Gestirnir kvaddir með Breskum morgunverði.

Hæ hæ.

Dagskráin.

Að baki er vel heppnuð sjómannahelgi. Við skemmtum okkur vel á föstudagskvöldinu, sjóararnir grilluðu hér nautalundir og rump steikur með öllu tilheyrandi og eftir matinn var byrjað á mikilli dagskrá sem við settum upp fyrir kvöldið.

Við fórum í ruslapokahlaup og mjótt var á mununum í úrslita hlaupi milli Sjafnar, Grétu og Einars og hafði Gréta betur því Einar er greinilega ekki í góðu formi og svindlaði líka ( hann gerði gat á pokann).

img_6536.jpg

Næst var það kókosbollu át sem stóð til að fresta því Jón tímdi ekki kókosbollum í okkur öll en úr varð að hann og Gréta kepptu og urðu þau jöfn því þau tímdu ekki að háma þær í sig.

Svo var það skutlukeppnin og varð Einar aðal skutlan, áttum við að gera okkar eigin skutlu og reina á svifhæfileika hennar en eins og áður sagði vann Einar þessa keppni.

Fyrirhugað hafði verið að vera með netabætningar en við fundum hvergi netagirni þannig að keppt var í puttaprjóni, þar sem Gréta og Jón voru þau einu sem kunnu það kepptu þau sín á milli og prjónaði Jón lengst og hafði betur í prjónaskapnum, hann er svo handlagin þessi elska.

Og síðan var það Botsía að hætti Newcatle, kasta átti tennisboltum í átt að marki og ÉG VANN Botsíað, er hæfileikarík eins og hún móðir mín.

Gréta og Jón skipulögðu fatatleik, Óli Siggi og Einar kepptu og voru, já þeir voru eins og ......... og við hin lágum í hláturskrampa. Óli Siggi bar af í þessari keppni.

Keppt var í sjóara ruslakalli og vann ég eftir mikla keppni milli allra hinna því ég kláraði fyrst en Gréta heimsmeistari unglinga í ruslakalli var síðust.

Næstsíðasti dagskráliður hjá okkur var skotkeppni fullorðinna, og var keppnin milli mín og Sjafnar að sjálfsögðu vann hún mágkona mín ( hún er svo drykkfeld þessi elska).

Þá var komið að síðasta dagskrálið kvöldsins, heiðraðir voru aldraðir sjómenn fyrir vel unnin störf í þágu fjölskyldunnar. Þeir voru stoltir Sigurður Ólafur Þorvarðarson og Einar Guðmundsson er þeir tóku við medalíunum frá okkur og láku tár af hvörmum þeirra af stolti.

Síðan var verðlauna afhending, góð verðlaun voru veitt Epli, Appelsínur, Rúlluterta, Kleina og súkkulaði. Gott kvöld að baki með sprelli og hlátri, held að sjómannahelgin í Newcastle verði ein af eftirminnilegustu sjómanndags helgum okkar.

Takk fyrir skemmtilega daga kæra fjölskylda Óli Siggi, Sjöfn og Gréta og kvöddum við þau með staðgóðum Breskum morgunverði ( egg, beikon, kúrekabaunir, ristabrauð og nýpressaður appelsínusafi ) svo ferðin suður til London gengi betur.

Heyrumst seinna og sjómenn til hamingju með daginn.

Kveðja Sævör. 

Það er eitthvað rugl með myndirnar, set inn fleiri á morgun. 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé að þið hafið átt skemmtilega daga með Sjöbbu syss og familíu enda ekki leiðinlegt fólk þar á ferð eins og við vitum. Ég sé þau alveg fyrir mér í bílnum á leiðinni til ykkar í vinstri umferðinni hehehe, var búin að vara mág minn við þessu og segja honum að panta sjálfskiptan því þetta er jú ekkert grín. Komst að því í fyrra þegar við fórum á U2 tónleikana í Cardiff og keyrðum þangað frá London. Get vel ímyndað mér að aðstoðarbílstjórinn hafi ekki klikkað hehehehe !! En frábært að heyra að allt gengur vel og að Jón hinn nýi sé að hressast og að það styttist í heimför hjá ykkur. Við sjáumst svo hress í sumar á Fróni. Bestu kveðjur úr Álaborginni :)

Halldóra (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 09:14

2 identicon

Frábært hvað gengur vel :))) og styttist í heimför :)))) En má ég spyrja hver er svona uppátækjasamur ??? og með hugmyndarflugið í lagi,,,gaman að þessu. Hjartans kveðjur héðan úr sólinni og góða veðrinu kv. M.H.

Magga Hjálm,, (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 22:10

3 identicon

Frábærar fréttir, ekki amalegt að vera á leiðinni heim. . Það hefur verið lengri og meiri dagskrá hjá ykkur í Newcastle heldur en hér hjá okkur í Grundó allvega skemmtilegri. Næst haldið þið uppi dagskrá fyrir okkur. Maður brosir allan hringinn við að lesa uppákomuna. Greinilega skemmtilegt fólk þarna á ferð. Er viss um að þessa tæplega tvær vikur verða fljótar að líða, hlakka til að sjá ykkur. Kv. Anna María og co.

Anna María (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 23:06

4 identicon

Hæ, þið!

Ef einhverjir kunna að skemmta sér og öðrum, þá eru það þið, öll til samans! Frábær lesning og svo fékk ég líka að heyra ferðasöguna frá Sjöbbu í gær í vinnunni. Líka það sem  ekki má fara lengra,,,,, nei, bara joke,,,!

Hafið það sem allra best og Nýji-Jón, vertu duglegur að drekka

Helga og Kalli (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 23:17

5 identicon

Hæ englarnir mínir .Það var gaman að heira hverju þið gátuð fundið opp á að skemta ykkur með alla ikkar klæki og púkaskap mér ætti ekki að koma það á óvart enda skemti ég mér að fá símtalið frá ykkur á föstudagskvöldið og allar hástemdu lýsingarnar á öllum atriðum hjá Óla Sigga og hlátrasköllin á bakvið frá ykkur öllum og efa ég ekki þið hafið skemt ykkur vel.Ég vona að allt gangi vel hjá þér Jón minn nýji þú sért duglegur að drekka bara ekki of sterkt Ha HA.nei ekki findið ég er farin að telja dagana til þið komið heim hér vantar mykið þegar ykkur vantar öll þrjú .Elska ykkur mamma.

Mamma (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 15:50

6 identicon

Gaman að heyra að það hafi verið svona gaman hjá ykkur.

Það var bara meira um að vera þarna úti en á Akranesi á sjómannadaginn.  Þar var ekkert gert.

Frábært að allt gangi svona vel og að þið séuð að koma heim.  Hlökkum til að sjá  ykkur.

Hafið það sem best elskurnar

kveðja, Halla og Þórhallur

Halla Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband