Góðar fréttir.

Hæ hæ

Héðan eu bara góðar fréttir netrofílarnir farnir að mjakast upp aftur eftir að vera eins í þrjá daga og niðurstöðr komnar úr speglunnni og sýnatökunni ÞAÐ ER ENGIN HÖFNUN Í GANGI já þvílíkur lettir og frábærar frettir það.

Jón er brattur að vanda skelltum okkur í langa gönguferð í gær alveg niður að ánni Tyne það var mikið mannlíf í bænum allir Newcastel aðdáendur á leið á völlinn til að taka á móti bikarnumvið  sáum bari þar sem ég er viss um að þeir vor ekki áður. Allavegana var gönguferðin góð og líka þetta fína veður og sól, ég held að sumarið sé komið hjá okku.

Setti inn nokkrar myndir í albúm 2010.

Takk fyrir allar kveðjrnar alltaf gaman að lesa þær. Já má ekki gleyma þessu .

Til hamingju með fermingardaginn Sæþór minn og þú manst hvað við töluðum um eigðu góðan dag.  Frá uppáhalds bestu og skemmtilegstu og yndislegustu frænku þinni.      Sævör 

Heyrumst seinna.

Sævör


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll öll takk fyrir góðar óskir ,ég man þetta vel Sævör og hafið það gott kveðja frá öllum hér i Grundarfirði

kv Sæþór

Sæþór Jóhannesson (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 09:48

2 identicon

Hæ hæ kæru vinir .

Mikið er nú gott að fá svona góðar fréttir af Jóni,hér hjá okkur er allt gott það er búið að fara í skarðið 2 daga í röð í dásamlegu veðri,Jakob er að taka sig til við að fara 3 daginn í röð en ég ætla bara að liggja í leti og skella mér síðan á gospel tónleika í kirkjunni kl 14.

Kærleikskveðja frá okkur Gilla Árni og strákarnir.

gilla (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 10:57

3 identicon

Góðan daginn kæru dúllurassar

Þetta eru frábærar fréttir af honum nýja Jóni það verður gaman að kynnast honum nýja Jóni hinn Var frábær. hehehe Get alveg ímyndað mér hvernig var að vera laus úr þessari einangrun . Við þolum varla við í 3-5 dag . Hvað þá að vera í nokkrar vikur . En héðan er allt gott að frétta vinnum eins og vanalega alla daga . Sólinn er farinn að skína ,(kominn tími til ) er svo sem feginn að vera laus við veturinn.  Fer að koma að því að setja sumardótið út

En kær kveðja til ykkar dúllurassar hehehe

Halli Lóa og hinir hottintottarnir

Halli og Lóa (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 11:42

4 identicon

Sæl og bless,

Það er yndislegt að heyra að allt mjakast í góða átt hvað heilsu Jóns Þórs snertir.  Við biðjum kærlega að heilsa honum og ykkur. 

Gangi ykkur allt í haginn.

Gleðilegt sumar,

 Skúlína

Skúlína Hlíf Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 12:51

5 identicon

Frábærar fréttir....gangi ykkur rosalega vel duglega fjölskylda. Maður fær bara tár í augun:)  kv Lóa Odds og co

loa odds (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 13:12

6 identicon

Frábært að allt gengur vel. Ég bið kærlega að heilsa. Kveðja Systa.

Systa. (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 13:51

7 identicon

Líst vel á þessar góðu fréttir.. mikill léttir :)

Hafið það gott í góða veðrinu :D

Herdís Lína (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 17:20

8 identicon

Frábært að heyra þessar góðu fréttir :) Nú er hún komin til okkar hún Hafdís Dröfn. Jóhannesi finnst það ekki leiðinlegt en hann er búinn að vera eins og frímerki á henni síðan hún kom, frekar uppáþrengjandi hehe. Nú svo ef aumingja Hafdís ætlar að spjalla við litlu frænku sína þá er minn ekki eins glaður, en svona er þetta. Við ætlum svo að kíkja á Lalla frænda þinn í vikunni, eins gott að við fáum eitthvað gott með kaffinu hjá honum, kannski að skelli í vöfflur. Biðjum að heilsa ykkur öllum að sinni og hafið það sem best. Ég segi ykkur svo einhverjar skemmtilegar hrakfallasögur af Hafdísi þegar líður á vikuna hehe !

Halldóra (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 19:54

9 identicon

Frábærar fréttir :) Gangi ykkur vel :D

ólöf Hallbergs (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband