Hiti, hiti, hiti.

 Hæ hæ.img_6363.jpg

Hér er búið að vera dýrlegt sumarveður 28,5 stiga hiti. Jón mætti á hælið í blóðprufu og við í eftirdragi að sjálfsögðu. Það var ákveðið að skella sér út að St. Mary's ligthouse sem er við Whitley bay ströndina, þetta er viti með sögu frá 1700 og súrkál. Gengum eftir ströndinni og nutum blíðunnar og mannlífsins. Jón að sjálfsögðu kappklæddur til að klæða af sér sólina en við á sandölum, stuttbuxum og ermalausum bolum. Ég og kallinn erum steikt en Jón verður að vera með sólarvörn 30 til að hylja húðina því hún er svo viðkvæm eftir lyfjameðferðina.  img_6381.jpg

Já og blóðprufurnar kom ekki vel út creatinið ( nýrnastarfsemin) er upp aftur og Jón þarf inn á spítala í vökvunn í nótt og sjá svo til hvernig prufurnar verða á morgun.

Gréta mín vonandi verður þú ekki með gifs þegar við komum heim því við þurfum að minnstakosti að vera hér í mánuð í viðbót.

Snædís elskan við söknum þín og elskum þig. Já ykkur líka strákar.

Kveðja frá okkur Sævör, Einar og Jón.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hallóhalló

Hér er veðrið líka æðislegt, ótrúlega hlýtt og sól, er búin að liggja úti að tana mestalla helgina, þar sem ég er búin að vera ein heima á daginn, kíkti meirasegja niðrá strönd og lá þar hehe voða kósý.
Ég fór til Berlínar í seinustu viku, og skemmti mér konunglega, hitti þar íslenska stelpu og kíktum út á djammið og gerðum einhverja skandala af okkur. Ég er allveg heilluð af Berlín hefði ekkert á móti því að flytja þangað einhvern daginn.
Nú er ekki nema mánuður í að ég fari heim á klakann, er orðin voða spennt, hlakka til að komast í djammið á íslandi hahaha.
Mamma hristir bara hausinn yfir mér, hún segir að ég sé alltaf verslandi, hún er hrædd um að ég þurfi gám fyrir alla skónna sem ég hef keypt mér hérna, ég er samt ekkert of viss um það, mér finnst mér alltaf vanta fleiri.
Vonandi hittumst við næstu mánaðarmót á Klakanum,gangi ykkur vel, jón þú ert frábær!

Kveðja frá Dísu þýsku

Hafdís Dröfn (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband