3.11.2010 | 23:50
Frábærir tónleikar á Rökkurdögum.
Hæ hæ.
Var að koma af frábærum tónleikum hjá Tólistaskóla Grundarfjarðar. Margir efnilegir tónlistamenn komu fram þar á meðal hún Snædís mín sem spilaði á klarinettinn sinn með hljómsveit, glæsilegt hjá henni og síðan kom Lúðrasveit tólistaskólans fram í lokinn eins og að vanda stóði þau sig reglulega vel. Hlakka til tónleikanna sem verða með þeim í Mars á næsta ári. Svo var líka þetta girnilega kaffihlaðborð sem lúðrasveitin bauð upp á.
Jón skellti sér í borgina í lyfjagjöf vegna veðurs var hann sendur með flutninga bíl frá Ragnar og Ásgeir, var spurð hvor ég hafi sett hann í bóluplast en taldi nú enga þörf á því með þessum bílum. Hann var í blóðprufum líka en hann hefur ekki hugmynd um útkomuna. Karlmenn þeir vita aldey af hverju á að spyrja.
Heyri í ykkur kveðja Sævör
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:55 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.