Rólegt, rólegt og vantar sól.

Hæ hæ.

Hér er allt í þokkalegu lagi, Jón er reyndar slappur með verki í kviðnum og er að kast upp. Hann fór í ómun í dag sem kom vel út. Hann heldur að Brisið sé að angra sig. Fáum út úr prufunum á morgun þegar hann mætir á hælið. Já reyndar er komin sýking í línuna hjá honum og hann fær sýklalyf á hverjum degi núna við mætum annan hvern dag en hina dagana kemur heimahjúkrun og gefur honum lyfið.

Við erum bara í rólegheitum hér í kofanum og lesum og lesum og lesum. Gönguferð flesta daga en þær eru stuttar núna. reyndar fór ég í bæinn í klippingu og alles, lít bara þokkalega út og er sæmileg til fara.

Okkur langar í slúður af heiman setji inn línur. Þarf ekki að vera merkilegt, það voru engar fréttir af gosinu í blöðunum bara af glæpamönnunum.

Heyrumst seinna.

Kveðja Sævör.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ

Það er allt á fullu hérna á Íslandi bæði í gosinu og hjá glæpamönnunum en hvað er adressan hjá ykkur?

kveðja

Ása og Gummi

Ása (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 18:20

2 identicon

Hæ hæ. Hér eru bara fjárglæfrafréttir í fjölmiðlum og það vantar fleiri fangelsi og fangaverði. Við vorum að baka kleinur fyrir ykkur sem við ætlum að senda með Jóa á laugardaginn og nokkur slúðurblöð og bækur. Kleinubaksturinn var erfiðari en strandveiðarnar í gær segir Óli . Strandveiðarnar fara vel af stað róið á hverjum degi frí á morgun uppstigningadag og lofar þetta góðu fyrir Jón útgerðarstjóra. Jón minn, þú hristir þetta fljótt af þér og gangi ykkur áfram vel. kveðja úr Gröf 1

Sjöfn (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 20:21

3 identicon

Hæ hæ elsku rnar mínar það er altaf jafn brösótt hjá mér ég var búin að skrifa 10 línur fyrr í kvöld og allt datt út nú verður bara smá pistill.Ég ætla að skreppa í bæinn á morgun og vera eitthvað framm yfir helgi hjá Varða og Árnyu og skreppa líka í Sandgerði til Rósu gellu og í Garðin í barnaafmæli til Ásdísar.Við Sól fórum í barnamessu á sunnudaginn hún var alveg heilluð og stóreygð að sjá krakkana singja og leika og taka þátt í því líka.Jón Þór minn Óli Siggi er að fiska alt í kaf fljótur að láta þé batna svo hann klári ekki allan fiski  Bless bless amma. 

Mamma (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 23:42

4 identicon

Nú er ég mætt í Grundarfjörð og ætla að hafa það huggulegt yfir helgina. Fór til Jóa og Kollu í kaffi í dag og þar var boðið uppá dýrindistertu og fleira, alltaf gott að komast i svona veislu. Stefni á að heimsækja restina um helgina og éta ennþá meira haha. Vantar samt alveg ykkur í bæinn en í næstu hemsokn verði þið vonandi komin heim :)

mamma biður kærlega að heilsa

Bestu kveðjur úr firðinum fagra

Jóhanna Þorvarðardóttir (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 19:33

5 identicon

Heilsust þið þarna, alltof langt í burtu!

Þið eruð að kalla eftir fréttum, sem ekki eru tengdar eldgosi og hryðjuverkamönnunum sem lögðu efnahagskerfið okkar í rúst,,, hum? hum?  Nei, mér dettur ekkert annað í hug oh,jæja, túlípanarnir eru sprungnir út, það var sumarverður (í skjóli) á sunnudaginn var,en núna í dag hefur snjóað í fjöllin. Svo eins og þið sjáið, þá eruð þið að missa af,,,,, ekki neinu!

Elskulegi Jón Þór, baráttan hjá þér er greinilega ekki á enda, enn það kemur að því! Þangað til, sendum við þér okkar bænir og góðar strauma!

Bestu kveðjur

Helga og Kalli (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 20:32

6 identicon

Það er nú frábært að þið séuð komin út af spítalanum.  Hef fulla trúa á honum Jóni Þór. Kraftmikill drengur eins og þið foreldrarnir og því ekki við öðru að búast en að hann taki þetta með trompi og þið verðið komin til landsins fyrr en varir.  Eins og allir hér að ofan minnast á þá er nú ekki mikið að frétta annað en af glæpamönnum og eldgosi.

Það er gaman að fá að fylgjast með ykkur og hversu dugleg þið eruð í þessari baráttu.

Með kveðju

Kata (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband