Valdi vildi hitta hjúkkurnar sínar.

Hæ hæ.IMG_1112

Valdimar og Einar fóru suður í gær hann var orðin mjög slappur, komin með hita og uppköst.  Hann fékk tvær einingar af blóði vonandi hressist hann við það, er einnig á sýklalyfjum í æð. Svo kemur bara í ljós hvernig gengur þetta tekur allt sinn tíma. Ég fer suður á morgun með Óla Sigga og Jóni Bjarna þeir eru að fara í blóðprufu til að athuga hvort þeir séu líklegir merggjafar. Jói og Kolla systir fóru fyrir helgi það ætti að koma út úr þessu eftir 10 daga.

Við hittum Ásgeir síðasta fimmtudag hann sagði að hugsanlega gætu systkini mín verið líklegir merggjafa og einnig er verið að leita í gjafabönkum úti í hinum stóra heimi (Evrópu). Sjálf beinmergskiptin verða ekki fyrr en eftir 6 mán kannski fyrr fer eftir heilsu Valdimars. Fyrst þarf að fjarlægja miltað í  honum því það er mjög stórt og er ofvirkt þ.e. tekur einnig til sín heilbrigðar frumur, ef það er ekki gert eyðir það nýja beinmergnum, það er ekki komin tímasetning á aðgerðin. Síðan þarf að gera nokkrar rannsóknir bæði á lungum og blóði það eru ekki komnar ákvarðanir um hvort þær verða gerðar úti eða hér á Íslandi. 

Kveðja Sævör 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ takk æðislega fyrir frábæra helgi það var ekki smá gaman hjá okkur hahahaha  valdi eigum við nokkuð að svara þessari spurningu hver var að keyra ????en það var gaman að þú fékkst að eiga góða helgi með okkur enda var ekki smá gaman hjá okkur alltaf gaman að lenda í smá skemmtilegu en leiðinlegt að þú skildir vera komin aftur á sjúkrahúsið :( en þú ert svo sterkur að þú hundlar þetta alveg en takk fyrir yndislega heimsókn og skemtilegan rúnt farðu vel með þig valdi kaldi mér þykir geggjað vænt um þig og þina fjöskyldu. hugsa til þín á hverri mínutu     lovja kv joa,halli og prinsessan

Jóa,Halli og viktoría unnur (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 16:39

2 identicon

Hæ hæ stór fjölskylda

Takk fyrir samveruna um síðustu helgi  það var gaman að fá ykkur norður,enda tími til komin,Valdi góðan bata við hugsum til þín og ykkar .

Kveðja Gilla,Árni og Jakob Snær 

Gilla og Jakob (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband