17.5.2010 | 22:19
Jói kominn og farinn.
Það var yndislegt að fá Jóa í heimsókn. Hann kom upp á spítala til Jóns og okkar, Jón var nú ekki sérlega ánægður með hann því taskan með kleinunum varð eftir í Amsterdam og engar kleinur. Um kvöldið fórum við út að borða á þennan fína Tapas stað nammi nammi nammmmmmmmmm. Hann bróðir minn kom og spillti okkur og dró okkur út á lífið, við röltum um bæinn og þvílík mannmergð, bærinn var fullur að fólki úti á lífinu enda laugardagskvöld. Hetjurnar mínar og gallvösku sjómennirnir gláptu eins og lúðar og skulfu úr kulda við að horfa á stelpurnar hér, því þær voru flest allar klæddar í stutta kjóla eða pils, berleggjaðar í pinnahælum upp á 12 cm. Ég endaði með blöðrubólgu og var samt kappklædd. Alla veganna komumst við að því að ef þig langar út á lífið þá er fíntað gera það hér, svo er verið að tala um Reykjavík og unga fólkið heima. Daginn eftir með glær augu og höfuðverk fórum við til Jóns og sögðum honum af okkar bæjar rölti, hann ætlar í bæinn áður en við förum heim.Jói fór um miðjan dag með leigubíl til Hull, bílstjórinn kom með töskuna með kleinunum og bókunum sem hann vildi skila. Kleinurnar voru hálf étnar, vantaði einn poka og bókin sem Einar átti að fá frá Sólrúnu hafði hann stolið, við vitum ekki en hvaða bók þetta var. En kleinurnar fara vel í Jón enda það eina sem hann hefur borðað í viku.
Jón er enn á spítalanum og verður það í einhverja daga, hann getur ekki borðað og drukkið og er að kasta upp. Nýrna starfsemin er smá að jafna sig en hann er slappur, með verki í kviðnum og prufurnar eru í rugli, Neutrofílarnir og allt hrundi niður þegar nýrun voru ekki að hreinsa sig nógu vel. Þetta er allt keðjuverkandi, lyfin hafa áhrif á nýrun og nýrun áhrif á kviðinn og matarlystina. Vonandi nær hann sér upp fljótlega.
Já og það hlýst nú eitthvað gott af þessu gosi við náum að kjósa því konsúllinn kemst ekki í frí til Spánar. það er að segja ef það verður flogið heim og kjörseðlarnir verða komnir á morgun. Sjáum til.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:33 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Viðskipti
- Tala sama tungumál og viðskiptavinir
- Gengið vel að sækja tekjur
- Samningur um kaup Styrkáss á Krafti felldur niður
- Gervigreindin rétt að byrja
- OK og HP hlutskörpust í útboði Kópavogsbæjar
- Síðasta ár gott í ljósi aðstæðna
- Arion spáir 4,9% verðbólgu
- Fréttaskýring: Mestar varnir fyrir minnstan pening
- Breytingar á framkvæmdastjórn Skaga
- Ný Tesla Y kynnt
Athugasemdir
Jói hefur greinilega talið sig þurfa meira á bókinni að halda en Einar, svo ég ætla að leyfa henni að vera smá ráðgáta enn um stund. Þið skiljið þetta þegar hún kemst í ykkar hendur. Það á að vígja nýju flotbryggjuna og svæðið í kringum hana í dag og í gær var síðdegisútvarpið á Rás 2 sent beint út frá Kaffi 59. Batakveðjur til Nýja-kleinu-Jóns.
Sólrún (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 08:35
hæ Jón Þór þetta er Daníel frændi þinn sonur Ásdísar. Ég skil þig vel með kleinurnar því mér finnst þær líka góðar.Ég ætlaði bara að seiga að við erum með eins hárgreiðslu mamma snoðaði mig eftir að ég hætti að leika í Oliver Twist í Þjóðlékhúsinu.amma skrifaði til þín í gær sko amma Ásdís og sagði margt ljótt þegar að allt hrundi hehe bless
PS.láttu þér batna
daníel breki johnsen (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.