3.5.2010 | 21:51
Dýrleg helgi að baki.
Hæ hæ.
Nú erum við búin að koma okkur fyrir í húsin, það er notalegt að þurfa ekki að fara upp á spítala á hverjum degi og Jón er glaður með betri nettengingu ( Donglið okkar ) það er netpunginn.
Við erum búin að hafa það bara huggulegt um helgina, hangsa og lesa, jón á netinu og gönguferð farin á hverjum degi. Tóku langa gönguferð í dag, villtumst aðeins eða réttarasagt vissum ekkert hvert við vorum að fara en komumst á leiðarenda fyrir rest, Jón aumur og sárfættur er á leið í fótabað.
Í dag kom heimahjúkrun og gaf Jóni lyf og tók blóðprufur, sem komu vel út. Á morgun förum við upp á spítala og hittum lækna og sjáum hvort allar tölur séu ekki á uppleið, á ekki von á öðru.
Jón er hress og matarlystin er í fínu lagi, mamma eldar ofan í kútinn sinn. Í gær fékk hann nautasteik reyndar steikta eins og skósóla "má ekki fá annað"en samt sáttur við það. Þetta eru tóm útgjöld hann er að verða eins og hít hann JÉTUR svo mikið, við sem erum búin að vera að reka ofan í hann mat ætli við þurfum ekki að fara að stoppa hann af svo hann verði ekki of feitur þessi elska.
Jæja heyrumst seinna og blogga aftur á morgun með fréttir af gangi mergssins.
settum loks inn myndir í albúm 2010. með þökk frábæru tölvunni hans jóns
Kveðja Sævör, Einar og Jón.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 5.5.2010 kl. 15:13 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ
Gott að heyra að allt gangi vel.
Bestu kveðjur úr sumarblíðunni á Akureyri
Guðrún Sonja (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 12:30
Sæl verið þið yndislegt að heyra að allt gengur vel. Hjúkka eignaðist í morgun hvíta sæta gimbur sem strax eftir fyrsta sopan fór að leika sér. Hún var nú ansi völt á fótunum. kveðjur úr sveitinni.
Anna Dóra (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 17:24
'otrúlegt að vita að þið séuð flutt af spítalanum og komin út í frelsið.
Ef mamma þín gefst upp á að elda ofan í þig Jón þá á Jói frændi alltaf eitthvað gott að borða, skata í gær og baunasúpa í dag, getur þú beðið um eitthvað betra??
Kolbrún Reynisdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 21:42
Hæhæ :) frábært að allt gengur vel .Gróðraskúrakveðjur héðan og hafið það sem allra best. kv. M.H.
Magga Hjálm,,,,, (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 23:42
Gott að allt gengur svona vel hjá Jóni, knús á ykkur
Kveðja Jóhanna.
Jóhanna Hallb. (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 02:00
Hæ hæ.
Eins gott að þú ert hress og glaður strákur, góður strákur minn. Láttu þér bara líða vel í þessu öllu.
Kveðja Rúna Ösp (og Systa:-).
Rúna Ösp og Systa. (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 11:28
Sæl öll sömul.
Það var notalegt að vakna í morgun og heyra í heimsins bestu mömmu tala í útvarpinu um hvernig gengi hjá "nýja Jóni þór".
Gangi ykkur vel og vonandi fer að styttast í að fjölskyldan geti sameinast að nýju.
Kv. Oddný, frænka Kristins Aronar c",)
Oddný Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.