Jón er úti.

Hæ hæ.

Þetta er að verða eins og með alþingiskosningar, er Jón inni eða er hann úti? Allavegana er hann úti núna og veður í blóðprufum þétt til að fylgja eftir nýrnastarfseminni.

Við erum orðin spennt því við eigum von á gestum í Júní Gilla og Árni ætla að koma og Snædís kemur með þeim til okkar, farin að hlakka til.

Við sendum engin skeyti ( fengum ekki blaðið með nöfnunum til okkar) þannig að til hamingju öll fermingarbörn á Grundarfirði, Siglufirði, Egilstöðum og Skagaströnd, vonandi var dagurinn ánægjulegur hjá ykkur og fjölskyldum ykkar.

Kveðja frá okkur í Newcastel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl kæra fjölskylda, nú hlýtur þetta að fara að ganga beina veginn og þið verðið komin heim í lok júní. Nýji Jón er allur að taka við sér, hlökkum til að hitta hann nú og ykkur líka . Ekki leiðinlegt að fylgjast með bátakeppni feðgana, sjáum þá fyrir okkur renna þeim á tjörnnin og hvað þá Jón að skvetta á þá sem ganga framhjá. Hér er stuð á strákunum bæði Siggi og Baldur komnir með bílpróf og bíða bara eftir að geta boðið Jóni á rúntinn, bensínkostnaður heimilana hefur rokið uppúr öllu valdi en þeir eru nú sem betur fer báðir komnir með sumarvinnu svo þeir fá að blæða sjálfir í sumar . Nú eru allir komnir í Eurovision stellingu og ég er viss um að það eruð þið líka en maður missir nú fljótt áhugann ef að Hera kemst ekki áfram.   Kær kveðja til ykkar allra frá okkur á Eyrarveginum.

Anna María (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 20:34

2 identicon

Ég get bara hreinlega ekki beðið eftir því að Nýji Jón stígi á klakann :)

knús og kossar ;*

Herdís Lína (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 21:51

3 identicon

Til hamingju með daginn Einar. Láttu nú kelluna stjana við þig og fáðu að sleppa við að skúra í dag. Kveðja til Nýja Kleinu Jóns úr bongóblíðunni í Grundó.

Sólrún (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband