Ég er svo rík.

Mér finnst ég vera svo rík, ekki finnst. Ég er rík.

Ég á góða fjölskyldu sem stendur við bakið á okkur, yndislega vini sem eru ómetanlegir og svo þekki ég fullt af frábæru fólki sem eruð þið og mér finnst gott að finnast þetta það færir mér vellíðan.

Það var gaman að lesa fréttirnar af Jóa bróa þarna úti í ballarhafi, Ómar bátsmaðurinn hjá honum er sonur Kollu og hans gráhærða í kaupfélaginu, þetta er bróðir hans Gulla Stebba.

Var að fá fréttir af ballinu æðislega gaman Skítamórall spilaði fyrir dansi og það var dansað ógeðslega mikið og Snæja pæja var ekki þreytt í tánum því vinkonurnar fóru úr háu hælunum á meðan dansað var.

Jón Þór er að fara í Segulómun á eftir hann er hættur að  kasta upp, hann er að læra eða segist vera að því. Valdimar er sofandi hann er bara slappur.

Kveðja Sævör

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrst ég er byrjuð að kommenta þá er bara best að halda því áfram.

Já það er satt að þú ert ansi RÍK, því þú átt frábæra fjölskyldu sem stendur vel við bakið á ykkur. 

Vona að Jóni Þór gangi vel að læra og Valdimar hressist. Mátt líka skila kveðju til Snædísar Ólafíu. (Ekki slæmt að fara á ball með Skítamórall)

Kveðja

Kata

Kata (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 17:27

2 identicon

Sæl kæra fjölskylda. Vildi bara kvitta fyrir mig. Fylgist með ykkir hér á hverjum degi. Gangi ykkur sem allra best og Grétar Bragi biður að heilsa strákunum.

Hanna Þorleifsd. (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 17:37

3 identicon

Verð nú að kvitta fyrir innlitið fyrst þú ert komin inn í blogghringinn hjá manni.  Já, þú ert rík, ríkari en margur annar og kannski dæmi um þá sem verða sterkari af erfiðleikum.  Gangi ykkur vel.

Frúin á Mýrum (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 21:22

4 identicon

Hæ hæ

Þú hefur alltaf verið rík með þessa stórfjölskyldu að baki þér ,mér finnst ég og við ennþá ríkari að hafa fengið að kynnast ykkur Það er gott að heyra að nokkrar línur gleðji ykkur því þá er ákveðnum tilgangi náð.við hugsum til ykkar Kveðja Gilla og co

Gilla (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 23:30

5 identicon

Gangi ykkur vel

Brynja (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 19:28

6 identicon

Hæhæ Sævör og fjölskylda,, var að frétta af þessu bloggi og vildi kvitta fyrir mig. Gangi ykkur vel í baráttunni og mun ég fylgjast með ykkur.  Að eiga góða að er það eina sem skiptir máli. Vona að þið komist heim sem fyrst. Góðar kveðjur M.H. nágranni

Magga Hjálmars. (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband