1.11.2008 | 00:43
Erum komin heim.
Sælir.
já við erum komin heim strákarnir eru orðnir hitalausir og ekkert ræktaðist hjá þeim hvorki úr blóði né öðru, þeir halda bara áfram á sýklalyfjum sem er eina úrlausnin fyrir þá ásamt sterum. Við fórum í dag upp í næringablöndun og fengum að sjá hvernig næringin hans Valdimars er blönduð hann fær hana í gegnum centrallínu sem er tengd í stóra bláæð og rennur inn á 14 til 15 tímum. Þetta var mjög forvitnilegt. Á meðan blöndun stendur eru bruggararnir (lyfjafræðingar) klæddir eins og skurðlæknar, við fengum líka að fylgjast með þegar verið var að blanda fyrir vökudeildar ungana.
Þegar við komum heim í kvöld ákvað ég að slá hlutunum upp í kæruleysi og skellti mér á tónleika sem voru á Hótel Framnesi. Þetta voru bara góðir tónleikar Þórður, Baldur, Ari og vinir voru með djassaða tónlist og frumflutt var lag eftir Ara, bara skemmtilegt. Takk fyrir mig.
Góða nótt.
Sævör
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæhæ gott að vita að þið eruð kominn heim kær kvedja við ásigló
Loa og Halli (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 13:32
Frábært að heyra að þið séuð komin heim
Jóhanna og strákarnir (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.