27.10.2010 | 21:12
Hér gengur allt vel.
Hæ hæ
Það er langt síðan ég hef bloggað og engin afsökun nema leti. Það er nóg um að vera hjá fjölskyldunni Snædís og Jón Þór eru á Dale Carnegie námskeiði á vegum Einstakra barna og eru mjög ánægð bæði tvö, við förum einu sinni í viku í borgina á námskeiðið. Einar fór með ungana í dag þannig að mín er bara ein heima og var að koma úr mat frá Jóa bró og Kollu sem ég snapaði mér í dag. Á borðum var samtíningur úr sjávar ríkinu t.d. Smokkfiskur, Þorskhaus, steikt Hrogn og Steiktur Karfi já sérstakur samtíningur og misjafnlega gott.
Jón Þór hefur það gott og allar prufur fínar og ekkert komið upp á hjá honum. Hann fer í lyf þriðju hverja viku þannig að allt er í bestu málum hjá honum. Varð 17 ára núna 6 okt. er kominn með bílprófið og rúntar um á Pussunni.
Við þurfum að fara út til Newcastle núna í nóv. Jón á að fara í eftirlit hjá Doktorunum þar, vorum að vonast eftir að sleppa fram á næsta ár en það er engin miskunn frá þeim úti og kannski bara gott að vita að þeir vilja fylgja honum vel eftir.
Gamla settið er búið að hafa í nógu að snúast þótt kallinn sé atvinnulaus, þessi elska vildi endilega smíða handa mér rauðvínspall þ.e. stækka svalirnar að framan og var það gert á rétt rúmlega viku og rauðvínspallurinn minn kominn upp nú get ég dreift úr mér þegar ég sit úti á kvöldin og virði fyrir mér kvöldsólina,Kirkjufellið já og yndislega fjörðinn minn
Valdimar minn fær nú upplyftingu líka því steinninn hans er tilbúinn og Einar náði í hann í dag. Hlakka til að sjá hann og vonandi getum við sett hann upp á morgun. Set inn mynd af honum þegar hann er kominn upp.
Mín er í skóla, já aðeins að hrista upp í heilanum á að vera að læra en fann mér annað betra að gera. Ég er í Ensku og Sögu og er búin að hafa gaman af svolítið erfitt að byrja því heilinn var orðinn hálf óvirkur, held að þegar maður er að hrærast í því sem við erum búin að upplifa síðustu ár verði hann það. Vonandi tekst mér að virkja hann betur.
Heyri í ykkur seinna og besta kveðja.
Sævör
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að heyra að allt er að ganga vel hjá ykkur
ég les bloggið þitt reglulega og þú bara lyftir mér upp með þvi
ég kannski þekki þig og ykkur ekki eins og bestu vinir en ég er svo stolt af ykkur
anna (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 12:23
Vá
þetta er örugglega einn af fallegri stöðum á Íslandi til að drekka rauðvín á.
Gott að allt gengur vel
Kveðja
Hrafnhildur
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 09:28
Gott að heyra (sjá) að allt gengur vel og Jón er við hesta heilsu. Frábært hjá þér að skella þér í skóla og æfa sellurnar sem hafa verið í fríi ;)
kveðja Anna Lilja
Anna Lilja (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.