Gestirnir hrúgast inn en við förum 25 júní.

Hæ hæ.

Hér eru frábærar fréttir við fáum að fara heim 25 jún. ef allt gengur vel. Creatínið ( nýrnastarfsemin ) hjá Jóni er aftur hækkuð en ef það fer niður aftur og helst þar er heimferð áætluð 25 jún. Tilhlökkunin er mikil og við með fiðring í maganum. 

Gestirnir komust til okkar eftir smá hrakfarir, Óli Siggi og familí keyrðu nefnilega frá London. Smá örðuleikar með vinstri umferðina og aðstoðar bílstjórinn (Sjöfn ) dottaði ekki eina einustu mínútu, og unginn í aftursætinu alltaf að segja foreldrunum að róa sig. Jóa bróður var alla veganna sagt að þau hefðu lent í Edinborg gist þar og verið 12 tíma á leiðinni. Fyrirgefðu Jói minn og vonandi muntu trúa mér næst þegar ég segi þér einhverja skemmtilega sögu.

img_3457.jpg

Við erum alveg dauðþreytt því þetta fólk er búið að vera vitlaus í búðum í allan dag og Jón er gengin upp að öxlum. Já hér er fjör hjá okkur en þau hanga nú samt yfir mér og ritskoða  allt sem ég skrifa og segi.

img_3458.jpg

Á morgun á að fara að skipuleggja sjómannagleðina okkar hér úti í Newcastle, það verður farið í leiki, t.d. reiptog, netabætning, kókosbolluát, skotkeppni ( ? ), ormakast ( hver fær besta smellinn með orminum hans Jóns ), kappát beint af grillinu en eins og við vitum er Óli Siggi sigurstranglegastur þar. Einar og Óli fara í Saynsburís að versla fyrir helgina meðan við hin tönum okkur á meðan, það á að ná í eitthvað gott á grillið, vökva og ekki má gleyma namminu handa Grétu og Nýa Jóni. 

Heyrumst seinna.

Kveðja Sævör, Eina,r Nýi Jón, Gréta, Sjöfn og Óli Siggi. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo tuða þau yfir verslunaræðinu í mér, þau eru ekkert skárri þegar þau komast í það að versla, hefði sko ekkert á móti því að sitja þarna með ykkur í sólinni, en það verður sko gert næstu mánaðarmót ;) Gaman að heyra góðar fréttir, hlakka til að fá að knúsa ykkur á íslandinu. Vona að helginn verði skemmtileg hjá ykkur, sýnist það allavega á dagskránni, Hehe ;) Ég ætla hinsvegar að liggja og tana alla helgina, það spáir allavega brjálaðri blíðu næstu daga :) planið var svo að kíkja í skemmtigarð með börnunum, (það var samt eiginlega mín hugmynd, mér finnst þetta svo gaman og ég veit að minni fjölsk þykir það líka hehe)

knúsar frá Þýskalandinu

Dísa Dröfn

Hafdís Dröfn (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 08:56

2 identicon

Kveðjur til ykkar allra, hér er bongó blíða....... hiti og læti

Jóhanna Hallb. (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 13:13

3 identicon

Frábærar fréttir!!! Góða sjómannadagshelgi  og góða skemmtun.

Systa (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 15:00

4 identicon

Þá er eins gott ég fari að drífa mig í að kaupa fötin sem mig langar í og senda á ykkur !

Sigurlín (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband