11.10.2008 | 23:00
Laugardagur og kaffivélin kólnaði ekki.
Hæ hæ kæru gestir hvort sem er í kaffi eða í kíkt á síðna.
Hér var svo gestkvæmt í dag að ég fór ekki úr náttbuxunum fyrr en klukkan fjögur og eru enn gestir hér kl.22.3. Jón er með smá afmælis teiti fyrir vini sína.
Valdi er búin að eiga góðan dag en blóðþrýstingurinn er í hærra lagi en stera skammturinn fer að minka þá lækkar hann vonandi líka. Hann ætlar að taka pásu í nótt á næringunni og sjá hvernig það gengur. Ef vel gengur má hann skella sér í heimsókn á Sigló því hann langar svo að fara, hann hefur ekki komið þangað í eitt og hálft ár. Hann er tengdur við næringu í 15 til 16 klukkutíma á sólarhring það er búið að vera eina næringin hans síðust 9 mán. hann hefur nær ekkert borðað síðan í feb. en sterarnir hafa aukið matar lystina og hann er hættur að kasta upp að mestu.
Kveðja Sævör
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá rosalega eru börnin sem ég passaði orðin stór, mér finnst ég ekkert hafa elst
Gangi ykkur og sérstaklega Valdimar allt í haginn í beinmergskiptunum, við sendum hugsanir og styrk úr Reykjavík!
Vilborg, Hjörtur og Helgi.
Vilborg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 21:49
Hæhæ vá eru þið að grínast börnin eru að nei nei þau eru stærri en ég uffff þetta er rosalegt en ég vildi bara senda ykkur kveðju og ég mun hugsa mikið til ykkar þegar þið eruð úti.
mig dreymdi nú um valdimar um daginn hann var eitthvað að labba bara á suðurgötuni og ég er að keyra fram hjá honum og svo hugsaði ég með mér nei ég verð nú að stoppa og ég fer til hann og stekk úr bílnum mínum og segji við hann hvað á ekkert að knúsa mig hérna uss og hann horfir á mmig og segjir "Jóa þú ert svo lítil að ég sé þig ekki og hlær bara af mér " ég vaknaði eftir þetta og hló bara og fór aftur að sofa mér fannst þetta algjör snilld. En viktoria spyr rosalega mikið um ykkur ég syni henni þessa síðu á eftir þegar hún kemur frá leikskólanum.
en ég mun koma hérna inn reglulega og skoða elska ykkur svaka mikið og sævör kysstu (litlu börnin hehe frá mér) kveðja Jóa,halli og prinsessan
Jóa,Halli og viktoría unnur (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 14:20
Hallo allir á Grundó
Það var mikið að þessi síða kom upp hahaha , varð að stríða þér smá Sævör mín.
En það verður nú gott að fá að fylgjast með honum Valdimari á meðan hann fer út.. þannig verður gott að geta sent honum hlýar og góða strauma héðan frá landinu, hugsum allan sólahringinn til ykkar.. Og stattu þig kroppur! PS passaðu að týna ekki myndavél eins og Halli,á flugvellinum.hahahaha Elska ykkur. Kær kveðja Lóa og Halli
Lóa og Halli (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 21:19
Halló elsku Sævör mín og fjölskylda. Sjöfn sagði mér frá bloggsíðunni í gær og er gaman fyrir mig að fylgjast með ykkur úr fjarlægð. Hugurinn hefur verið hjá ykkur síðastliðna mánuði og verður það áfram ;) Annars erum við hress hér í Danaveldi og allt gengur vel. Við Jóhannes Jón biðjum kærlega að heilsa Valda kalda og auðvitað öllum hinum líka.
Við sendum baráttukveðjur til ykkar með von um áframhaldandi bata :) Knús á línuna !
Halldóra og fjölskylda í Álaborginni :)
Halldóra (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 13:47
baráttu kveðjur til ykkar allra - gangi ykkur sem allra best !
kveðja frá Akranesi
Helga Hallfríður Rósu systir frá suðurgötu 80 (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.