Man ekki númer hvað dagur er veit að 6 vikur eru komnar.

Hæ hæ.

Hér er allt fínt að frétta, hlutirnir ganga hægt og rólega neutrofílarnir eru á uppleið en núna vantar að einhverjar aðrar fílur hækki sig upp Limfosytarnir eru á niðurleið, það eru þeir sem vinna á veirusýkingum. Fórum í þokkalega gönguferð í dag, Jón var bara þreyttur eftir hana og lagði sig vaknaði frekar grömpi og reif úr sér sonduna, hann er búin að vera aumur í hálsinum síðan hann fór í magaspeglunina svo að hann fær tækifæri á morgun til að reyna að næra sig sjálfur.

Hér spilum við ruslakall eins og vitleysingar við erum orðin svo góð í honum að ég held við vinnum næsta heimsmeistaramót. 

Heyrumst seinna.

Kveðja Sævör.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil þig vel Jón minn, magaspeglun er ekki það skemmtilegasta... en ég er búin að setja pakkan í póst með myndbandinu af söngleiknum Blúndubrók og brilljantín, vonandi að hann komi sem fljótlegast til skila :)

Knús og kossar

Herdís Lína (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 10:58

2 identicon

Gott að heyra að allt gangi vel elskurnar.

Kemst þótt hægt fari, segir máltækið.

Kossar og knús.

Halla og Þórhallur

Halla Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 12:22

3 identicon

Hæhæ :) gott að allt gangi vel,,, magaspeglun er auðvitað bara ógeð á þessu stigi. En mér var sagt að góður gangur í svona bataferli væru tvö skref áfram og eitt afurábak :) Batakveðjur héðan úr góða veðrinu sól og 8 gr.

Magga Hjálm,, (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 12:47

4 identicon

Æjj... helvítis sonda...

Alltaf gott að lesa hérna Sævör, get ekki annað en hlegið þegar ég hugsa til þess þegar þið eruð að tengjast netinu... Jón sagði mér frá því um daginn og það rifjaði upp fyrir mér þegar ég mátti bara vera 15 mín í tölvunni á dag Og það tók ca 7 mín að ná loksins tenginu hehehe núna eru breyttir tímar.

 Bið voða vel að heilsa.

Bestu kveðjur

Lára

Lára Magg (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 15:51

5 identicon

Gott mál allt, sonda út ekki graft vs host og 100 % nýr Jón.  

Svona drengur slepptu eplasafanum

takk fyrir brandarana

Baráttukveðjur

Lúther

Lúther (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 17:14

6 identicon

Gleðilegt sumar og gangi ykkur vel.

Bynja (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband