21.7.2010 | 11:09
Hér gengur allt vel.
Hæ hæ.
Ég hef bara verið löt að blogga síðan við komum heim, en allt gengur vel hjá Jóni hann er ekkert að falla niður í Neautrofílum. Held að hann hafi bara þurft að komast heim á klakann í þetta yndislega sumar ekki það að hann fari neitt út því hitinn er of mikill fyrir kallinn. Við erum að keyra suður á Barnaspítalann þrisvar í viku með Jón í blóðprufur, þetta er í lagi því það er sumar og vonandi fækkar ferðum með haustinu. Síðan er bara Newcastle aftur í byrjun Ágúst í eftirlit.
Hér í bænum eru allir að undirbúa helgina því Á góðri stund í Grundarfirði verður um næstu helgi. Húllum hæ og hitta fullt af góðu og skemmtilegu fólki já fjölskyldan verður bara heima í sínu Blá hverfi þetta árið.
Og ég var að ganga frá ferð til Tyrklans fyrir settið í ágúst. Nú verður þessu bara slegið upp í kæruleysi því áhöfnin á Þorvarði ætlar öll saman í reisu. Er farin að hlakka til. Já lífið er yndislegt.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör og allir heimilis meðlimir.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkommin heim. Það er gott að heyra að allt er á góðu róli og örugglega dásamlegt að vera komin heim - til hamingju með það. kv. Erla Gull
Erla Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.