28.5.2010 | 20:28
Gamli bara orðinn 51.
Hæ hæ.
Já hann Einar átti afmæli í gær, hér var haldið uppá það mér heljar veislu múgur og margmenni mætti. Ég og Jón Þór. Hann þurfti hvorki að skúra né vaska upp þessi elska og fékk sérmeðferð og afmælispakka stóran poka með mörgu í. Ég fór nefinilega í bæinn og skellti mér í pund búð, hann fékk skiptilykil, skrúfjárna sett með TOPPUM, Maltesér kúlur, Mentos, sokka Homer Simson, ausu, hálsmen gamalt sem hann átti fyrir en keðjan hafði verið slitin í nokkur ár, bjöllu sem á stendur Beer bell og er ég búin að vera sveitt síðan og á stanslausum hlaupum, bíðið aðeins það er hringt veð að þjóta. Úfffffffffffffffffffffffffff. Já og síðast en ekki síst fékk þessi elska Liverpool búning, hrikalega ánægður með sig. Gleymdi einu gaf honum þessa forlátu 20 ára Brandy flösku í trékassa, vá er ég ekki að vera búin að telja þetta upp. Hér var grillað ofan í alla veislugesti og bökuð Brownies. Bara yndislegt.
Annars fórum við upp á spítala í gærmorgun Nýji Jón fór í blóðprufu og fékk eitthvað lyf sem tekur þrjá tíma að renna inn. Mann ekkert hvað það heytir. Blóðprufur komu vel út Creatínið er komið niður í 125. Svo vonandi fer mergurinn að fara upp aftur. Neutrofílarnir eru í 1.59 og Lympositar í 0.69 það hrundi allt niður þegar nýrun fóru að vera með læti.
Já, var ég búin að segja ykkur að við eigum von á gestum, Snædís kemur með þeim þau verða í viku en Snædís í tvær og Sævarður og Jóhannes koma og veða í viku og fara með henni heim. Vikuna sem þau eru öll verður hér í Newcastel verður risa Tivoli ætli við skellum okkur ekki, já Jón verður bara með grímu.
Heyrumst seinna. Verð að hlaupa, bjallan hringir.
Kveðja Sævör.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þið vitið að ég á afmæli eftir tvær vikur. Gjafastandardinn er orðinn ansi hár miðað við þessu upptalningu hér að ofan, vænti þess að ég verði ekki fyrir vonbrigðum þegar ég kíkí á ykkur :)
Sævarður (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 21:03
hæhæ, til hamingju með afmælið Einar Frábært að krakkarnir ykkar séu að koma í heimsókn. Það verður örugglega líf og fjör. Bið kærlega að heilsa Nýja Jóni kv. úr Fagurhólnum.
kristín (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 21:51
Innilega til hamingju með kallinn :D Sá er ánægður með sig á myndinni. Kær kveðja til ykkar allra
Tommi, Rúna og Kristján Freyr
Tommi (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 11:43
Komiði sæl og Einar til hamingju með afmælið , þú ert ekki smá flottur í nýja búningnum.
Við fylgjumst með ykkur daglega og gagni ykkur bara vel.
Kv Leifi og Kiddý
Leifi (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 10:08
Til hamingju gamli.
Hafið það sem allra best.
kveðja,
Halla og Þórhallur
Halla Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.