28.6.2010 | 12:04
Dagur 94.
Hæ hæ.
Hér er rólegt og tómlegt. Ungarnir farnir heim en við áttum góða viku saman. Það var farið á ströndina og á fimmtudaginn fórum við í Hoppings þetta er risa stórt ferða tívolí sem kemur ein sinni á ári hingað til Newcastle. Við skemmtum okkur öll mjög vel þar. Létum hrista okkur og hossa fram og til baka.
Jón er þokkalegur, hann fékk blóð á Laugardaginn og búst til að örva Neautrofílana. Við fórum upp á spítala í morgun í blóðprufur vonandi verða þær góðar. Skipulegir er að hann fer þrisvar í viku í blóðprufur en ef eitthvað er athugavert þarf hann að fara aftur daginn eftir.
Í dag eru 94 dagar síðan hann fékk merginn og við erum búin að vera hér úti í 117 daga. Já það er semsagt 1/3 af árinu.
Það var búið að undirbúa heimkomu okkar mamma, Anna og Kolla voru búnar að ræsta út heima. Takk fyrir það stelpur og þið krakkar sem voruð í garðinum okkar. Takk kærlega fyrir okkur.
Kveðja til ykkar og heyrumst.
P.S. var búin að setja inn myndir.
Sævör.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:09 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Komið þið sæl Ja herna þið hljotið að vera komin með fastan buseturett i riki drotningar jafnvel riskisfang vona nu að þu farir að taka batakipp Jon minn.
Heðan ur norðurhöfum er allt agætt að fretta skiptum um svæði erum komnir norðar ut af Diskofloa 67*35n 05805w svona fyri siglingafræinginn,Það var orðið litð hja okkur þarna ut af mynni Hudson Bay svo við kiptum 330 sml norður her er orðið islaust nuna bara nokkir molar og stakir borgarisjakar og veiðin er goð vinslan aðeins að koma til en höfum samt ekki undan erum þvi að svona rumlega helmingin af timanum vona að þetta haldi aframm bæði veiðin og vinslan auki afkostin sol og bliða og bara gaman að vera a sjo allt er gaman er vel gengur batakveðja Joi
ps ef eg kem heim a undan ykkur skal eg hvetja stelpurnar aframm þegar þær fara að skura aður en þið komið og kanski kikja a arangurinn hja þeim svona sma gæðaeftirlit
Johannes Þorvarðarson (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 22:17
Kæru vinir, mikið var það ferlega leiðinlegt að fá þessar afturkipps-fréttir. Vorum farin að hlakka til að sjá ykkur. Elsku Jón Þór, enn reynir á þína þrautsegju og þú veist að þetta er einungis tafir á glæstum bata Sjáumst vonandi fljótlega
Helga og Kalli (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.