21.5.2010 | 20:40
Jón er útskrifaður.
Hæ hæ.
Jón er útskrifaður af Breska hælinu (spítalanum) hann er bara hress og matarlystin er að koma. Við förum uppeftir í fyrramálið því Jón þaf að fara í blóðprufu og fylgjast með kallinum að hann drekki og nærist.
Sumarið er komið, yfir 20 stiga hiti og Einar sólbrunninn eftir sólbað í gær. Í dag fórum við í garðinn með bátana Einar er svo vonsvikinn með sinnað hann reyndi meira að segja að sökkva honum. Jón er aftur á móti glaður með sinn og stríðir börnunum í garðinum með því að láta bátinn frussa vatni yfir þau, ekki það að þeim leiðist neitt.
Í kvöl var grillið tekið út og grillaði hamborgarar, kallarnir sáu um það , það er að segja grillið (einnota grill úr Sainsbury's) og uppvaskið, mín sat bara, drakk rauðvín og gerði althitt.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:42 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Oh hvað við söknum ykkar, það er búið að marka um 300 lömb á Bergi og fyrsta folaldið fæddist í gær brúnn hestur. kveðja frá Bergi
Anna Dóra (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 01:37
Alltaf jafn stríðinn hann Jón híhí :)
Gott að allt gangi vel, knús og kossar ;*
Herdís Lína (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 01:43
Það er frábært að heyra að allt gangi svona vel
Hér er rosalega gott veður og tjaldsvæðið er fullt af húsbílum og fellihýsum og nú er fyrsta skemmtiferðaskipið að sigla inn fjörðinn fagra.
Ég handleggsbrotnaði í fyrrakvöld. Ég datt úr rólu út á leikskóla og var á línuskautum, og bara flaug fram fyrir mig og lenti með hendurnar fyrir framan mig ég hitti síðan pabba og hann fór til mömmu og við brunuðum til lækisins. Þá sagði læknirinn að ég væri brotin á úlliðinum og það kallaðis krumpubrot? og hann þurfti að gifsa hendina svo sagði hann að hann þurfti að setja gifs alveg umm á öxl... ég fór bara að hlæja, en síðan þurfti hann að gera það ! ég hélt að hann væri bara að grínast en hann sagði að ég þurfi bara að hafa það í 2 vikur og síðan fá annað gifs sem er minna í 2 vikur váaa geðveik byrjun á sumarfríi .. en þetta grær áður en ég gifti mig. Eins og mamma segir alltaf
Gangi þér vel Jón og hlakka til að sjá ykkur öll bráðlega :)
P.S. ég skil eftir svæði á gifsinu sem þið megið skrifa á
Gréta (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 10:34
Hæ hæ
Við erum í borginni því Lýður var að útsrkifast í gær sem fullvaxinn sjóar eins og Sæþór orðar það. Við fórum með drenginn út að borða á Hereford og hittum Skúllu frænku og fjölskyldu þar með nýútskrifaðan stúdent. Atli hans Gumma er síðan að útskrifast í dag sem stúdent úr Flensborg. Það er stórksrýtið hvað þessi börn eru öll orðin gömul
Vona að ykkur batni báðum sem fyrst Nýi Jón og Gréta .
Hrefna systir biður kærlega að heilsa.
Bestu kveðjur
Kolla og strákarnir
Kolbrún Reynisdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.