6.11.2008 | 19:53
Lífið er saltfiskur!
Já lífið er saltfiskur og mér finnst hann góður.
Þetta er orðatiltæki sem ég nota þegar hlutirnir eru eins og þeir eru og við fáum engu ráðið. Við erum enn á BSH strákarnir eru sæmilegir Jón Þór átti að fara í segulómun í dag en kemst ekki hann er komin með pest, þá sömu og ég var með í fyrradag. Já maður getur líka orðið veikur á sjúkrahúsum. Það er nóg að gera við undirbúning fyrir tónleikana í Grundarfirði, Hafdís og Jóhannes voru að æfa í gærkvöldi og það veða æfingar um helgina hjá skólahljómsveitinni. Kalli sagði mér að kvennafélagið yrði með kaffiveitingar. Já og tónleikarnir verða 16. nóv í FSN. Snædís er að fara á ball í Borgarnesi hún og amma eru að tæma eina eða tvær meikdollur, ælæner, glimmer og maskara ásamt því að vígja nýju hælaskóna sem þau pabbi keyptu þegar þau fóru saman í bæinn í haust. Allavega sagði amma að það hefði verið mikið fjör í sjoppunni áður en rútan lagði af stað. Ég fæ heitar fréttir af ballinu á morgun.
Heyrumst.
Sævör
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahahaha hélt að það væru bara til einar MEIKSYSTUR.. kær kveðja við á sigló
Lóa og Halli (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 21:21
Halló baráttu kveðjur
kv Ægir
Ægir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 21:45
Kveja fra Grænlandi
Komið sæl öll sömul glæsileg siða hja þer kæra systir þetta er flott hja ykkur þar sem eg veit að strakarnir hafa gaman að fylgjast með ætla eg að reyna að greina aðeis fra lífinu her á Grælandsmiðum.Við erum nu staddir sunnan vid hvarf 59*44n 044*42w á þorskveiðum of flökum aflann um borð í áhöfn eru 29 mans 3 Islendingar 2 íslenski Grænlendingar 1 Færeyskur Dani 1 ekta Færeyingur 1 Rússi 2 Pólverjar og 19 ekta Grænlendingar þar af 2 konur kokkur og aðstoðarkokkur fjölþjóðlegt lið fiskirið hefur verið upp og niður fyrsta vikan agæt en siðan tregt i 2 daga en nu er adeins nudd og ágætisveður ne spáir stomi í nott.Hér eru borgarísjakar á stangli en ekki annar ís,borgarísjakarnir koma út úr fjörðunum hér og einnig norðan af allri austurströnd Grænlands þeir brotna fra skriðjöklunum sem eru margir siðan rekur þá suður og siðan fyrir hvarf og vestur eftir, menn seigja ef þú settir út fleka norður í sporyskjusundi(sem er norðanlega á austurströnd Grænlands) myndir þu geta sott hann afur her sw ur hvarfi svo örugt er rekið.Það fylgir því alltaf viss ævintýri og lýfreynsla að sigla með ólikum ´þjóðernum ég er t.d búnin að prufa í fyrsta skipti matak sem er spikið af náhval sem var bara gott og síðan fengum víð sel í trollið sem Grænlendingarnir voru fljótið að verka og elda hann var soðinn og bragaðist ein og soðinn svatfugl bara ágætur.Það sem vera var við fengum annan sem Ómar íslenski bátsmaðurinn henti í sjóinn við litla hrifingu Grænlendinga.Við meigum veiða upp að 3 sml svo vi erum oft nálæt landi og fjöllin eru hér hrikaleg fögur og tignaleg allt i senn það er einhver ævintýrasjarmi yfir þessu landi´.Í gær fórum við inn til QaQatog sem er sama O Julianehavn okkur var skipað ad koma og sækja þar Grænlenskan fiskieftirlitsmann svo nu erum við 30 um borð við fóum ekki upp að bryggju sóttum hann á zodic bátnum okkar þetta var í sólskinsveðri svo við sáum Grænland i sínu besta formi húsin eru máluð í hinum fjölskrúðustu litum heyngt utan a klettana bara nokkuð skont.Það skemtilega var að þessi fiskieftirlismaður sem heitir Jens Ostermann en er samt Grælendingur þeir heita flestir Dönskum nöfnum hann var líka um borð hja mer þegar við vorum með Ingimund her að viða rækju.Við höfdum nátúrlega uppi mikla fagnaðarfundi.En ég held þetta sé að verða of langt hjá mer skifa meir seinna bið að heilsa allri storfjölskyldunni og Valdimar og Jónþór gangi ykkur sem allra best og þér líka Sævör mín
Ykkar frændi,mágur og bródir Jói
Johannes Þorvarðarson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 02:25
Hæ, hæ bara að kvitta fyrir innlitið. kv Ágústa mamma Ásgeirs litla
Ágústa mamma Ásgeirs (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 09:06
Hæ hæ kæru vinir
Það verður spennandi að vita hvernig ballið hefur gengið ,en við hugsum til ykkar .
KV.Gilla og co
Gilla (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 10:02
Sæl Sævör!
Frétti af síðunni ykkar í gær. Langaði bara til þess að senda hlýjar kveðjur til ykkar. Annars er svo sem fínt að frétta héðan frá Álaborg. Við Halldóra hittum bróður þinn hérna á hestasýningu í haust. Svo datt ég alveg niður í frásögnina hans Jóa hér í kommentinu.
Held að hún Snædís Ólafía hafi örugglega skemmt sér vel á Borgarnesballinu. Búin að fara þangað 3 sinnum með nemendur Grunnskólans og þeir hafa alltaf skemmt sér vel.
Kveðja
Kata
Kata (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.