Það gengur vel hjá Valda.

Hæ hæ

Hér er allt fínt að frétta Valdimar er hress og stera skammturinn er komin niður í 20 mg. Hann hefur verið að lesa fyrir bílprófið því hann getur allavega tekið bóklega prófið og restin kemur í rólegheitum. Hann er líka í FSN. Fjölbrautskóla Snæfellinga en námið það er byggt upp á verkefna skilum í gegnum tölvu þannig að hann hefur getað stundað nám þaðan, en í haust hefur lítið farið fyrir því og er hann orðin á eftir í náminu, kannski nær hann því upp hver veit.

Einar fór á sjóinn í dag, Þorvarður Lárusson SH. fór að stað í dag eftir 9 mán. bilerí og stopp þannig að hann hefur verið á flakki á milli skipa eftir sem gafst og hægt hefur verið að róa. 

Vill bara segja ykkur að okkur finnst gott að lesa kveðjurnar frá ykkur. 

Takk fyrir okkur.

Kveðja Sævör 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko nú er byrjaður morguninn á að lesa bloggið , svo er farið á siðuna sksiglo. Svo aftur á bloggið en ég held að ég fari svona ja veit ekki hvað oft. hha Og Valdi Kaldi þú ert flottastur .... kk Halli og Lóa

Lóa og Halli (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 09:38

2 identicon

Sæl elskulega fjölskylda og takk fyrir síðast:-) Til hamingju með bloggið Sævör mín, þú stendur þig vel:-) Langaði bara að kasta á ykkur kveðju....og þá sérstaklega á hetjuna hann Valda!....kær kveðja Íris:-)

Íris Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 09:49

3 identicon

hæhæ

sammála múttu hér ég er farin að skoða þessu síðu á hverjum degi.ég er líka farin að sakna ykkar svo mikið:) vó valdi kaldi að lesa undir bílpróf vá ég er að verða svoldið gömul hérna þetta er rosalegt en valdi minn við eigum herna alveg svakalegan kagga hann er rosalega stór maður þarf næstum meiraprófið að keyra hann, en ég skal gefa þér leyfi að taka mig á rúntin þegar þú færð bilprof þá gef ég þér sko stórtleyfi að aka kaggan minn:)  hehe en allavega hlakka til að sja þig þegar þú kemur á sigló city. en elska ykkur öll adios  kv joa og co 

Jóa,Halli og viktoría unnur (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband