29.4.2010 | 22:54
Half way Hose á morgun föstudag.
Nú á endanlega loksins að sparka Jóni út við fórum að skoða húsið sem við eigum að vera í þetta er fínasta hús með fjórum herbergjum og alles nóg pláss ef þið viljið koma í heimsókn. Jóni hlakkar til að sleppa út af spítalanum en við þurfum að fara þrisvar í viku því hann er enn að fá sveppalyf í æð. og kallinn þarf að vera duglegri að drekka og borða þá verður bara stutt í að við komum heim þrjár til sex vikur ef ekkert kemur uppá. Hér hrúgast inn pakkarnir einn frá Sindara með disknum frá tónleiknum ætlum að horfa á þá annað kvöld ef orkaverður eftir og annar frá Þýskalandi Hafdís sendi Jóni Dóru Konna snákaspil, við erum búin að prufa það "rosa gaman" já og skömmin þín Jón er ekki nema sextán ára og þú sendir honum BJÓR! hann var ánægður með hann af því hann mun gera hann sexy og sterkann stendur allaveganaá flöskunni. Ætla reyna að setja inn heilar myndir núna.
Heyrumst seinna
Kveðja Sævör.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært að heyra svona góðar fréttir. Jæja Jón nú verður þú að verða duglegur að borða og drekka (ekki bjórinn skelltu honum í mömmu gömlu). Hef grun um að nýji Jón verði aðal kvennagullið í Grundó. Eins gott að þú farir að búa þig undir það Jón minn. Sól frænka þín er farin að labba út um allt og er dugleg að taka til. Hlökkum til að fá þig heim kveðja frá öllum á Bergi og sérstaklega Gosa gaur.
Anna Dóra (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 11:00
Hæ hæ
Gott að allt sé á réttri leið og mikið skil ég hann Jón að vera glaður að losna út ;)Þrisvar í viku er ekki neitt mál fyrir nýja Jón
Hér á Sigló er blíðskapaveður.
Garpamótið í sundi var að hefjast í dag og ég fór til að horfa á mikið dáist ég af þessu sundfólki (nú er bara að fara að sinda og sinda )til að taka þátt næst aldrei of seint Sendi smá blaðabunka og LAKRÍS sýnishorn til ykkar á fimmtudaginn vonandi kemst það til skila.
En þar til næst knús og kram Gilla,Árni og co.
gilla (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 19:42
Hæ hæ snúllur .Aldeilis frábærar fréttir af Jóni nú þarf ég að fara að skella í kleinur svo þær verði tilbúnar þegar þið komið heim. Já hún er agaleg Dísan mín ég held að belgarnir séu alveg búnir að skemma hana ,ekki mátti hún nú við því blessunin hahaha. Gott að kallinn er ánægður með BJÓRINN. Jón minn gangi þér vel áfram. Baráttukveðjur úr Gröf 1.
Sjöfn (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 22:21
Kæra fjölskylda, yndislegar fréttir af ykkur. Til hamingju með frelsið Jón Þór. Félagfræðin bíður svo bara í haust :-) Kveðja úr vorinu á 1.maí Hrafnhildur
Hrafnhildur Hallvarðs (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 11:26
Bara að bæta við, ef þér finnst félagsfræðin ekkert til að bíða eftir spenntur, þá er Sumarliði örugglega tilbúinn að fara með þig aftur í kaf :-) Kveðja úr Tjarnarásnum
Hrafnhildur Hallvarðs (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 11:29
Jæja Jón minn, nú var ég að skutla Hafdísi Dröfn í lestina, sjúkkkitttt !! Ég öfunda þig af bjórnum sem hún gaf þér, ekki kom hún með neinn til mín hehe en maður fer nú svo sem ekki heldur með kaffi til Brasilíu. En eins og við sögðum þér á skype inu í gær þá er ég dauðuppgefin eftir alla verslunartúrana með henni frænku þinni síðustu daga og þekki orðið hverja búð út og inn hér í Álaborg ;) En það er tómlegt í kotinu eftir að hún fór, það var voða gaman að fá hana í heimsókn og við Jói erum hálf einmana núna. Vertu nú duglegur að borða og drekka svo þú getir farið fljótlega heim í Fjörðinn fallega og farið í kleinur til Sjöbbu syss ;) Gangi þér áfram vel og hafðu það sem best.
Halldóra (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 12:28
sæl elskurnar mínar öll þrjú,það er stórkostlegt að heyra að þú nýi JónÞór dúllan mín sért að flitja út og í nýtt umkverfi.Vertu duglegur að ná þér í orku með fult af göngutúrum og hollum mat,ég veit að þú veist alt þettað sjálfur ;en aldrei er góð vísa of oft kveðin; ekki meir um það. Heirðu nú kallinn minn ég vissi ekki betur en þú værir aðal sjarmörinn í bæmum áður en þú fórst út hvað skeður þá þegar þú kemur heim allur endurnærður, ha ástfanginn,of ungur,ánægður örugglega,töffari kemur í ljós, en fyrst og fremst drengurinn hennar ömmu sinnar sæll og glaður að koma heim. Það hefði verið nær að gefa mér bjórinnha hahahaha Til hamingju með daginn 1Maí hann er nú tvöfaldur hátíðisdagur fyrir mig þar sem pabbi minn var fæddur á þessum degi fyrir 114 árum og virkur í verkalíðshreifingunni á meðan hann lifði. Ég fór á 1maí skemtunina hún var í samkomuhúsinu,það var góður ræðumaður aðeins 28ára sem hélt ræðu og svo voru skemtiatriði og síðan kaffi og tertur.Ég hlakka til að fá ykkur heim í Grundarfj. heim á Grundargötu 55. Við Snædís tölum altaf umm ykkur þegar hún kemur í mat í hádeginu,erum farnar að telja vikurnar,síðan,dagana og svo stundirnar þangað til þið komið Ég kveð ykkur núna englarnir mínir Guð veri með ykkur amma,mamma,tengdó.
Mamma (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 18:19
Heilsust, þið þarna alltof langt í burtu!
Með hækkandi sól og gleðifréttir frá ykkur í Newcastel ,,, hvað er hægt að byðja um meira?
Jói frændi, Kalli og tengdasynirnir fóru í blíðskapar veðri í svatfulgl í gær og til að gera fallega og langa sögu stutta, þá skulum við orða það þannig að það eru u.þ.b. 70 fuglum færri að dandalast í sínu annars tilgangslausa lífi,,þarna fyrir utan Það má t.d. skella þeim á grillið þegar þið komið heim og þá er tilgangnum náð!???
Kærar og saknaðarkveðjur,
Helga og Kalli (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 20:55
Knús á ykkur, gott að allt gengur svona vel :)
Kveðja Jóhanna.
Jóhanna Hallbergsd. (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 03:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.