Nýji Jón er 33 daga gamall.

Hæ hæ.

Hér eru aldeilis fréttir það á að sparka Jóni út og við erum á leið í half way house á fimmtudag.

Jón er  hress og kátur með sparkið út af deildinni og guðslyfandi fegin að þurfa ekki að fara inn á aðra deild því allar blóðprufur eru á uppleið og hann að myndast við að borða ( hann hefur nú svo sem aldrei verið neitt átvagl og eiginlega hálfgerð ættarskömm einn af þessum mjóa Varða ) já svo er bara að láta vikurnar líða í gönguferðum og hugguleg heitum. Hann skal sko fá að labba við verðum í íbúð nærri bænum og þar er stutt í  garða hér í borginni. Mér finnst Newcastle mjög falleg og skemmtileg borg hér eru mikið af grænum svæðum og görðum  að ganga niður að Tyneside (ánni ) meðfram kastalveggnum, kína bærinn og svo eigum við eftir að fara niður að strönd, allir segja að þar sé mjög falleg, fiskmarkaðurinn og hafnasvæðið, já ég mæli með ferð til Newcastle.

Það er að tínast inn pakkarnir einn frá ömmu sem var settur í póst fyrir gos og annar frá Sævarði, Jóni fannst hann ekkert merkilegur bara bækur og landakort ekkert til að maula eða neitt spennandi. En takk fyrir okkur og það er alltaf gaman að lesa kveðjurnar og athugasemdirnar. Ætla að setja inn myndir af vorinu hér í Newcastle.

Heyrumst seinna.

Kveðja Sævör, Einar og Jón Þór.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

góðan daginn dúllur

Flottar myndir af Nýja Jóni bara hálfur , spurning um að labba ekki að næsta bar eins og ég ráðlagði þvi hann kemur bara hálfur þaðan kær kveðja Lóa og Halli

Halli og Lóa (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 10:28

2 identicon

Fattaru þetta ekki Lóa, ég er bara á leiðinni í "half way house" ekki alla leið.

Jón Þór Einarsson (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 10:51

3 identicon

jippi kominn hálfa leið og nei ég fattaði þetta ekki ohoh

Halli og Lóa (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 11:27

4 identicon

Já Jón, þetta er svona eins og Jói, hann er "half way home" rétt kom heim til að ferma og var farinn á mánudagsmorgun til Rvík, þaðan keyrði hann til Akureyrar og ætlar síðan að leggja af stað heim seinni partinn í dag og ég veit svei mér þá ekki hvað hann stoppar lengi

Við leggjumst öll á eitt að fita Jón þegar hann kemur heim, Sæþór hefur séð til þess að nóg er til í frystinum.

frábærar fréttir og bestu kveðjur til ykkar allra

Kolla og strákarnir

Kolbrún Reynisdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 15:31

5 identicon

Ja hérna hér glæsilegar fréttir þetta, nú skal sko tekið á því. Með þessu áframhaldi verðið þið kominn heim í lok maí. Ekki að spyrja að honum Jóni, kallar ekki allt ömmu sína. Ég ásamt Gústa, Systu, Bent og tveim öðrum erum búin að vera í Orlando í tvær vikur og nú er komið að heimför sem við vitum ekki hvernig fer, kemur í ljós í fluginu hvort við lendum í Kef eða á Akureyri, spennandi tímar að vera að ferðast núna og vita ekkert hvort maður er að missa af flugi eða hvort maður svona yfir höfuð kemst heim. Þetta verður nú allt yfirstaðið þegar þið komið heim og ekkert vesen með flugið. Spurning ef við millilendum Glasgow að við kíkjum bara í heimsókn. Hehehehe. En enn og aftur frábærar fréttir af Jóni. Kær kveðja frá ferðalöngum í óvissu. Anna María

Anna María (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 15:41

6 identicon

Ásgeir Haraldsson (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 23:44

7 identicon

Áfram Jón Þór.... við horrenglurnar verðum að standa saman. Gaman að heyra hversu gengur vel hjá ykkur.

kveðja frá Kántrý

Valdimar frændi á Skagaströnd (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 08:47

8 identicon

Hæ englarnir mínir æðislegt að heira Jón Þór kominn úr prísundinni og tilbúinn að teiga hreina loftið ,þú færð að anda því að þér heldur betur ef mamma þín stendur  við það að þræla þér út á götum bæjarins. Ég skrifa meyra seinna er að fara að læra að setja inn myndir í tölvuna. bless englarnir mínir.

Mamma (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 14:45

9 identicon

Ég hef lengi fylgst með ykkur og veit að þið hafið þurft að þola margt og mikið en nú er loksins komið að stórum sigri, þetta fer svo vel að það toppar björtustu vonir allra. kveðja og góðar óskir,  Unnur.

Ókunnug. (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband