Vorum á Sigló um helgina.

Hæ hæ kæru gestir.IMG_1097

Við fórum á Sigló um helgina, Valdimar og við hin skemmtum okkur vel, gistum hjá vinum okkar Gillu og Árna. Snædís og Jakob gerðu snjóhús á pallinum hjá þeim. Á sunnudeginum fóru Valdimar og Jór Þór á rúntinn með Jóu og festu sig allnokkuð vel. Hver var að keyra? Valdimar fór á rúntinn hjá Steinari Þór á snjósleða, Valdimar sagði að adrenalín kikkið hefði verið svo mikið að hann nötraði allur. Um kvöldið fórum við í mat á Allanum hjá vinum okkar Lóu og Halla meistarakokk og krakkarnir horfðu á bíó á breiðtjaldi.

Á mánudeginum var skroppið með Árna í Héðinsfjarðargöngin og rúntað í gegn inn í Héðinsfjörð.

Allir fóru glaðir heim eftir góða helgi.

Takk fyrir okkur elsku vinir. Bíó á Allanum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha ha þetta hefur þá verið draumahelgi..... en frábært að þið komust og gátuð skemmt ykkur svona vel.  Enda Siglufjörður margrómaður fyrir geggjað veður... reyndar á báða bóga.. hehehe

Ég skellti mér nú reyndar í Höfuðborgina um helgina og fékk nett áfall þegar ég kom heim á mánudaginn.... sá ekkert út um stofugluggana heima hjá mér.

Gaman að þessu fylgist áfram með ykkur og sendi hlýja strauma til ykkar allra. Kær kveðja Rósa.

Rósa Jónsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband