15.5.2010 | 09:17
Við fáum heimsókn í dag.
Hæ hæ.
Jón er inni á spítalanum, hann var búin að vera að kasta upp, með verki í maganum og nærðist ekki nóg. Blóðprufur voru ekki góðar, þ.e. nýrna starfsemin var komin upp úr öllu valdi, en eftir að hann fekk vökva lagaðist það og allt er á réttri leið. Hann verður allaavegana yfir helgina inni eða þangað til hann getur faið að borða og nærast.
Við erum mjög spennt hérna Jói bróðir er að koma í heimsókn, það verður yndislegt að hitta einhvern að heiman. Hann ætlað að koma með kleinur frá henni Sjöbbu okkar handa honum Jóni. Það verður gerð undanþága, hann fær að borða kleinur þótt þær seu ekki bakaðar í dag, er viss um að matarlystin kemur með kleinunm frá þér Sjöfn mín.
Við erum búin að horfa á blúndubrókina, þetta var alveg meiriháttar hjá ykkur og ég hafði mikið gaman af. Snædís þú stóðst þig frábærlega, vildi að ég hefði verið á sjálfri sýningunni.
Hér er sumarblíða og sólin skín, held að sumarið sé komið.
Heyrumst seinna .
Kveðja Sævör.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Viðskipti
- Tala sama tungumál og viðskiptavinir
- Gengið vel að sækja tekjur
- Samningur um kaup Styrkáss á Krafti felldur niður
- Gervigreindin rétt að byrja
- OK og HP hlutskörpust í útboði Kópavogsbæjar
- Síðasta ár gott í ljósi aðstæðna
- Arion spáir 4,9% verðbólgu
- Fréttaskýring: Mestar varnir fyrir minnstan pening
- Breytingar á framkvæmdastjórn Skaga
- Ný Tesla Y kynnt
Athugasemdir
Komið þið sæl elskurnar mínar,mykið er yndælt að heilsan hjá þér er á uppleið og vonandi færð þú matarlistina þegar þú færð að borða kleinurnar hennar Sjöbbu þær svíkja engann Jón Þór min ,gangi þér vel að komast á fætur aftur og heim.Einar minn ég var að skoða myndina af húsinu ykkar og varð að stækka hana til að sjá þig betur og varð að fynna stækkunnargler til að sjá vöðvana á þér haha djók ég vona að dótttir mín ggefi þér vel að borða.Við Snædís vorum að spjalla um daginn um að það væri gaman að geta heimsótt ykkur þegar hún er búin í prófunum ég sagði að allt mætti athuga.Elsku Sævör mín ég byð Guð að gæta ykkar englanna minna,elskaykkur amma,mamma,tengdó.
Mamma (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 13:37
P,S, Er hjá árný og Varða og lifi hér eins og á 5.stjörnu hóteli er ansi hrædd um að ég fari heim með 6 önnur kíló á mér ef ég ekki passa mig,Árný er glæsileg að sjá með litla kút í maganum,ég tala nú ekki um Varða með fast bros á ásjónunni já töffari.Ég er að fara suður í Sandgerði á eftir og í barnaafmæli á norgun í Garðinum hjá Ásdísi skrifa meira seinna bæ bæ mamma.
Mamma (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 14:00
Knús, kossar og orka til þín Jón Þór minn ;*
Herdís Lína (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 21:20
hæ hæ kæru vinir.
mikið er ég nú búin að hugsa til ykkar , var að koma heim af öldungarmótinu í blaki og við gerðum okkur lítið fyrir og unnum alla leikina og þar að leiðandi deildarmeistarar 2010 í 4 deild, þannig að það er bara 3 deild að ári. Það var bara dugnaður í kalli á meðan búin að klippa runnana þrátt fyrir sliddu og kulda um helgina vonandi fer nú að hlýna hér hjá okkur . sendi ykkur góða og sterka strauma vonandi fer Jón að komast yfir þennan þröskuld. knús og kram til ykkar Gilla ,Árni og co
gilla (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 22:54
Farið þið vel með ykkur elskurnar mínar.
Og Jón minn, þú ferð örugglega að fá lystina aftur þegar þú ert búinn að fá þér svona tvær til þrjár kleinur að heiman. Það er allt annað en þetta enska drasl sem er boðið upp á þarna úti. Hehehehehee.
kv. Halla og Þórhallur
Halla Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.