13.6.2010 | 22:28
Veisla á Hóli.
Hæ hæ.
Hér er búið að vera yndislegt, Þegar þau komu með lestinni var faðmast og kysst og skælt og hlegið. Það er gott að vera búin að fá hana Snæju mína til okkar. Við erum búin að hafa það gott, það var farið í bæinn í gær að rölta að sjálfsögðu Jón með okkur, það var farið í H&M eða eins og Jón segir m&m. Kallinn er lúinn í dag eftir
bæjarferðina og varð eftir heima þegar við hin skelltum okkur í göngu, fórum í Horn húsið (Corner house) horfðum á leik og fengum okkur öl. Að sjálfsögðu var rölt heim á leið í gegnum Paddy Fremann park, það er virkilega notalegt að ganga þar um maður fær aldrei leið því endalaust er hægt að finna nýjan stíg eða dásama gróðurinn og umhverfið þar.Gilla og Árni komu færandi hendi, bæði með risa pakka frá Lóu og Halla sem innihelt allt það sem Jón taldi bráð nauðsynlegt að fá af heiman, Kókosbollur, lakkrís, saltstangir og Voga ídýfu. Takk kærlega fyrir elsku vinir, hann ljómað þegar kassinn var opnaður. Þau komu með kort frá Mögnu kærum fyrrverandi nágranna, elskulega fjölskylda takk fyrir okkur og Ómar og Magna hafið það sem allra best þarna úti í Kína. Síðan komu Gilla og Árni með lambalæri og ekkert smá læri því það hefði verið hægt að fæða að minnstakosti sjö í viðbót með því.
Lærið var eldað í dag og var svona Sunnudags stemning á okkur, brúnaðar kartöflur og alles. Mmmmm.
Gilla handraði þennan frábæra eftirrétt með kókosbollum, marens og jarðaberjum, Já Jón tímdi kókosbollum í réttin því Lóa hafði bara sent 16 stykki til hans. Með fullan munninn sagði Jón er ekki 13 á morgun og við öll jánkuðum því, og hann segir, eigið þið ekki brúðkaupsafmæli 13, Snædís varð eitthvað hugsi og sagði síðan, það er 13 í dag, ég og Einar litum hvort á annað og fórum að hlægja því að hvorugt okkar hafði munað eftir deginum, hvað þá hugsað til hans. En í dag 13 Júní eigum við 23 ára brúðkaupsafmæli og það var haldin veisla án þess að við vissum með lambalæri og dýrindis eftirrétt. Já þetta var góður brúðkaupsdagur þótt við hefðum ekki munað eftir honum.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:47 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ elskurnar
Ætlaði að kaupa meira af kókosbollum en þorði því ekki hún hefði örugglega lamið mig ef kassinn hefði verið stærri , vildi óska að ég hefði farið með , en kem bara í heimsókn á Grundó. Og til hamingju með brúðkaupsafmælið ykkar skötuhjú . kær kveðja frá okkur á Sigló
Lóa og Halli (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 23:29
Innilegar hamingjuóskir með brúðkaupsdaginn. það er gott að vita að það séu fleiri en við Steini sem gleyma sjálfum brúðkaupsdeginum sínum Kærar kveðjur, liðið úr Fagurhólnum.
Kristín (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 08:29
Hæ elsku turtildúfurnar mínar til hamingju með 23 hamingjusöm árog eftir önnur 23 ár árið 2033 verðið Sævör 69 og Einar 74 ára uss á besta aldri orðin amma og afi jafnvel langa amma og afi,ég þorðiekki að bæta öðrum 23árum við jæja þá 97 og 92 það er ekki svo rosalegt ha þá yrði það langalangalangaamma ogafi vá,jæja krúttin mín aftur til hamingju og Jón Þór og Snædís knúsið þau frá ömmu gömlu.Ég sé á öllu sem ég les og á myndum að þið eigið glaða og góða daga og það er yndælt og takk Gilla og Árni fyrir mína yndislegu fjölskyldu þarna úti allt of langt frá mér,við bíðum eftir að þið komið heim sem first,Jón Þór láttu þér batnasem fyrst,hér er grenjandi rigning og sunnan átt gott fyrir gróðurinn.Ég kveð ykkur og Guð veri með ykkur öllum ég elska ykkur öll líka ykkur Sævarður,Jóhannes Fannar og Sigurlín. Ásdís amma
Mamma (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 17:08
Elsku turtildúfurnar mínar. Til hamingju með daginn.
Hafið það alltaf sem best
Kv. Halla og Þórhallur
Halla Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 10:02
Hæ elskurnar mínar og gleðilegan Þjóðhátíðardag,takk fyrir símtalið ígær Sævör mín ég hlakka til 25.júni að fá ykkur heim Jón Þór minn ég efast ekki um að þú sért glaður og hlakkir til heimferðar.Hér er glampandi SÓL og bæ rinner að vakna .Það verður sitthvað um aðvera hér í bæ t.d. hlaup Grundar og Kvernárhlaup,upphitun fyrir skrúðgöngu á Kaffi 59, andlitsmálning.tilboðábarnaís,Lúðrasveit leikur þar einnig(vantar þig Snædís min),13:30 Skrúðganga frá Kaffi 59 Trommusveit og fánaberar. 14:00 Hátíðardagskrá í Paimpil garðinum,þar verðurm. m.a. Fjallkona,lúðrasveit,hátíðarræða Áslaqug karen Jóh.d. þekki ekki,víkingar og söngur,móttökun. skemmtif.skipa leikur listir sínar,hoppukastalar gaman gaman eitthvað fyrir mig ha eða hvað,leikir í umsjá skáta ja ég er líka skáti en hefi ekki fengið að vera með,skemmtiatriði á vegum stúlknasv.Kára,söngur og dans,kökubasar Kvenfj.Gleym mér ey namm namm ætla að fá mér eina,Candiflos og fl. góðgætií anda þjóðhátíðar til stirktar skátum ( eins og mér eða kvað ha ha) og nú kemur það besta 17:00 SUNDLAUGARPARTY ALLIR VELKOMNIR til 19:00,DJ á staðnum og bara gamam,þeir sem ætla ekki í sund mæti ínáttfötum æðiég með af hverju ekki það er bannað að hlæja að gamalli ömmu Jón Þór.Jæja englarnir mínir ég er að fara út og gróðursetja blómin sem ég stal í gær þarf víst að fara að skrifta syndir mínar fyrir prestinum okkar.Ég bið Guð að gæta ykkar og allrar minnar fjölsktldu og reyndar allra landsmanna ekki veitir af.Ég kveð ykkur nú englarnir mínir með 1000 amma,mamma,tengdó vinkona.
Mamma (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.