Sjómannahelgin og húllumhæ.

Hæ hæ.

Hér er allt á fullu búið að versla steikurnar, nammi og alles. Kallarnir skelltu sér í verslun í morgun og Gréta með. Hún átti að sjá um að þeir versluðu enga vitleysu en þið getið ímyndað ykkur hvernig það fór.

img_6476.jpg

Það var setið úti í sólinni í dag og haft það huggulegt. Óli Siggi var svo lífsreyndur eftir aksturinn í búðina að það var ákveðið að fara niður að Tynemouth ( mynni árinnar Tyne ) það var skoðaður kastali og skellt sér síðan á ströndina. Gréta, Sjöfn og Einar fóru í sjóinn á meðan Nýi Jón skimaði eftir berum stelpum. Kallinn er barasta að hressast.

img_3506.jpg

Jón er með bátinn sinn í slipp núna því skipstjórinn ( Óli Siggi ) klessti svo hressilega að það kom gat á stefnið. Held að það ætti að endurskoða skipstjórnarréttindin hjá honum bróður mínum, veit ekki hvort ég þori að senda Einar með honum aftur á sjóinn. Eins og sjá má verður þessi bróðir minn bara í kaffi um helgina.

img_6465.jpg

Gummi, Ása og Lovísa, Jón þakkar fyrir pakkann, þegar við komum upp á spítala beið hann þar og allt starfsfólið vildi fá að vita hvað væri í honum því á tollskýrslunni stóð ASH, ég sagði að þetta væri örugglega bara grín, ein hjúkkan var viss um að þetta væri eitthvað Íslenskt brauð. Þegar Jón opnaði pakkann og sá öskupokana var hlegið dátt og bréfið með var ánægjulegt. Hjúkkur og læknar komu að forvitnast um hvort þetta væri örugglega aska úr Eyjafjallajökli.

Má ekkert vera að þessu lengur sjómanna gleðin framundan og grillið að byrja.

Heyrumst seinna.

Kveðja Sævör, hikk, hikk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get ekki beðið eftir að nýji jón stígi á klakann! Vonandi að báturinn þinn komist í lag :) híhí

Knús og kossar

Herdís Lína (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband