Gleðilegt sumar til ykkar allra.

Hæ hæ.

Það var nú engin skrúðganga hjá okkur í dag Jón hafði ekki orku til að fara út og svaf meira og minna, en við Einar örkuðum í bæinn að kaupa handa honum sumargjöf. Við röltum inn í þetta fína sund og fundum þar sjoppu með hinu og þessu, keyptum nunnu gotsilla, sparibauk fyrir þá sem vilja verða milljónamæringar og dauðamynntur síðan fórum við í pundbúð og versluðum margt nytsamlegt eða þannig já Jón vildi láta koma sér á óvart held að okkur hafi takist það með fjölbreytninni.

Gönguferðin í fyrradag var gleðileg fyrir Jón skrýtin tilfinning að koma út eftir fimmvikur sagði hann.img_6182.jpg

Gærdagurinn var nú ekki skemmtilegur Jón þurfti að fara á annan spítala (RVI) til að fara í maga og ristilspeglun, hann er búin að vera með slæman niðurgang sem læknarnir halda að sé höfnun, það er mergurinn er að hafna meltingarveginum vegna þess að Jón er búin að fá svo oft sýkingu þar. Það tekur einhvern tíma að fá niðurstöður, ef það er raunin að þetta sé höfnun merkir það ekki að það sé eitthvað óyfirstíganlegt heldur þarf hann að fara á stera og meiri ónæmisbælingu og lengir tíma okkar hér úti vonandi verða niðurstöður Jóni í hag.

Hér á deildinni eru allir fegnir að flugið sé byrjað aftur því það þurfti að hætta við niðurbrot hjá einu barni því mergurinn átti að koma frá Ísrael og ný börn komu ekki inn, en allt er komið í gang aftur og vonandi gengur allt upp hjá þeim sem eru að byrja í niðurbroti núna.

Já og Jón borðar enn bara ristað brauð og drekkur eplasafa, reyndar smá tilbreitni frá því hann var 6 ára og var á FSA hann drekkur vatn líka.

Heyrumst seinna.

Kveðja Sævör

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

váá .. ég meika vallað að vera inni veik í fjóra daga .. get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera inni í 5 vikur ;)
en vonandi að allt gangi rosa vel og góðar hugsanir til ykkar :) knús til ykkar og þín jón minn :))

Guðbjörg (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 21:21

2 identicon

Bestu sumarkveðjur til ykkar úr Kópavogi.

Kveðja Elínbjörg

Elínbjörg Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 21:25

3 identicon

Gleðilegt sumar!
Var að enda við að pakka inn smá pakka fyrir ykkur. hann verðu settur í póst í fyrramálið.
allt gott að frétta héðan, fer til Danmerkur á laugardagsmorgun.
knús.

Dísa Dröfn.

Hafdís Dröfn (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 21:41

4 identicon

Ha! Jón, borðarðu ekkert nammi? :D

Gleðilegt sumar kæra fjölskylda ;)

Marta Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 22:14

5 identicon

frábært að sjá að allt gangi svona rosalega vel :))))

Jóhanna Þorvarðardóttir (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 23:00

6 identicon

Hæ hæ kæru vinir

Okkur langar bara að segja Gleðilegt sumar

kærleikskveðja til ykkar Gilla Árni og strákarnir 

gilla (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 23:07

7 identicon

Gleðilegt sumar elskurnar

Vonandi gengur allt vel.

Kveðja

Jóhanna.

Jóhanna Hallb (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 00:10

8 identicon

Fæ ég ekki sumargjöf líka? :)

Uppáhalds sonurinn (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 01:56

9 identicon

Gleðilegt sumar

Vonandi gengur allt vel áfram hjá ykkur

Bestu kveðjur Lauga, Lalli og krakkarnir

Lauga (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 07:16

10 identicon

Vonum bara að niðurstöðurnar verði sem bestar ;)

Knús og kossar til ykkar :)

Herdís Lína (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 11:02

11 identicon

Gleðilegt sumar elskurnar

Vonandi gengur allt vel áfram.

kossar og knús

Halla og Þórhallur

Halla Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 17:47

12 identicon

Gleðilegt sumar elskurnar minar ég er nú bara heima í góðu yfirlæti að undirbúa fremingu Sæþórs her var sól og blíða í dag strákarnir fóru út á sjóstöng og hjörtur pabbi Hrundar fór með fengu helling og voru lengi út á firði að flaka verða sennilega ekki svona gráðugir næst vona að þú komist sem fyrst út aftur Jón minn óli og þeir á Þorvarði komu með fullt skip í dag svo þeir hafa tekið gleði sina aftur annars bara góð kveðja frá Grundarfirði

Jói

Johannes Þorvarðarson (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 22:45

13 identicon

Gleðilegt sumar þið þarna öll!!

Vonandi gengur allt vel áfram hjá Jóni ,,,Þið öll eruð hetjur !!

Kveðjur Gestný

Gestný Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 22:50

14 identicon

Gleðilegt sumar til ykkar allra með óskum um góðan bata til Jóns

Kveðja frá Heiðu og J'oa á Dalvík

Heiðrún Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 11:16

15 identicon

Gleðilegt sumar, kæra fjölskylda.

Jón Þór, mikið hlýtur þér að vera létt að komast út eftir 5 vikur. Bestu kveðjur frá öllum í fjölskyldunni minni.

Svo eru 2 fréttir úr vinnunni. Þið hafið kannski frétt af því að annar af ykkar læknum er að flytja af landi brott, tímabundið. Og svo tókum við okkur til hjúkrunarfólkið á BMB að baka bakkelsi ofan í ,,gosfólkið´´ og björgunarsveitirnar fyrir austan. Bökuðum á gær og 2 fóru með herlegheitin austur í morgun. Fullur bíll af kökum og brauði.

Alltaf nóg að gera á BMB.

Sumarkveðjur Anna E. Svavarsd.

Anna E. Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 13:07

16 identicon

Gleðilegt sumar elskulega fjölskylda !

Við hugsum til ykkar og sendum ykkur jákvæða strauma .

stelpurnar á kvöldvaktinni (Ingibjörg, Sandra og Snjólaug)

22-E (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband