10.6.2010 | 22:51
Kystu konuna þína.
- Hæ hæ.
Snædís kemur á morgun, það verður yndislegt að sjá hana, knúsa hana og kyssa. Það eru þrír mánuðir síðan við fórum út og við höfum bara heyrt í henni síðan. Þó að þetta sé langur tími hefur hann liðið ótrúlega, kannski ekki hratt en mjakast áfram. Við vorum að tala um það að á síðustu tólf mánuðum erum við, ég og Einar búin að vera 6 mánuði hér í Newcastle fyrst með Valdimari og síðan núna 3 mánuði með Jóni, við höfum flogið fimm sinnum út og eigum eftir að fara hugsanlega tvisvar í viðbót.
Jón er búinn að vera þokkalegur, fyrir utan verki og dofa í fótunum, það kíkti á hann taugasérfræðingur í gær og viðbrögð tauganna er aðeins minni í fótunum. Hann er byrjaður á lyfi við verkjunum og búið er að minka lyf sem talið er að valdi þessu (Ciclosporin).
Blóðprufurnar eru fínar og eru allar upp. Þeir hafa ekki viljað gefa okkur út hvort við förum heim um mánaðarmótin en við eigum að hitta prófessor Andrew Cant á miðvikudaginn eftir viku. Vonandi kemur ekkert upp þangað til en það hafa verið smá pústrar hjá Jóni, blóðið lækkaðu um síðustu helgi en er upp, creatínið hefur verið á niðurleið þessa viku og var 115 ( ekki verið svo lágt í 4 vikur) og dofinn og verkirnir í fótunum sem vonandi fara batnandi úr þessu með.
Sólrún, það fyrsta sem Einar gerði þegar gestirnir runnu úr hlaði var að byrja á bókinni frá þér. Ég held að Jói brói hafi nú ekki gleymt bókinni heima heldur hafi Kolla viljað að hann læsi hana. Já og Einar þakkar kærlega fyrir bókina og að sjálfsögðu ég líka, þessi elska er svoleiðis búin að dúlla við mig, alltaf að knúsa mig, færandi mér blóm, líka þetta venjulega, skúra, vaska upp og traaalalalalala.
Mæli með þessari bók er ekki búin að lesa hana sjálf og ætla ekki að gera það því ég elska að láta koma mér á óvart og Sórún ég ætla ekki að finna handa honum neitt annað hobbí en mig.
Kveðja úr kossaflensinu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það verður æðislegt aðfá ykkur heim :)
Guðbjörg (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 00:49
Mig grunaði Kollu sterklega þegar bókin skilaði sér ekki í fyrstu ferð til ykkar. Ég er mjög glöð með að Einar skuli vera að fylgja leiðbeiningunum, þér veitir ekkert af að láta kyssa þig og knúsa reglulega. Ég vona að taugarnar í Jóni fari að jafna sig svo þið komist heim fljótlega. Kveðja
Sólrún (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 09:04
Sæl verið þið turtuldufur Norma Mary let ur höfn laust eftir miðnætti a leið til austurstrandar kanada til rækjuveiða norðan við hnif og gaffal sem sagt norðan vid labrador við verðum um 5 solarhringa a leiðinni þetta veður ny reynsla mikið um is og isbirni vonandi lika við komum við a austur Grænlandi a wallobank þar eru 2 skip a vegum samherja og erum við með varahluti og einn styrimann fyrir þa siðan suður fyri kap farvell og þaðan nw eftir i lögsögu kanada ut af baffin island(nuavut)þar hvuð rækjan vera a stærð við humar,Þar mun undirritaður eiða lungan ur sumrinu og landa a Grænlandi.
En hvad um það það verum katt i höllinni hja ykkur að fa Sædisi til ykkar og vonadi komist þið sem first heim Jon þoskurinn biður eftir þer ef strandveiðarnar verða bunar þegar þu kemur heim leigum við bara nokkur kilo og föum ut og seljum a uppsrengu verði
kv Joi
Johannes Þorvarðarson (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 09:45
HVAÐA BÓK ER ÞETTA....... (loksins komst hún til skila, er búin að vera MJÖG forvitin.)
Jiii ég verð að gefa Jóni Frímanni hana.
Alltaf gaman og gott að lesa hérna fréttir frá ykkur.
Lára (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 23:20
Sæl englarnir mínir öll sömul ég veit að það er mykil gleði í kotinu Snæa mín heimt í fangið á ykkur öllum.Var að skoða myndirnar,hann tengdasonur minn tekur sig vel út í rúminu með bókina frá Sólrúnu ,hvað skyldi nú standa í þessari forláta bók en nú skil ég af hverju minn elskulegi sonur ´Jói var svona slappur áður en hann fór á sjóinn ha eða kvað,áfram með myndir mykið djeskoti eru Óli Siggi og famil glæsileg í ruslapoka dressinu flott hönnun.Ég trúi ekki að Einar hafi svindlað þessi öðlingur þetta eru líka handónítir ruslapokar.Ég var í jarðabótavinnu í gær og fyrradag og er að fara í leiðangur að stela mold og blómum þau ku dafna best stolin er mér sagt læt vita hvernig gengur birja hjá Óla Sigga og svo Kollu Ó.S. á sjó K. í útlöndum.Bless englarnir mínir öll fjögur,mamma,amma,tengdó.
Mamma (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 15:45
Hæ þið öll, þetta er klárlega merkileg bók sem allir kallar ættu að eiga
Gott að vita að þið eruð hress og allt á uppleið, knús á ykkur öll.
Jóhanna Hallb. (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 16:02
ÆÆ nú fór í verra svona fer þegar maður ætlar að stela ,var að tala við ÓlaS. engin mold Sjöfn búin að spreða henni í garðinn hjá sér en ég gefst ekki upp eins og versti ræningi fer bara aðeins lengra.Elsku Gilla og Árni égætlaði ekki að gleyma ykkur auðvitað á Sævör mín að knúsa ykkur líka ég vona að þið njótið ykkar úti verst að það skuli rigna.Jón Þór minn vertu duglegur að láta þér batna svo þú farir að komast heim allir bíða eftir þér með óþreiju að fá þíg heilan heimelsku ömmu drengurinn.Bleee bless öll
Mamma (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.