
Kristín Pétursdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 11:23
Til hamingju með þessar frábæru fréttir
Bestu kveðjur Arna P.
Arna Pétursdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 11:23
til hamingju kæra fjölskylda með þessar góðu fréttir :)
Guðrún Sonja (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 11:46
Til hamingju með þetta kæra fjölskylda. Kv. Anna Maria og Gústi
Anna María (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 13:22
Til hamingju með þessar frábæru fréttir keðja ú Fagurhólstúni 2.
Unnur Pálína (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 14:25
!!!
KV
ÁH
Ásgeir Haraldsson (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 15:36
Glæsilegt :) Þannig að nú fer Nýji Jón að arka heim á leið . Góðar kveðjur og til lukku með góðann árangur :)
Magga Hjálm,,,,,, (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 16:47
Frábært að heyra, til hamingju með þetta. Við biðjum kærlega að heilsa héðan úr Gröfinni.
Kv. Halldóra sem ennþá er strandaglópur hjá mömmu sinni sem er alveg orðin uppgefin á henni !
Halldóra (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 17:38
Gaman og gott að heyra þetta. Góðar kveðjur til allra frá Kántrýbæ!
Valdimar frændi á Skagaströnd (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 18:10
Þrefallt húrra!!! Sæþór segir að hér eftir verður haldið upp á 20. apríl sem 100% nýi Jón dagurinn - ekkert minna en pakkar og kökur . High five til þín Jón frá Hinna!
Jói er að verða hálfnaður á leið sinni heim, kom með Vesturvon til Færeyja í dag, á síðan flug til Köben seint í kvöld og til Íslands eftir hádegi á morgn og þá á hann bara eftir að keyra þennan stutta spöl heim til Grundarfjarðar;D
Það er allt að verða klárt hjá okkur Sæþóri og mikil tilhlökkun til helgarinnar.
bestu kveðjur
Kolla og strákarnir
Kolbrún Reynisdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 20:06
Hæ gamla sett og nýji Jón.
Stelpurnar á vaktinni sitja hér með mér og við lesum gleðilegustu fréttir ársins. Samgleðjumst ykkur innilega.
Vonandi hefur þú komist í göngu í dag, trúlega í betra veðri en hér heima. Ég lít út um gluggann hér í vinnunni og það er slydda úti. Ójá .
Baráttukveðjur til ykkar
Anna E. Svavarsdóttir
Anna E. Svavarsadóttir (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 20:35
hæhæ
þetta eru frábærar fréttir verð að skrifa hér Hann nýji Jón er búinn að fá nóg af mér á spjallinu hahaha nennti ekki að setja fleiri broskalla á hann .
Knús og kossar til ykkar Lóa og Halli
Lóa og Halli (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 22:06
bara 2 í viðbót hehe
Lóa og Halli (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 22:07
Frábært að heyra að vel gangi - til hamingju með það. kv. Erla Gull
Erla Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 22:08
DÁSAMLEGAR FRÉTTIR! Jón og öll hela familian! Til hamingju!
Þetta var þá eftir allt saman, mergjaður mergur
Sammála Sæþóri, þetta er klárlega dagur til að minnast og fagna.
Jón Þór II endurborinn!
baráttukveðjur úr snjónum!
Helga og Kalli (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 22:47
Hæ hæ
Frábærar fréttir :) til hamingju með þetta kæra fjölskylda,
gaman að fá að fylgjast með.
Kv Ella
Elínrós Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 08:30
Frábært að heyra að allt gangi svona vel.
Hlakka til að sjá þig Nýji Jón, þegar þú kemur aftur á klakann.
Hér er kalt, en sól og frábært gluggaveður.
Kveðja, Halla og Þórhallur
Halla Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 09:43
Hæ englarnir mínir þarna úti altof langt í burtu til að getað knúsað ykkur og faðmað öll þrjó, þettað eru þær dásamlegustu gleðifréttir sem ég hefi heirt og beðið og vonað að fá að heyra síðan þú fékkst nýja merginn elsku nýi Jón minn já það verður örugglega heilladagur í lífi þínu eftirleiðis. Eg get rétt ímindað mér gleði þína að fá að anda að þér hreinu lofti úti . Elsku Einar minn takk fyrir hvað þú stendur traustur við hlið Sævarar minnar og barna ykkar minn góði tengdasonur.Sævör mín ég elska ykkur öll slö og engum gleymt. Mamma.
Mamma (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 12:45
Sæl verið þið
Mér barst beiðni um að senda hjálp til ykkar og hefur því verið komið á réttan stað
með kveðju
Þór Gunnlaugsson
Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 13:19
Gleðilegar fréttir kæra fjölskylda, vonandi verður þetta allt upp á við kær kv.
Jenný og Hafsteinn (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 22:04
Tillykke Tillykke Tillykke til hele familien - det var den bedste nyhed vi nogen sinde har fået.
Jeg kan forestille mig hvor glade og lettede i er nu, hvor så tungt et åg er løftes fra jeres skuldre.
Da Lalli læste nyheden jublede han så højt at jeg og hundene blev helt forskrækket.
Jeg kan forestille mig hvor glad Jón han bliver for den friske luft - nyd det min ven du har så sandelig fortjent det og mere til.
Vi glæder os til den dag vi kan se jer igen. Gud hvor ville vi gerne være hos jer.
Endnu engang et rigtig stort TILYKKE.
Pas godt på hinanden.
De kærligste hilsner
Os i DK
Pia (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 22:05
Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei.
Bestu fréttir sem við gátum fengið :)
Ástarkveðjur
Rósa Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 00:11
Til hamingju með daginn, þetta eru dásamlegar fréttir af ykkur duglega fjölskylda. Borðar nýi Jón líka ristað fansbrauð og eplasafa eins og sá gamli gerði forðum. kv. Anna Lilja sem vann barnadeild Fsa
Anna Lilja (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 09:50
Til lukku Nýji Jón, þetta eru nú frábærustu fréttir sem ég hef fengið lengi og ekki slæmt að taka svona gleði með sér inn í sumarið - Hlakka til að sjá ykkur og nú er bara stefnan að ná góðri heilsu og koma heim á klakann. ; ) LUVYU
Kveðja frá Flottustu Hafnfirðingunum.
Jóna Fanney (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 17:54
Frábærar fréttir, vonandi gengur allt vel áfram.
Gleðilegt sumar öllsömul.
Bestu kveðjur Sævar og Ella
Sævar og Ella (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 18:34
Hæ nýi Jón Þór krúttið mitt Gleðilgt sumar aftur þó ekki sé sumarlegt hér í Grundó snjór á jörðu og í fjöllum í kring um okkkur það var alhvít jörð þegar ég vaknaði kl. átta í morgun. Amma gamla var í partí með hinum heldriborgurunum kaffi og kökur ,við erum að fara til Borgarnes í bodciakeppni 15.maí. Ég er að læra að setja inn myndir átölvuna mína og prenta út til að senda ykkur. Ég þarf varla að segja þér hve hamingjusöm ég er yfir að það gengur svo vel hjá þér elskan mín en samt ,húrra fyrir þérog stattu þigstrákur ,ég hlakka til þegar þú ert búinn að ná þér og komist heim. Ég byð að heilsa minni elskulegu dóttir og tengdasyni. Ég elska ykkur öll. ´´´´Asdís amma.....
Manna (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 19:22
Hæ hæ snúllurnar mínar. Til hamingju öll ,þetta eru aldeilis frábærar fréttir af nýja Jóni. Gangi ykkur vel áfram. kv úr Gröf1.
Sjöfn (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 20:23
frábærar fréttir....gleðilegt sumar öll sömul.hlökkum til að hitta ykkur í maí.
anna og hrund (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 20:24
frábærar fréttir Til hamingju duglega fólk
kv lóa og co
loa odds (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.