Nýji Jón 40 daga gamall.

Hæ hæ.

Við erum komin heim í kofann( half way house) Jón var uppi á spítala að fá lyf og við fengum niðurstöður úr síðustu blóðprufum. Allar prufur fínar Neutrofílarnir komnirí 2.40 eru að flakka svolítið sem er eðlilegt og T sellur komnar í 11 og B sellur í 15 held að T eigi að vera 200. T er sellurnar sem berjast á móti bakteríusýkingum og B á móti veirusýkingum Ég vona að þið skiljið þetta hjá mér en þessar tölur eru það sem skiptir okkur máli í dag og næstu daga þangað til við komumst heim.

Ég var í viðtali í morgun útvarpinu á Rás 2 í morgun og talaði þar við Margréti, svolítið stressuð en held að flest sem ég vildi segja hafi komist til skila, vonandi. Já og við erum búin að horfa á tónleikana þeir voru frábærir og Íris á heiður skilinn fyrir alla þessa fyrirhöfn í kringum okkur. Eina sem var er að Valdimar fæddist á Siglufirð og var mjög stoltur af því.

Jói bróðir hringdi í morgun með upplýsingar um framboðslystanna heima en það virðist að enginn sem við tölum við viti hvaða dag á að kjósa það getur kannski einhver upplýst okkur um það.

 

Valdi og Hildur

Ekki má gleyma henni hjúkku, við erum búin að nefna gimbrina sem hún bar og heitir hún Hildur. Svona til glöggvunar er hjúkka rollan hans Valda sem hann á í sveitinni og mun alltaf vera rollan hans Valda. Þar sem við erum búin að borða Luther verður fínt að narta í hana Hildi í haust. Ha ha ha ha.

Heyrumst seinna.

Kveðja Sævör og kallarnir mínir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

Hæ hæ.

Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar laugardaginn 29. maí 2010. Og þá vitið þið það!!! Gangi ykkur áfram vel.

Kær kveðja Systa.

Systa (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 16:00

2 identicon

Já sæll það á bara að éta mig í haust, ég sem er svo fín til undaneldis:=) Við þurfum greinilega að ræða þetta betur þegar þið komið heim;)

Gott að heyra að það gengur vel og Sævör mín þú stóðst þig vel í viðtalinu í morgun, var ógeðslega montin af ykkur.

Faðmaðu hann nýja Jón frá mér, kv. Hilla pilla

Hildur (hjúkkan ekki gimbrin;) (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 20:43

3 identicon

Frábært viðtal við þig Sævör - ótrúleg hetja sem drengurinn er.. þarf nú sennilega ekki að segja þér neitt um það ;o) Vegni ykkur sem allra allra best með von um góðan bata.. kveðja Gunna

Gunna (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 10:40

4 identicon

frábært að heyra með drenginn:) gangi ykkur sem allra best:)

anna hermina (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 11:47

5 identicon

Hæ hæ. Þetta eru nú aldeilis góðar fréttir Jón ,og ekki amalegt að hugsa til þess að geta nartað í  hana Hildi í haust hahaha. Sævör mín þú varst agalega flott á rás 2 í gær. Krakkarnir í Lúðró eru á leið til Eyja og mér skilst að það sé einhver ólga í maganum á sumum en vonandi lagast það. Gangi ykkur vel áfram. Kveðja úr Gröf 1.

Sjöfn (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 21:44

6 identicon

Hæhæ , frábært að heyra hvað allt gengur vel. Ég get bætt því við að kosningarnar eru sama dag og Eurovision. Mörgum finnst það afleitt. Ef það væri ekki svona dýrt að fljúga á milli landa þá væri hún Guðbjörg sjálfsagt á leiðinni í heimsókn til að hrella Jón Þór aðeins, hehe.. kærar kveðjur úr Fagurhólnum.

Kristin Pétursdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 22:30

7 identicon

Gott að heyra að allt gengur vel elskurnar.

kossar og knús

Halla og Þórhallur

Halla Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband