19.5.2010 | 16:46
Jón með útivist.
Það er útivistardagur hjá Jóni. Hann er með leyfi á daginn en þarf að vera inni í vökvun á nóttunni, sjá til hvernig þetta gengur í einhverja daga, hvort hann drekki ekki og borði nóg til að nýrun nái að hreinsa sig. Það er verið að minnka lyfin jafn og þétt og allt fer þetta eftir því hvernig blóðprufurnar eru.
Við skelltum okkur að kjósa í gær hjá konsúlnum honum Clive og atkvæðin eru komin í póst, vonandi skila þau sér. Fórum síðan í bæinn að versla spíttbát fyrir Jón og Einar fékk að sjálfsögðu líka einn lítinn. Í dag var arkað niður að tjörninni í Skírisskógi ( Paddy Fremann park ) og bátarnir tilkeyrðir. Jón er himinlyfandi yfir sinum en Einar pínu súr hans bátur er svo lítill og fer mjög hægt.
Jæja best að fara að elda handa Jóni hann hefur ekkert borðað í viku ( nema kleinur frá Sjöfn og Óla Sigga ) og vonandi tínist eitthvað í hann.
Daníel minn ég vona að Ásdís amma hafi ekki haft slæm áhrif á þig með orðbragðinu, en hún hefur tekið upp á þessu á gamalsaldri að skrifast á við kallinn í tunglin og blóta eins og argasti sjóari.
Heyrumst seinna.
Sævör, Einar með litla bátinn og nýi Jón með hraðskreiða bátinn.Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:16 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæhæ, bara að kvitta fyrir mig. Það er svo frábært að geta fylgst með bataferlinu hjá Nýja Jóni Kærar kveðjur, Kristín
kristín (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 21:56
Hæ hæ. Óli Siggi er ánægður með að Einar haldi sér í skipsstjórnaræfingu þótt hægt fari. Jón minn þetta fer allt að koma hjá þér, en shit hvað amma þín er orðin orðljót og barnabarnabörnin farin að tala um það henni er greinilega farið að förlast í faðir vorinu. Gangi ykkur vel áfram. kv. úr Gröf 1.
Sjöfn (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 22:57
Hæ hæ.
Gott að allt gengur vel. Kíki inn á næstum hverjum degi, en ætla nú ekki að gera út við ykkur með athugasemdum í hvert skipti
Annars er það helst að frétta héðan að hún Rúna Ösp fermist á sunnudaginn og hún er orðin MJÖG spennt. Búin að bíða í marga mánuði eftir að fermingardagurinn renni upp.
Bent spilar golf eins og hann fái borgað fyrir það (ekki lengur hægt að kalla þessa kalla sjómenn, nánast hættir að róa) og hann leyfir mér stundum að koma með
En bara bestu kveðjur frá firðinum fallega,
Systa (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 11:31
Hæ Sævör og strákar.
Þetta með hana mömmu þína. Er þetta eitthvað nýtt, að blóta eins og argasti sjóari !!!!! er ég farin að kalka eða hefur hún bara talað við okkur gaflarana svona áður????
Ég sendi þér svo póst á fésinu. Bestu kveðjur til ykkar.
Kveðja úr Hafnarfirðinum.
Anna E. Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.