31.5.2010 | 20:16
Við fáum gesti.
Hæ hæ.
Það hrúgast bara inn á okkur gestir, yndislegt. Óli Siggi, Sjöfn og Gréta ætla að fljúga til London og keyra síðan upp til okkar. Harka í þeim samkvæmt gogglinu tekur það 4 tíma og 54 mín. að keyra þessa leið. Dagatalið hans Nýja Jón er eitthvað að klikka þar stendur 128 dagar í bílpróf, 66 dagar Nýi Jón, 11 dagar í gesti, búin að vera 78 daga í Bretlandi, 20 dagar heim eigum bókað far þá þurfum að breyta því. Vonandi fáum við fljótlega að vita með heimferðina því Ásgeir ætlar að senda póst á gengið hér.
Við förum á hælið í fyrramálið Jón á að fara í blóðprufur, svo er bara að sjá hvernig þær koma út.
Tengdadóttir okkar (tilvonandi) á afmæli í dag þessi elska. Til hamingju með daginn elsku Sigurlín ( og Fanney líka svo hún verði ekki fúl)
Heyrums seinna.
Kveðja Sævör.
P.S. Gamla settið er eins og brunarústir sátum úti í morgun og lásum. Já og Óli Siggi ætlar að koma með bókina frá Sólrúnu, spennandi að fá að vita hvaða bók þetta er.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kær kveðja til ykkar allra og gangi ykkur allt í haginn
Til hamingju með afmælið Einar, afspyrnu ertu orðinn gamall.....en hérna þessi bjalla er hægt að fá hana til láns.
Okkar bestu kveðjur til þín Jón Þór minn og gangi þér vel vinur.
kveðja.
Valdimar frændi á Skagaströnd (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 20:54
Takk fyrir kveðjuna:)
Og, nei ég verð aldrei fúl Sævör! :D
Fanney Sumarliðadóttir (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 22:02
Hæ hæ kæru vinir við erum líka orðin nokkuð spennt að heimsækja ykkur ,samkvæmt okkar dagatali eru 8 dagar í það og vonandi verður sólin en til staðar hjá ykkur þá , hér er heldur kalt en þá ca 6-9 stiga hiti síðustu daga en spáin segir að það hlýni næstu daga
Kallinn er bara nokkuð flottur í nýja Liverpool búningnum,það er spurning hvort það þurfi að fjárfesta í svona þegar við komum.
þar til næst knús og kram Gilla og co
gilla (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 19:26
Hæ, þið þarna alltof langt í burtu!
Einar, bestu hamingjuóskir með daginn. Mér finnst nú búningurinn bara svona la,la!!! en Sævör, það er spurning hvort er mikið rauðara, bringan á þér eða rauðvínið ;o) Jón Þór minn það er mikið á þig lagt,,,, og þá er ég að tala um foreldra þína Gangi þér annars allt í haginn og vertu sérstaklega góður við hana Sjöbbu þegar hún kemur, hún er búin að leggja svo mikið á sig og svo verður Óli eflaust úttaugaður eftir að hafa keyrt alla þessa leið í V-umferðJá, það verður eitthvað þegar þið hittust loksins!!! Kveðja til allra!
Helga og Kalli (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.