19.10.2008 | 23:13
Það gengur vel og vonandi fáum við fréttir fljótlega.
Það gengur vel hjá okkur, Jón og Valdi eru bara hressir, þó sterar séu óþveri hjálpa þeir til.
Það var svefnpoka partý í Eden, farið í fata sund og "Shitt" ararnir spiluðu á balli, held þeir eigi eftir að meika það þeir eru búnir að lofa því að ég fái að koma með þegar þeir fara í heims túrinn á myndinni til hægri eru þeir Jón Þór, Ásbergur, Sigþór og Randver sem ég kalla ......... . Snædís skrölti heim kl.sex um morguninn en Jón Þór helt út til kl. átta.
Sævarður kom heim um helgina, það var mjög notalegt, skelltum okkur í pottinn og hann kíkti á ball á laugardeginum Veðurguðirnir voru víst að spila, bara stuð sagði hann. Í dag skelltum við okkur í kaffi til ömmu hún bakaði meters hán stafla af vöflum, eða næstum því fyrir okkur.
Er með smá hnút í maganum læknirinn (Ásgeir) kom heim núna um helgina og vonandi fáum við eitthvað að heyra á morgun. Sendi honum póst til að minna hann á pistilinn um sjúkdóminn sem kemur svo inn á síðuna. Svo þið skiljið afhverfu ég set nafn læknisins alltaf í sviga þá er annar læknir sem hefur alltaf seð um strákana og er aðal kallinn okkar, það er hann Lúther hann hefur seð um þá frá því þeir greindust með Crohn's Jón Þór 2000 og Valdimar 2004 þannig að hann er okkar.
Ég ætla að setja nokkra myndir inn í albúmið.
Kveðja Sævör
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ ,,, krossleggjum fingur og gangi ykkur vel koss og knús frá okkur... þú og þið eruð hetjur, mundu það .
Lóa og Halli (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 00:47
Kærar þakkir fyrir að leyfa okkur að fylgjast með. Óskum ykkur alls hins besta frá Namibíu.
mbk,
Villi.
Villi (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 18:21
Halló Jón að fara meika það verður varla betra en bandið okkar Sævör. Ætla að fylgjast með ykkur í baráttuni sem ég trúi að eigi eftir að fara vel .
Kv Ægir
Ægir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 19:54
Kæra Sævör og fjölskylda!
Til hamingju með heimasíðuna ykkar.
Frábær síða og gaman að fá að fylgjast með hetjudáðum ykkar allra.
Þið eruð engum lík!
sjáumst
Kalli og Helga
Kalli og Helga (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.